Leita í fréttum mbl.is

Átti ekki að fara að reyna að ná fram slaka í hagkerfinu?

Er það ekki ríkið sem á þetta fyrirtæki Landsvirkjun? Þá hlýtur þetta að vera með vitund og vilja Jóns Sigurðssonar ráðherra orkumála.

Bendi á eftirfarandi kafla í frétt um sömu mál frá www.ruv.is. Sér í lagi rauðletraða kaflann. Um kosnaðinn næstu árinn.

Síðast uppfært: 15.12.2006 19:37

LV: Samþykkt að bjóða virkjanir í Neðri Þjórsá út

Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, segir að hönnun 3 virkjana í Neðri-Þjórsá verði boðin út nú þegar vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Alcan og Landsvirkjun hafa samið um orkuverð. Álfheiður Ingadóttir VG, fulltrúi Reykvíkinga í stjórn Landsvirkjunar, vill að verðið verði gefið upp. Jóhannes segir það trúnaðarmál en arðsemi af verkefninu verði meiri en af Kárahnjúkavirkjun.

Greiningardeild KB-banka telur að virkjanir og stækkun álvers muni kosta 150 miljarða króna, frá næsta ári og til ársins 2010. Steinunn Valdís Óskarsdóttir Sf, lýsir stjórnarfundi Landsvirkjunar í morgun sem kennslustund í karlrembu og hroka.

Hugmyndin er að stækka álverið í Straumsvík úr 180.000 tonna ársframleiðslu í 460.000. Orkuveita Reykjavíkur og Alcan hafa þegar samið um 40% orkunnar fyrir stærra álver. Landsvirkjun ætlar að afla hinna 60%.

Forstjórar Alcan og Landsvirkjunar skrifuðu í dag undir samkomulag um raforkuverð. Jóhannes Geir Sigurgeirsson er sáttur við verðið en segir það trúnaðarmál. Jóhannes Geir segir að þótt málið sé langt komið þurfi enn að bíða ákvörðunar Hafnfirðinga, um stærra álver í Straumsvík, auk þess sem ekki hafi verið lokið við samninga við landeigendur við neðri þjórsá.

Orkunnar á að afla með Hvammsvirkjun, svo Holtavirkjun og loks Urriðafossvirkjun. Stjórn Landsvirkjunar hafi samþykkt á fundi í morgun, að hönnun virkjananna yrði boðin út. Álfheiður Ingadóttir gekk út af stjórnarfundinum í morgun, því hún sættir sig ekki við að raforkuverðið í þessum samningum sé ekki gefið upp.

Síðan er náttúrulega Þjórsá í kjölfarið gjör nýtt til virkjana og eins þá segir Álfheiður sbr. færslu hér á undan að til standi að fara í framkvæmdir við Norðlingafljót sem þó er alveg við Þjórsárver og átti að falla undir stækkað friðað svæði og þjóðgarð.

 


mbl.is Alcan og Landsvirkjun framlengja viljayfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband