Leita í fréttum mbl.is

Norðmenn voru 8 daga að undibúa umsókn að ESB

Þegar Norðmenn sóttu um ESB 1994 liðu 8 dagar frá því að Gro Harlem Brundtland flutti stefnuræðu sína á Stórþinginu og kynnt þennan vilja stjórnarinnar. Málið var rætt á þingi 3 dögum síðar og nokkrum dögum síðar var umsóknin send til ESB. Ef tir að umsóknin var lögð fram gáfust um 6 mánuðir til að undirbúa samningaviðræðurnar.

Nú eru 7 vikur síðan þetta mál var lagt fyrir Alþingi og Utanríkismálanefnd er búin að fjalla um þetta í 6 vikur.

En nú koma menn eins og Sigmundur Davíð og tala um að málið sé illa undirbúið og tíminn allt of skammur og og hefur nú algjörlega snúist í þessu máli frá því fyrir kosningar. Og Vigdís Hauksdóttir er á móti því að þetta mál sé einu sinni rætt!

 Og Bjarni Ben er náttúrulega kafli út af fyrir sig. Árni Snævar lýsir skoun hans ágætlega hér, þar segir m.a.

Nú snýst Bjarni í hringi eins og skopparakringla og vill þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn. Þetta hefur hvergi verið gert áður í Evrópu enda er þetta ekkert annað en óþarfur biðleikur ráðþrota stjórnmálaforingja sem þorir ekki að taka afstöðu af ótta við klofning í flokki sínum

Og síðar segir hann:

Nýjasta yfirlýsing Bjarna er þessi: „Þingið er nánast í frumeindum vegna þessa. Það er ekki skýr þingvilji til staðar, ekki meðal þjóðarinnar, ekki einu sinni innan ríkisstjórnar.“

Það sem hann meinar hins vegar er: “Sjálfstæðisflokkurinn er nánast í frumeindum sínum vegna þessa. Það er ekki skýr flokksvilji til staðar, ekki meðal flokksmanna, ekki einu sinni innan flokksforystunnar.”

Egill Helgason segir um þetta: “Þessi aðferð hentar hins vegar huglausum og lafhræddum stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum sem þora ekki fyrir sitt litla líf að taka afstöðu til málsins.”

Það er nefnilega þannig að hugleysingjar og skoðanaleysingjar eru í öllum flokkum, rétt eins og framsóknarmenn eru alls staðar og kerlingar eru af báðum kynjum.

 


mbl.is Þjóðin hafi fyrsta og síðasta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, telur þú sumsé að niðurstaða af þessari hraðleið Norðmanna sé til eftirbreytni?

Hverar (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 23:12

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já þeir unnu þetta mjög vel. Þeir fóru í Samstarf við  Svía og Finna. Norðmenn tóku að sér mál eins og sjávarútvegsmál og náðu víst nokkrum árangri. Það liðu 6 mánuðir eftir að sótt var um að viðæður hefðust. Og síðan stóðu samningarnir í 1 ár. Þannig að raunhæft er að ferlið taki 2 ár.

Þeir voru með fínan samning en Norska þjóðin hreyfst af málflutningi og hræðsluáróðri þeirra sem vorru á móti ESB og feldu samningin með mjör litlum mun. Og það kom öllum á óvart.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.7.2009 kl. 23:22

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og nú þyrpast Norðmenn til Svíþjóðar til að versla því vöruverð þar er miklu lægra en var svipað 1994.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.7.2009 kl. 23:23

4 identicon

Já þeir sem sagt unnu þetta vel en norska þjóðin var bara svo heimsk að segja nei - ekki einu sinni heldur tvisvar. Áhugavert.

Hverar (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 23:47

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það var nú með minnst mun gættu að því. Og Norðmenn eru náttúrulega í þeirri frábæru stöðu að vera eitt ríksta ríki í heiminum.  En já þeir hafa fellt þetta 2x. Þeir hafa þó fengið að kjósa um samning 2x. En hér þora menn ekki að leyfa okkur að kjósa um sanming heldur reyna að þæfa málið áfram.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.7.2009 kl. 00:03

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir gerðu það þegar ég var þarna í Noregi 1988,Svíar eru (voru)með fínar verslanir við landamærin með mjög hagstæð verð.Danir skreppa til Trier í Þýskalandi,annars ætla ég ekki að karpa um þetta og af hvaða völdum.Ég kem ekki til með að þola eða njóta ESB,en mikið skratti er mér illa við að gefast upp.  Fékk ógeð á þessum stjórnendum eftir hrunið,bara bloggþreytt annars myndi ég segja meir,sem er þá bara endurtekning,vildi að allir Íslendingar sem einn hefðu kjark til að sýna vandlætingu á framferði þessara "vina" okkar,hrekja óyggjandi staðreyndir og þvinganir um skuldbindingar okkar til greiðslu Isave,en færsla þín snerist nú um ESB. Maggi minn er búin að vera 1klt.með þetta,alltaf trufluð af símanum,svo fór út af sporinu.   Vonandi betri tímar á næstu árum.

Helga Kristjánsdóttir, 11.7.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband