Leita í fréttum mbl.is

Skötusuða senn bönnuð í fjölbýli?

Mikið verð ég glaður þá:

www.ruv.is

  • » Fréttir
  • » Frétt
  • Skötusuða senn bönnuð í fjölbýli?

    Mörgum finnst það að borða skötu á Þorláksmessu ómissandi þáttur í undirbúningi jólahátíðarinnar. Það eru hins vegar ekki allir sáttir við lyktina sem fylgir skötusuðunni.

    Sigurður H. Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, segir að félagið fái í desember margar fyrirspurnir um hvort leyfilegt sé að sjóða skötu í fjölbýlishúsum. Hann segir að það sé hins vegar ekki hægt að setja í húsreglur allsherjarbann við skötusuðu. Sigurður Helgi kveðst þess hins vegar fullviss að það styttist í að skötusuða verði bönnuð líkt og reykingar voru í sameignum fjölbýlishúsa. Skötulykt er þrálát og berst víða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já sammála... einhverjir myndu pirrast (þar á meðal ég) ef bannað yrði að sjóða skötu í fjölbýli.

Kommon, þetta er einu sinni á ári!

Hvað næst? banna reykingar í fjölbýli, ég að þú yrðir nú ekki sáttur við það Maggi :Þ

Bjössi Ben (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 22:09

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Anskotans eitur þessi skata. Ég er nú öllu vanur og hef marga fjöruna sopið en þessi skötulykt er eitthvað sem ég bara engist yfir. Þetta er vopn sem við gætum notað ef á landið verður ráðist. Þá förum við út í garð og sjóðum skötu og allt kvikt verður dautt eða forðar sér

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.12.2006 kl. 22:30

3 identicon

Er ekki allt í lagi? Er fólk virkilega orðið svo "gerilsneytt" að það þolir ekki skötulykt 1 dag á ári - sem þar að auki fer um leið og soðið er t.d. hangikjöt? Hefur fólk virkilega ekkert annað að gera en að ergja sig yfir skötulykt af öllu? Hvað á að banna næst? Að sjóða reyktan fisk? Það getur nú fylgt því ansi mikil lykt. Nú svo þarf auðvitað að banna fólki að leysa vind á göngum fjölbýlishúsa og almennt meðal manna því það getur nú myndast ógurleg lykt!

Meril (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 14:13

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jam ég er alveg gerilsneiddur. Þetta er alveg ótrúleg pest af þessu. Ég er búinn að banna þetta á vinnustaðnum hjá mér og heima.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.12.2006 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband