Leita í fréttum mbl.is

Öryggismál í Kárahnjúkum í endurskoðun og hvar var Vinnueftirlitið okkar?

Er þetta ekki kannski full seint í rassinn gripið. En þetta gæti kannski leitt til þess að síðasta korterið verði slysa minna. Er þetta ekki bara merki um að mannslíf eru lítils metin hjá þessu Impreglio sem margir voru búnir að vara okkur við?

Vísir, 14. des. 2006 22:31


Allt öryggiseftirlit í endurskoðun á Kárahnjúkum

Vinnuöryggi á Kárahnjúkum er nú í gagngerri endurskoðun að sögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar á Kárahnjúkum. Hann segir endurskoðun á öryggisreglum ekki hafa leitt í ljós að þeim hafi verið ábótavant, slysin megi rekja fyrst og fremst til verkamannanna sjálfra, verktakar þurfi að ná betur til starfsmannanna.

Aðspurður hvort tungumálaörðugleikar eigi einhverja sök að máli og hafi ef til vill hamlað því að öryggisreglur komist nægjanlega vel til skila segist hann ekki telja að svo sé. Hann nefnir menningarmun hins vegar sem hugsanlega skýringu: starfsmenn sem unnið hafi við Kárahnjúka komi frá mörgum mismunandi löndum og sé vant mismunandi vinnuumhverfi.

Sigurður segir að öryggisráð, sem skipuleggi og fari yfir öryggismál á Kárahnjúkum á hálfsmánaðarlegum fundum, hafi hist títt á undanförnum vikum. Skipulagið sé þannig að hver verktaki hafi eftirlit og framfylgi öryggi í sínu verkefni. Auk þessa hafi líti bæði Landsvirkjun og verkalýðsfélög eftir öryggi á svæðinu. Framkvæmdaeftirlit er síðan í höndum 7 fyrirtækja, þriggja íslenskra og fjögurra erlendra. Allir þessir aðilar sitji í fyrrnefndu öryggisráði.

Vísir, 14. des. 2006 21:05


Alþjóðleg gagnrýni á öryggið á Kárahnjúkum

Stíflusérfræðingar gagnrýna öryggiskröfur við framkvæmdirnar við Kárahnjúkastífluna. Varaforseti Alþjóðaráðsins um stórar stíflur segist hafa unnið við stífluframkvæmdir um allan heim en aldrei hafi orðið dauðsfall við stífluframkvæmdir þar sem hann hafi unnið. Þetta kemur fram í blaði samtaka breskra byggingarverkfræðinga.

Fjórir hafa látist síðan framkvæmdir hófust á Kárahnjúkum snemma árs 2003, síðasta dauðsfallið varð í síðasta mánuði. Þar að auki hefur nokkur fjöldi starfsmanna Impregilo slasast alvarlega við framkvæmdirnar.

"Ég hef unnið við stífluframkvæmdir alls staðar í heiminum og hvergi nokkurs staðar hefur einhver látist á framkvæmdastöðunum. Að svona mörg atvik verði á einum stað er ekki algengt," segir Dr. Andy Hughes, varaforseti Alþjóðaráðsins um stórar stíflur, í samtali við vefmiðil blaðsins New Civil Engineer.

 

 

Ég spyr hvar er íslenska vinnueftirlitið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband