Leita í fréttum mbl.is

Spákaupmennska er stórhættuleg.

Ég hef áður verið að velta fyrir mér þessari spákaupmennsku með olíu. Það er óþolandi fyrir heiminn að þurfa að lifa við það að misvitrir braskarar í Bandaríkjunum og Evrópu skuli ráða verði á olíu hjá okkur.  Staða á olíubirgðum í USA stjórnar verði á olíu í heiminum. Síðan kemur frétt um hugsanlegt kuldakast þar í nokkra dag og þá hækkar verðið hjá okkur. En svo heyrir maður aldrei af því Bandaríkjamenn hafi orðið olíulausir. Og einhvernvegi held ég að fyrst að búið er að dæla olíu upp þá sé hún til þó að hún sé ekki í tönkum í Bandaríkjunum.  Ömurlegur svona markaður sem stjórnað er af misvitrum mönnum í Kauphöllum sem náttúrulega eru að braska með þetta eins og hlutabréf og græða á því að eiga birgðir þegar olían hækkar.

Frétt af mbl.is

  Hráolíuverð hækkar í kjölfar ákvörðunar OPEC
Viðskipti | mbl.is | 14.12.2006 | 21:32
Verð á hráolíu hækkaði um rúman dal tunnan í dag eftir að OPEC ríkin ákváðu að draga úr olíuframleiðslu um hálfa milljón tunna á dag í febrúar. Verð á markaði í New York hækkaði um 1,14 dali tunnan í dag og var 62,51 dalur tunnan. Í Lundúnum hækkaði Brent Norðursjávarolía um 79 sent og var verðið 62,80 dalir tunnan.


mbl.is Hráolíuverð hækkar í kjölfar ákvörðunar OPEC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kynnntu þér eftirfarandi hugtök

framboð og eftirspur

OPEC

þerrandi olíubirgðir

eru USA sekir um allt í þínu lífi sem miður fer

ehud (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 09:04

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ehud ég er ekkert saka Bandaríkin um eitt né neitt. En það er bara alltaf í fréttum að heimsmarkaðsverð á olíu hafi hækkað vegna ótta Bandaríkjamanna um eitt og annað. Svo kemur nokkrum vikum seinna að þetta hafi ekki verið á rökum reist. Olíu framleiðendur segja að þeir dæli olíu upp langt umfram það sem þarf. En einhverjir er sem halda verðinu uppi. Og það er sagt að birgðahald Bandaríkjana sé með þeim ósköpum að enginn hafi í raun almennilega yfirsýn yfir það. Og þá koma þessi spákaupmenn inn og það eru þeir sem ég er að láta fara í taugarnar á mér. Því að ég hef ekki heyrt að Bandaríkin hafi komist á hættu stig vegna olíuleysis í a.m.k. 30 - 40 ár. Olían er nú ekki að hvefa næstu árinn. Framleiðslan er enn að aukast. Þó að ég viti nú að þær eru ekki taldar duga út 21. öldina

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.12.2006 kl. 09:13

3 Smámynd: Þorvaldur Blöndal

Ef kaupmennirnir eru misvitrir og verðið er of hátt, þá skora ég á þig að færa þér það í nyt og hafa af þeim fé.  Hér er gott að byrja: http://www.rb-trading.com/begin.html

Gangi þér vel og góða skemmtun.

Þorvaldur Blöndal, 16.12.2006 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband