Leita í fréttum mbl.is

Jæja styttist í stærsta skerf okkar í átt til breytinga hér á landi í áratugi!

Nú þegar hrunið hefur sýnt okkur fram á að nær allar framfarir hér á landi síðasta áratug voru markaðar því að þær voru teknar að láni lít ég svo á að innganga í ESB verði hvati að ýmsum breytingum hér á landi sem verða okkur til framdráttar til að vinna að þvi að búa okkur lífvænlegt umhverfi hér á landi til frambúðar!

Bændur hafa barist á móti ESB og borið fyrir sig að þeir mundu ekki þola samkeppnina. En þeir gleyma að í ESB er styrkjakerfi sem styrkir byggð í dreifbýli auk þess sem að ESB hefur samið við aðildarlönd um heimildir til að styrkja sérstaklega landbúnað á Norðlægum slóðum. Hér á landi erum við með t.d. lambakjöt sem eftir inngöngu í ESB gefst aukin möguleiki á að flytja út til ESB landa.  Það sem bætist m.a. við er að útflutningur á full unnum vörum er ekki tollaður eins og í dag.

Eins er þetta fyrir Kúabændur. Mjólkurvörur þeirra eins og skyr og ostar komast á markaði án tolla þar eru um 500 milljón neytendur.

Um fiskinn gildir líka að við inngöngu í ES

[Smá viðbót! Gleymdi að geta þess að bændur hafa í öllum kjarakönnunum mælst sú stétt manna þar sem flestir hafa verið undir fátækramörkum og því ekki alveg augljóst af hverjur þeir vilja ekki kanna möguleika sína sem flelast í opnun markaða fyrir afurðir þeirra í öðrum löndum]

þá opnast markaðir fyrir fullunnar fiskafurðir. En í dag eru þeir litlir þar sem að fullunni fiskur er tollaður. Því hefur fiskur héðan verið fluttur út lítið unninn.

Eins þá horfir maður til framtíðarhorfa okkar neytenda að fá hingað vörur á lægra verði þar sem að tollar á vörur frá ESB falla niður. Og eins getur maður horft til reynslu t.d. Svía.

Og ekki má gleyma að horfa til þess að við inngöngu í ESB komumst við í ferli sem að lýkur með því að við getum tekið upp Evru. Og þrátt fyrir miklar skuldir okkar þá er ég næsta viss um að eitt af höfðu markmiðum okkar í aðildarviðræðum verður að óska eftir aðstoð til að komast sem fyrst í samstarf og/eða undanþágu til að komast sem fyrst í skjól seðlabanka ESB. Og jafnvel aðstoð við skuldir eins og IceSave.

Það verða læti hér næstu daga en að lokum verður samningur samþykktur.

Finnst fólki virkilega ekki kominn tími til breytinga hér á landi. Og þá meina ég rækilegar breytingar. Eða á svona hrun að verða hér á 20 ára frestir hér á landi áfram. Minni á hrunið 1970, hrunið um 1990 (um 120% verðbólga), hrun 2008 og þá næst um 2020. Tími kominn til fyrir rækilega breytingu.


mbl.is Önnur umræða um ESB á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Mesta sóknarfæri með inngöngu í ESB er að tollar á fullunnum fiskvörum verður felldur niður, en nú er hann 20%. Það væri athyglisvert að sjá tölur um hvað mörg störf geti skapast ef allur fiskur sem veiddur er hér við land sé fullunninn hér heima. Við erum með eitt fullkomnast iðnfyrirtæki í heiminum á svið matvinnslutækja, Marel, mikil þekking á fiskvinnslu hér á landi, gengið er lágt og segjum að þessir 20% tollar séu farnir eftir að við göngum í ESB, þá hlýtur maður að klóra sér í hausnum og leggjast undir feld ef útgerðir sjá sér ekki tækifæri á borði að flytja fullvinnsluna hingað heim.

Varðandi bændur, ég sá athyglisvert viðtal við talsmann samtaka iðnaðarins um daginn hjá Ingva Hrafni. Hann var einmitt að tala um þetta bændadekur okkar, sama var upp á teningnum í iðnaði hér fyrir inngöngu í EES, framleitt var allskyns rugl fyrir innanlandsmarkað sem var algjörlega glórulaust  að reyna flytja út því það var engan veginn samkeppnishæft við erlendar vörur. Eftir að Ísland gekk í EES, þá datt þessi framleiðsla niður, en í staðinn kom miklu gagnlegri og arðbærari iðnaður, hátækniiðnaður, nú erum við allt í einu kominn með tæknifyrirtæki á heimsmælikvarða í iðnaði sem fara létt með að keppa við risafyrirtæki út í heimi. 

Jón Gunnar Bjarkan, 9.7.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband