Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarnason hættur að horfa á Silfur Egils

Af www.bjorn.is

" Þetta er reyndar hugtak sem Björn notar oft - „að láta ekki eiga inni hjá sér". Hvers konar pólitík er það annars? Eitthvað sem mun duga landi og þjóð eða kannski bara gamaldags þvergirðingur? Yrði maður ekki ruglaður ef maður ætlaði að svara fullum hálsi öllum sem er uppsigað við mann?“

Þegar ég las þetta, velti ég því fyrir mér, hvort ég notaði þetta „hugtak“ oft. Ég er ekki viss. Gagnrýni Egils er hins vegar í ætt við þá skoðun hans, að ég megi ekki nota orðið „andstæðingur“, af því að einhverjir, sem ég vísa til með þessu orði, kunni að hafa ánægju af að sjá sömu kvikmynd og höfðar til mín. Mér sýnist, að Egill sé ekki eins hrifinn af nýju Bond-myndinni og ég. Má ég þá kalla Egil andstæðing?

Egill hefur atvinnu af því að etja mönnum saman í sjónvarpi og kynda undir orðaskipti þeirra. Gerir hann það í þágu lands og þjóðar? Er hann kannski bara að ýta undir þvergirðingshátt í gömlum stíl? Skýringin á því, að ég er hættur að horfa á Silfur Egils er líklega sú, að ég vil ekki verða ruglaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

Ditto í tíunda veld.

Bragi Einarsson, 16.12.2006 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband