Leita í fréttum mbl.is

Fyrir þá sem hengja sig í gallan í tilskipun ESB um innistæðutryggingar

Ég vill benda fólki á grein í Morgunblaðinu í dag eftir Pierre Mathijsen  prófessor við háskólan í Brussel. Áður var hann framkvæmdarstjóri hja ESB

Þar fer hann yfir tilgang og hugsun um innistæðutryggingar. Og málið er að þegar tilskipun um innistæðutryggingar var sett hjá ESB og síðan inni EES þá var markmiðið að öll lönd skildu ábyrgjast lámarkstryggingu upp á nú tæplega 21 þúsund evrur. Og frá því eru engar undanþágur. Löndunum var gefið ákveðið frjálsræði um hverning ætti að standa að því en markmiðið var að allar innistæður í viðkomandi löndum væru tryggðar án undantekninga.

Hann segir m.a.

TILSKIPUN Evrópusambandsins um innstæðutryggingar leggur þá skyldu á herðar aðildarríkjum að koma á fót innstæðutryggingakerfi í því skyni að tryggja sérhverja bankainnstæðu, fyrir allt að 20.000 evrum, komi til greiðsluerfiðleika bankastofnunar. Ef innstæðutryggingin stendur ekki undir skuldbindingum sínum, hefur ríkið þar sem bankastofnun er staðsett augljóslega brugðist skyldu sinni og er fjárhagslega ábyrgt gagnvart sérhverjum innstæðueiganda.

Skyldan er bæði skýr og skilyrðislaus. Hvergi er að finna ákvæði þess efnis, að í sérstökum tilvikum sé mögulegt að víkja frá innstæðutryggingunni eða að ríkin verði leyst undan skuldbindingum sínum samkvæmt henni. Þar að auki er hvergi kveðið á um að greina beri á milli stórra og smárra áfalla í fjármálakerfi.

Og hann ítrekar þetta

Samkvæmt orðalagi tilskipunarinnar er kerfið svokallað tryggingakerfi. Af þeim sökum geta innstæðueigendur treyst því að geta ávallt nálgast allt að 20.000 evrur af innstæðum sínum, sama hvað á dynur.

 

Og áfram segir hann:

Þessi niðurstaða er ennfremur í fullu samræmi við markmið innstæðutryggingakerfisins. Kerfinu er ætlað að koma í veg fyrir áhlaup á bankastofnanir, enda hefur það sýnt sig að slík áhlaup hafa geigvænlegar afleiðingar fyrir fjármálakerfið í heild sinni. Það er erfitt að ímynda sér að innstæðueigendur myndu leggja traust sitt á innstæðutryggingakerfi sem væri uppfullt af undantekningarákvæðum og smáu letri, en slíkt á ekki við um umrætt innstæðutryggingakerfi.

Niðurstaðan samræmist einnig þörfinni að tryggja virkni innri markaðar Evrópu. Það felur í sér að innstæðueigendur verða að geta treyst innstæðutryggingunni hvort sem að bankinn sem þeir leggi peningana sína í sé frá Íslandi, Danmörku, Tékklandi, Þýskalandi o.s.frv.

Það er því nauðsynlegt, þar sem innstæðutryggingunni er ætlað að skapa traust á fjármálastofnunum, innlendum sem erlendum, að hún virki sem skyldi. Engu máli má þá skipta hvaða bankastofnun á í hlut eða hvar innstæðueigandinn á heima. Innstæðutryggingin gildir á sama hátt fyrir alla, hvort sem um er að ræða íslenska ríkisborgara eða ríkisborgara annarra ríkja.

Samkvæmt Evrópurétti er það því rétt, jafnvel nauðsynlegt, að Ísland tryggi að hinn íslenski innstæðutryggingasjóður geti staðið við skuldbindingar sínar að greiða innstæðueigendum, að því marki sem kveðið er á um í tilskipuninni, vegna hruns íslensku bankanna. ( grein í Morgunbalðinu 2. júlí)

 

Af þessu má sjá m.a. að ein af mörgum mistökum okkar var að gera ekki ráðstafnanir til að stækka innistæðutryggingarsjóðinn verulega 2006 þegar innlán hjá Landsbanka jukust gríðarlega eða hefta Landsbankan þar sem að innistæðutryggingarsjóður gat ekki ábyrgst innistæður. En ríkinu bar að tryggja innistæður upp að 21 þúsund evrum tæplega hvað sem ádundi. Og hefði því átt að stoppa Landsbankan af þá.

En nú þá ber okkur að borga þetta því miður!


mbl.is Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ábyrgð Björgvins G. er rík. Og enn situr hann á þingi og það sem formaður þingflokks Samfylkingarinnar!

Sigurður (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já.  Eg er búinn að reyna að skýra þetta út fyrir sumum og sumum - án árangurs.  Enda vilja sumir ekki skilja.

Bara ótrúlegt hvað er búið að rugla í kringm umrætt mál.

Nú hafa einhverjir dottið ofan á þá snilld að borga í íslenskum krónum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2009 kl. 12:35

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það sem voru aðal mistökin eru að 1999 þegar þessi lög voru sett. Þá átti mönnum að vera ljóst að tilskipun um að ríkis bæru ábyrgð á lámarksinnstæðum var alger. Ríkjum var frjálst að seta upp þau kerfi sem þau óskuðu til að uppfylla þetta en kerfin þurftu að vera það öflug að þau réðu við allar innistæður í Íslenskum bönkum. Ef að bankarnir stefndu í að verða of stórir bara FME að stoppa auknar innistæður á þeim grundvelli að tryggingar réðu ekki við þetta. Eins bar Seðlabanka að auka bindiskyldu þessara banka sem leituðu að erlendum innistæðum til að ávaxta. Eins var mistök að Viðskiptaráðuneyti hefið ekki beina leið að FME. Minni á vandræði Valgerðar og síðar Björgvins að koma erindum til FME.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.7.2009 kl. 13:04

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já.  Einmitt.

Mistökin eru fyrir löngu síðan er það þjóðfélag er við þekkjum frá síðustu árum var mótað.  Stofananir fjármálakerfisins, einkavæðingin o.s.frv.  Var ekki hálf hugsun í þessu.

Á síðustu 2 árum eða svo,  var ekkert svo gott að eiga við þetta.  Snjóboltinn var kominn af stað og skriðþunginn svo mikill að óskaplega fátt var til ráða en að fylgjast með hvar hann endaði för sína.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2009 kl. 13:40

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Hverjar eru líkurnar á að fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá ESB setji fram hlutlausa greiningu á málinu? Er mögulegt að hann sé að reyna að vera vitur eftirá? Er líklegt að hann láti eitthvað frá sér á prenti sem dregur úr trúverðugleika kerfisins sem hann vann fyrir?

Frakka virðast ekki sammála túlkun prófessorsins í Brussel varðandi "sama hvað á dynur" ef marka má þetta.

Þegar sterk rök koma fram með og á móti er líklegt að sannleikurinn liggi þar einhvers staðar á milli. Æskilegt er að fá hlutlausan dómstól til að skera úr um það svo óvissu verði eytt.

Haraldur Hansson, 2.7.2009 kl. 14:03

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvernig munu menn almennt þýða þetta og/eða túlka:

"It is accepted that deposit guarantee schemes are neither meant nor able to deal with systemic banking crises, which fall within the remit of other parts of the "safety net", e.g. supervisors, central bank, government."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2009 kl. 14:19

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Haraldur það var á okkar ábyrgð að innistæðutryggngar kerfin væru þess bær að tryggja allar innistæður. sbr.

Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld
þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa
séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar
sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."

Það stendur að við eigum að tryggja að þessar lágmarks innistæðutryggingar væru til staðar. Ekki að það væri bara að koma innistæðutryggingarsjóði heldur að hann gæti staðið við að tryggja allar innistæður ekki bara eins og var í sjóðunum. En hér hengja menn sig í að af því að við vorum búin að stofna þennan sjóð séum við laus allra mála.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.7.2009 kl. 14:27

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég ítreka að tilskipunin gegnur út á að við séum með kerfi sem TRYGGI að innistæðueigendur fái innistæður bættar.

Og ég bið menn ekki að gera lítið úr öllum sem hafa ekki sömu skoðanir og þeir. Þessi prófessor er þó með gríðarþekkingu á Evrópurétti.

Hann hefur m.a. skrifað bækur um Evrópurétt. Um hann segir m.a. á netinu

Professor of European Law at the University of Brussels and Managing Partner of the law firm Eurolegal EEIG (Brussels), Pierre Mathijsen possesses extensive experience within the European institutions.

Director at the European Commission's DG IV (Directorate General for Competition) from 1968-1977, Prof. Mathijsen was subsequently named Director General of DG XVI (Directorate General for Regional Policy). About the same time, he was elected to the Board of Directors of the European Investment Bank in Luxembourg (1977-1986). After leaving the European Commission, he served as General Delegate of the European Confederation of food and drink industries of the EEC (1986-1989). Since 1990 his professional activities as a partner in Eurolegal EEIG and member of the Brussels bar have been devoted to pan-European legal affairs and promotion of commercial relations between EU & non-EU companies within EMRC.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.7.2009 kl. 14:35

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko, eg held bara að það hljóti 99% eða meira af almenningi sem kynnir sér málið að skilja þetta innst inni orðið núna.  Málið er að sumir ætla sér ekkert að skilja. 

Þeir vísa td. slag í slag í heimildir sem einmitt segja skýrt frá ábyrgð ríkja þar að lútandi en það túlka þeir eitthvað útí móa.

Sú túlkun að nóg hafi verið að koma upp kerfi en að borga hafi verið aukaatriði - er svo vitlaust að það ná engin orð yfir það.  Það er í sjálfu sér ekki furða þó að fokið hafi í einhverja útí Evrópu yfir slíkri firrutúlkun sem ísledingar reyndu vissulega að koma á framfæri.

Sko, til að einfalda málið fyrir þessum 1% sem ekki skilja enn, þá má í rauninni skita þessu í 2 hluta:

1. Ríkjum er gert skillt að tryggja neytendum lágmarksvernd um 20.000 evrur.

2. Til að kövera ríki frá því að sitja upp með ábyrgðina eiga þáu að koma upp sjóði sem tryggir þetta.

Ef sjóðurinn einhverra hluta vegna feilar að standa undir tryggingunni er ríkið ábyrgt fyrir lágmarkinu.  Þetta er algjörlega kristaltært.

Svo skulu menn lesa álit Stefáns Geirs Þórissonar á island.is.  Hann er alveg með þetta og ýmsar hliðar á umræddu máli.  Hvernig allt, bókstalega allt,  undirstrikar í rauninni ábyrgð ríkis þegar upp er staðið.

ECJ hefur meir að segja fellt dóm sem undirstrikar ábyrgð ríkja á lágmarkinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.7.2009 kl. 14:51

10 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég held að við leysum ekki þessa deilu í athugasemdum á blogginu.

Það hafa mætir menn sagt að greiðsluskylda Íslands sé ótvíræð. Það hafa líka komið fram a.m.k. tveir hæstaréttadómarar og þrír prófessorar í lögum sem segja að svo sé ekki. Ekki treysti ég mér í dómarasætið.

Það hefur líka ítrekað komið fram að Bretar hafi "beitt hörku" í málinu, að ESB hafi verið ósveigjanlegt og viljað "verja hagsmuni sína" og ekki láta reyna á málið fyrir dómi. Í gær kom fram á Vísi.is fullyrðing Evu Joly um að Bretar hafi beitt ítökum sínum innan AGS til að knýja fram niðurstöðu. Það er ekki beint til að styðja að lögin séu kristaltær í þessum efnum ef menn neyta aflsmunar. Það er merki um vondan málstað.

Það ætti að vera siðaðra manna háttur að ræða málin, leita sátta og komast að niðurstöðu. Að öðrum kosti fá óháðan dómstól til að klára málið. Þar með væri allri óvissu eytt og menn þyrftu ekki að rífast eða rökræða. Hvorki á blogginu né annars staðar.

Svo er það annar vinkill á málinu:

Það þarf að vera einhver glóra í galskapnum. Við eigum ekki að gangast undir skuldbindingar nema vita að við getum staðið undir þeim. Annað væri ekki heiðarlegt og ekki til að auka traust. Við megum ekki við því. Á meðan óvissa ríkir um réttarstöðuna, um eignir Landsbankans, um neyðarlögin og um raunverulega greiðslubyrði, hlýtur að vera erfitt fyrir þingmann að greiða atkvæði með ríkisábyrgð. Það er eins og að kjósa með bundið fyrir augun, alveg burtséð frá því hvor hann telji það vera rétt eða rangt að við borgum.

Að óbreyttu sé ég ekki annað en að það sé galið að samþykkja ríkisábyrgð fyrir þeim samningi sem nú liggur fyrir. En það þýðir ekki að við neitum að borga eða neitum að semja. Það þýðir aðeins ósk um að skoða málið betur og leita betri leiða. Að þingmenn hafi fast land undir fótum þegar þeir gera upp hug sinn og greiða atkvæði í nafni þjóðar sinnar.

Haraldur Hansson, 2.7.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband