Leita í fréttum mbl.is

Fátækt á Íslandi verður aldrei útrýmt ef menn með svona viðhorf fá að ráða áfram!

Eftirfarandi pistill er tekin af www.birgir.is sem er síða Birgis Ármannssonar:

Fátæktarumræða - endurtekið efni?
Veturinn 2002 til 2003 fór af stað mikil umræða um fátækt í landinu. Fréttatímar, umræðuþættir og síður dagblaðanna voru fullar af umfjöllun um mikla og vaxandi fátækt í landinu og mátti helst ætla að hér væri allt á heljarþröm. Það vekur athygli mína að síðustu þrjá eða fjóra daga hefur þessi umræða blossað upp að nýju í fjölmiðlum og má spyrja hvort það sé forsmekkurinn að því sem koma skal í vetur. Getur verið að þessi umræða gjósi alltaf upp í aðdraganda alþingiskosninga?

Ég velti því líka fyrir mér á hvaða forsendum umræður um þessi mál eru byggðar. Mælikvarðar á þróun hagkerfisins ættu ekki að gefa tilefni til fullyrðinga um aukna fátækt - þvert á móti. Kaupmáttur ráðstöfunartekna allra tekjuhópa (með tilliti til verðbólgu og eftir skatt að sjálfsögðu) hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, atvinnuleysi hefur verið í sögulegu lágmarki og framlög til opinberrar þjónustu af ýmsu tagi svo sem menntakerfis, heilbrigðiskerfis og velferðarkerfisins almennt hafa aldrei verið meiri. Gefa þessar staðreyndir tilefni til stórra fullyrðinga um vaxandi fátækt. Nei, svo sannarlega ekki. Sem betur fer hafa lífskjör Íslendinga batnað verulega á undanförnum árum, hagkerfið hefur stækkað og atvinnulífið styrkst og það hefur skilað sér til almennings með ótvíræðum hætti. Þetta verður í hafa í huga ef umræður af þessu tagi eiga að vera vitrænar.

Birgir.
Menn sem hengja sig í meðaltöl og blanda saman hag fyrirtækja og fjármagnseigenda við umræðu um stöðu þeirra lægst launuðu, breyta þessu ástandi ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband