Leita í fréttum mbl.is

Borgarahreyfingin að spila út núna!

Nú var ég að lesa eftirfarandi á www.ruv.is

Þrír þingmanna Borgarhreyfingarinnar hafa sett ríkisstjórninn úrslitakosti. Verði ekki hætt við Icesave samkomulagið, greiði þeir atkvæði gegn aðildarviðræðum við Evrópusamabandið.

Og svo:

Þór Saari, þingmaður flokksins segir að Icesave samkomulagið sé orðið að aðgöngumiða í Evrópusambandið, það sé of dýru verði keypt. Þór segist vilja að reynt verði að semja á ný, jafnvel að leita þurfi til annarrar þjóðar til að hafa milligöngu í samningagerð. Ætla þingmennirnir líka að að hafna tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður?

Þór Saari segir að þingmennirnir munu hafna tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður, nema Icesave verði tekið út af borðinu.

Fyrir 3 dögum ætlaði Þór að greiða atkvæði með aðildarviðræðum, nú segir hann að eftir starf sitt í efnahags- og skattanefnd og fjárlaganefnd, bjóði honum við þeim gamaldags vinnubrögðum sem viðhöfð séu. Hann segir Fjármálaráðuneytið stunda blekkingarleik, þar sem gögnum sé hagrætt til þess að fá sem hagstæðustu niðurstöðu. Borgarahreyfingin sé búin að ræða málið lengi og telji að setja verði Icesave-málinu stólinn fyrir dyrnar.

Það væri gaman að fá það á heint hvað þau hafa fyriir sér í því að hægt sé að taka þessa samning upp. Og eins hvað það eigi að þýða að setja svona stórt mál eins og ESB aðildarviðræður í gíslingu. Gera þau sé t.d. grein fyrir að ef ríkisstjórnin gegnur að þessu er næsta víst að það fara engar aðildarviðræður fram eða umsókninni verður hafnað þar sem að við eigum óuppgerð mál við 2 ESB lönd. Þannig að niðustaðan gæti orðið og verður sjálfsagt sú að ESB neitar að eiga í aðildaviðræðum vð okkur þar sem að öll ESB ríkin verða að semþykkja að opna á viðræður við okkur.

Eins má telja víst að fyrir næstu viðræður um IceSave eða ef málið kemst í hnút er samkomulagið um að við berum bara ábyrgð á innistæðutryggingum komið í uppnám og Hollendingar og Bretar gera kröfu um að við borgum allar innistæður á IceSave eins og þær voru því annars værum við að gera upp á milli innistæðueigenda.

Það verður ýmislegt sem þau hafa þá á samviskunni ef allt fer á versta veg.

Úr skýrslu Maria Elvira Méndez Pinedo

Að ósk Borgarahreyfingarinnar vann ég skýrslu um Icesave út frá lagalegum og pólitískum forsendum. Helstu niðurstöður skýrslunnar fara hér á eftir. Ég vil þakka Ólafi Ísberg Hannessyni doktorsnema í Evrópurétti fyrir að þýða niðurstöðurnar yfir á íslensku. 

 

. Sú leið hefur verið farin á Íslandi að veita eigendum rétt til aðgangs að innlendum innistæðum án nokkurra takmarkana. Það leiðir hinsvegar af reglunni um bann við mismunun að Ísland getur ekki mismunað innstæðueigendum. Reglan um bann við mismunun er ófrávíkjanleg meginregla ESB. Ef til málareksturs kæmi gæti brot á þessari reglu leitt til þess að íslenska ríkið gæti orðið bótaskylt umfram hið ákveðna lágmark sem nefnt er í tilskipuninni og nemur 20.887 evrum. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar. [Leturbreyting mín]

Og svo þetta úr sömu skýrslu:

Þá er ljóst að Ísland hefði sem umsóknarríki um aðild að ESB sterkari stöðu til að sækja um fjárhagsaðstoð og lán frá Evrópusambandinu. Viðræður við ESB um fjárhagsaðstoð yrðu eðli málsins samkvæmt talsvert auðveldari ef íslensk stjórnvöld sýndu vilja til að ganga til samstarfs við sambandið hver svo sem úrslitin yrðu í þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Atkvæði greidd um ESB-tillögur síðdegis í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Gera þau sé t.d. grein fyrir að ef ríkisstjórnin gegnur að þessu er næsta víst að það fara engar aðildarviðræður fram eða umsókninni verður hafnað þar sem að við eigum óuppgerð mál við 2 ESB lönd. Þannig að niðustaðan gæti orðið og verður sjálfsagt sú að ESB neitar að eiga í aðildaviðræðum vð okkur þar sem að öll ESB ríkin verða að semþykkja að opna á viðræður við okkur. " 

það er einmitt það sem þau eiga við, ef að við förum í aðildarviðræður, þá vill ríkistjórnin ólm samþykkja Icesave, til að vara ekki í vandræðum með að komast inn, með öðrum orðum, allt skal selt til að komast í ESB, þar á meðal sál manna.

Óli (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband