Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin fara nú að minna mig meira og meira á Sovétríkin sálugu

Er þetta ekki einmitt hlutir sem við heyrðum frá Sovét í gamladaga sem og stundum frá Kína á árum áður. Ég man m.a. eftir því að hópur fólks sem ég vissi af langaði í námsferð fyrir c.a. 25 árum, til Kína til að kynna sér aðbúnað fólks með þroskahömlun, en Kínversk stjórnvöld bentu þeim á að þar væri ekkert fólk með þannig fatlanir.

Erlent | Morgunblaðið | 15.12.2006 | 05:30

Vísindamenn mótmæla

Um 10.000 bandarískir vísinda- og fræðimenn hafa undirritað yfirlýsingu þar sem mótmælt er pólitískum afskiptum af starfi þeirra. Í þessum hópi eru 52 Nóbelsverðlaunahafar.

Bandarískir vísindamenn hafa stofnað með sér sérstök samtök til að berjast gegn misnotkun stjórnvalda á vísindalegum niðurstöðum. Í yfirlýsingu frá þeim segir, að algengt sé, að alríkisstofnanir séu beðnar að breyta tölum og vísindalegum niðurstöðum svo þær passi við stefnu stjórnvalda. Þá sé ritskoðun beitt, ekki síst hvað varðar umhverfismál og kynfræðslu. Er því haldið fram, að þetta hafi gerst vegna þess, að meirihluti repúblikana á þingi hafi brugðist þeirri skyldu sinni að standa vörð um sjálfstæði vísinda- og fræðimanna. Kom þetta fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær.


mbl.is Vísindamenn mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svipað viðhorf ríkir nú hjá Repúblíkönum t.d. gagnvart loftslagsbreytingum af mannavöldum, þ.e. fullkomin afneitun. Þeir hafa meira að segja gengið svo langt sumir að afneita þróunarkenningu Darwins með svo úreltum rökum að þau voru síðast notuð þegar sú kenning kom fyrst fram á sjónarsviðið. Nú ætla ég alls ekki að reyna að rökræða sannleiksgildi þróunarkenningar, heldur aðeins að benda á að flestar aðrar kenningar um uppruna mannkyns sem þeir hafa reynt að innleiða í skólakerfið þar vestra (þ.m.t. "Intelligent Design") hafa verið skotnar niður af dómstólum sökum uppruna þeirra sem á oft meira skylt við trúarbrögð en vísindi.

En það er rétt, að Bandaríkin minna sífellt meira á gamla Sovét, og hefur sú þróun verið sérstaklega áberandi í tíð núverandi stjórnar sem virðist hafa það að meginmarkmiði að innleiða hinar myrku miðaldir á ný. Ætli þeir stofni ekki bráðum rannsóknarrétt með með pyntingarbekkjum, sjóðandi olíu og öllu tilheyrandi... það stefnir a.m.k. í þá átt.

Guðmundur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 10:29

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Í sambandi við þetta bendi ég þessa færslu sem ég skrifað í nóvember http://maggib.blog.is/blog/maggib/entry/57706

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2006 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband