Leita í fréttum mbl.is

Nú verð ég aðeins að skjóta á minn flokk

Ég er svo hjartanlega sammála Jónasi Kristjánssyni sem segir á síðu sinni í dag:

16.12.2006
Samsekt Samfylkingar
Þrátt fyrir allt náttúruhjal Samfylkingarinnar stendur hún í stjórn Landsvirkjunar að ítrekuðum yfirlýsingum um nýja orkusölu til stóriðju og að áfram verði orkuverði haldið leyndu fyrir almenningi. Ég sé engan mun á stóriðjuflokknum Samfylkingunni og á stóriðjuflokkunum Sjálfstæðisflokki og Framsókn.

Ég hélt að Samfylkingin hefði verið að setja fram mikla stefnu í umhverfismálum sem hét „Fagra Ísland". En þetta má þá ekki vera bara orðin tóm. Og aðilar sem sitja fyrir hönd flokksins í hinum ýmsu stjórnum eins og í Landsvirkjun þeim ber að fara eftir þessum samþykktum flokksins því annars er þetta bara flokkur sem setur fögur fyrirheit á blað en er ekki tilbúinn að fylgja þeim þegar á hólminn er komið. það er ekki beint hægt að segja að þjóðin hafi verið spurð hvort að leggja eigi Þjórsá nokkurnveginn alveg í rör frá upptökum til sjávar. Sem og að þetta vekur aftur upp hugmyndir um framkvæmdir við Norðlingaöldu  Það er óþolandi að geta ekki treyst á viðbrögð flokksins.

 Og eins finnst mér ekki flokknum til sóma að taka þátt í þessu leynibruggi með raforkusölusamninga við stóryðju. VIð eigum rétt á að vita hvað við erum að fá fyrir orkuna. Ég held reyndar að verðið sem stóryðjan greiðir sé orðið svo langt frá því sem við greiðum að það þori enginn að sýna það. Ég held að það sé að nálgast það að við almennu notendur séum farinn að greiða niður rafmagn fyrir stóryðjunna. Annarsstaðar í heiminum eru þessi orkusamningar upp á borðum, því ekki hér.

Að minnstakost krefst ég þess að Samfylkinginn fylgi eftir samþykktum sýnum varðandi umhverfismál sem og að flokkurinn þaki ekki þátt í því að okkur séu leyndar upplýsingar sem við höfum rétt á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband