Leita í fréttum mbl.is

"Ég hygg að Friedman hefði flökrað við þessu,"

Rakst á þessa grein inn á www.morgunhanninn.is auk þess sem má hlusta á viðtalið við Stefán Ólafsson i heild þar. En þetta hefur einmitt verið að vefjast fyrir mér. Hvað drífi vöxtin hér? Hann virðist að  nokkru fenginn að láni.

Geigvænleg skuldasöfnun

13.desember 2006 - kl. 11:43
"Ég hygg að Friedman hefði flökrað við þessu," segir Stefán Ólafsson, prófessor, um gríðarlegt peningamagn í umferð hér á landi. Hann segir að hinn nýlátni hagfræðingur frjálshyggjunnar, Milton Friedman, hefði rökstutt að peningamagn í umferð yrði að haldast í hendur við þjóðarframleiðsluna. Hér á landi hafi peningamagn í umferð aukist um 20 til 30 prósent á ári meðan hagvöxturinn hafi verið 4 til 6 prósent. Þetta hafi leitt til geigvænlegrar skuldasöfnunar á undanförnum árum. - Stefán segir að fá eða engin dæmi séu um það að eigur almennings - eins og bankar - hafi verið einkavæddir með þeim afleiðingum nýjir eigendur bankanna hafi keypt upp áhrifamestu fyrirtæki landsins á einu ári líkt og gerst hafi hér á landi. Stefán telur að hagstjórn í anda frjálshyggjunnar hafi ekki gefið almenning viðhlítandi hlut í hagvextinum. Efasemdir séu komnar fram um ágæti frjálshyggjunnar í Bandaríkjunum og einnig í Evrópu og endurskoðunartími stefnunnar sé upp runninn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband