Leita í fréttum mbl.is

Lögfræðingar Seðlabankans ættu kannski að kynna sér almennilega málið áður en þeir láta svon frá sér

Það er nú ekki beint að maður hafi traust til lögfræðinga Seðlabanka sem tekið hafa væntanlega þátt í því að samþykkja þau veð sem Seðlabankinn tók í vafasömum bréfum fyrir lánum til bankan fyrir hrunið. En samt sem áður þá leyfa þessir menn sér að koma fram með svona drög að ályktun. En fyrir þá væri kannski gott að lesa þennan pistil Eiríks Bergmann frá því í dag. Þar segir hann m.a.

Evrópusambandið setur lög með ýmsum hætti sem hafa mismunandi vægi. Rammalög (e. directives), - sem ranglega hafa verið þýdd sem tilskipanir á íslensku - eru viðamest. Löggjöfin um innistæðutryggingar er rammalöggjöf. Slík lög eru eru bindandi fyrir aðildarríkin en kveða ekki með beinum hætti á um ákveðnar aðgerðir heldur fela í sér markmið og er aðildarríkjunum í sjálfsvald sett hvernig eru uppfyllt heima fyrir. Sú skylda hvílir því á íslenskum stjórnvöldum að finna eigin leiðir til að tryggja þessar innistæður.

Þetta er til að mynda sá skilningur sem kemur fram í skýrslu franska seðlabankans undir stjórn núverandi bankastjóra Seðlabanka Evrópu, Jean Claude Trichet, þar sem segir að í tilvikum kerfishruns, þegar innistæðutryggingasjóðurinn dugi ekki til, komi til kasta annarra þátta öryggisnetsins, svo sem seðlabanka viðkomandi lands eða ríkisins. Þessi háttur er hafður á til að virða mismunandi hefðir og innri stjórnskipan í hverju landi fyrir sig.

Þess misskilnings hefur enn fremur gætt að hér sé á ferðinni lög Evrópusambandsins sem komi okkur ekki við. Staðreynd málsins er hins vegar sú að þessi löggjöf var á grundvelli EES-samningsins innleidd í íslensk lög eins og öll önnur lög sem Alþingi samþykkir. Íslensk stjórnvöld hafa sjálf skilið málsmeðferðina þannig að samningurinn feli ekki í sér sjálfkrafa framsal á ákvarðanatöku til hins sameiginlega vettvangs í Brussel

Eiríkur er reynda á því að IceSave samningurinn sé ekki nógu góður en við þurfum að taka ábyrgð á innistæðutryggingum samt sem áður.

P.s. svo reynir Seðlabankinn að redda sér skv. annarri frétt með því að segja að lögfræðingarnir hafi ekki mætt sem fulltrúar Seðlabankans heldur sem einstaklingar. Þetta er nú ekki lagi.

Svavar Gestsson, sendiherra og formaður samninganefndar um Icesave-reikninganna, lýsti í gær undrun sinni á lögfræðiálitinu og sagði það koma mjög á óvart. Seðlabankinn hafi haft sinn fulltrúa í nefndinni sem starfaði með henni allan tímann.

Fulltrúar Seðlabankans voru kallaðir á fund þingnefnda vegna Icesave-málsins, í krafti stöðu sinnar, en töluðu samkvæmt bréfi aðallögfræðings Seðlabankans sem einstaklingar.

„Ég er alveg stórundrandi á þessu. Þetta fólk er boðað hingað sem lögfræðingar Seðlabankans og þá væntir maður þess að það sé að tala í nafni sinnar stofnunar. Það gefur því auðvitað ákveðna vigt í sjálfu sér. Þau gagnrýna ýmislegt í þessum samningi en gagnrýnin verður að vera á réttum forsendum. Það má ekki villa á sér heimildir,“ segir Árni Þór Sigurðsson.

Hann segir málið lykta af pólitík.

„Er þetta ekki bara fólk sem er ennþá í vinnu hjá gamla seðlabankastjóranum? Maður veltir því fyrir sér,“ segir formaður utanríkismálanefndar.


mbl.is Seðlabanki gagnrýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega er það nú traustvekjandi að vitna í stjórnmálafræðing til að túlka lög. Auðvitað hlýtur hann að hafa rétt fyrir sér en lögfræðingarnir ekki og þaða hefur auðvitað ekkert með það að gera að Eiríkur er innvígður og innmúraður Samfóari, en lögfræðingarnir bara einhverjir embættismenn, sem fatta ekki einu sinni að það má ekki láta sannleikann flækjast fyrir sér þegar verið er að tjá sig um hinn frábæra IceSlave samning. Nei, þeir sem leyfa sér að benda á hve pisslélegt þetta plagg er og viðvaningslega samið hljóta að "vera í vinnu hjá gamla seðlabankastjóranum". Alveg eru Íslendingar samir við sig, valdsþjónkandi og skríðandi í aurnum fyrir hverjum sem heldur um valdataumana hverju sinni. Sá sem ekki makkar rétt og leyfir sér að benda á að keisarinn er í engum fötum, nú eða að hann hafi samið af sér fyrir okkar hönd, hann skal sko tjargaður og fiðraður.

P.S. Hefur þú nokkurn skapaðan hlut fyrir þér í því að lögfræðingar bankans hafi tekið nokkurn þátt "í því að samþykkja þau veð sem Seðlabankinn tók í vafasömum bréfum fyrir lánum til bankan fyrir hrunið". Nei? Ég hélt ekki.

Meira bullið í þér.

Elías (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Minni þig á að Eiríkur hefur kynnt sér málefni ESB betur en flestir aðrir. M.a. starfð sem

  • Verkefnisstjóri Evrópumála hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands. 1999 - 2005. (Í leyfi 2001-2002)
  • Yfirmaður Íslandsdeildar fastanefndar framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg. 2001 - 2002. 

Ég verð að gera ráð fyrir að lögfræðingar semji og fari yfir texta skuldabréfa sem seðlabankinn gefur út. Annað væri nú út í hött.

Bendi þér líka á að nú er að koma í ljós að þessir lögfærðingar voru nú ekk betur með málin á hreinu en að þeir töluðu þarna víst ekki í nafni Seðlabankans sem er furðulegt því þeir voru kallaðir þarna inn sem fulltrúar hans.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.7.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband