Leita í fréttum mbl.is

Furðulegt að kjósa gegn sinni betri vitund.

Ef að Þór Saari telur að það að gera lítið úr því fólki sem fór fyrir samninganefnd okkar og einhverjar hugmyndir hans um að það að fresta málinu fram á haust og láta hann og aðra fjárlaganefndarmenn reikna út greiðslu þola okkar og fara svo í það að gera nýja samning, hjálpi okkur þá finnst mér maðurinn ekki hugsa málið til enda.

Þetta væri svo allt annað ef um fyrirtæki væri að ræða eða einhverjar smærri einingar. En honum og fleirum virðist ómögulegt að skilja það að menn fara ekki í einhverjar æfingar, tilraunir og læti ef það gæti hugsanlega orðið til þess að skapa heilli þjóð hörmungum. Það er nefnilega eitt sem hann verður að skoða að þetta er ekki bara eitthvað hagfræði mál. Þetta er mál þar sem verður að fara saman mat á mögulegum afleiðingum.

Svona tók Þor Saari á því þegar hann og Birgitta ræddu við fulltrúa úr Hollensku samninganefndinni sem hafði beðið um fund með þei.

Þessi ágæti fundargestur spurði hvort að við ætluðum virkilega að leggja til að einangra þjóðina (aftur) með því að skila AGS láninu, AGS teldi að við getum auðveldlega borgað allar okkar skuldir. Við þessi orð fékk Þór hláturskast enda verið hans vinna um nokkurt skeið að aðstoða lönd í Afríku sem AGS hefur rústað með sínum einstaklega skynsamlegu aðferðum. Hann taldi upp nokkur lönd sem AGS sagði nákvæmlega sama um og okkur og spurði fundargestinn um afdrif þeirra. 

Það getur verið að Þór sé svo skyni skroppinn að hann haldi að það sé hægt að bera saman lönd þar sem fólk kemst af með nokkrar krónur til að lifa á og svo okkur hér á landi þar sem dýrast er að búa í heiminum. Ef hann heldur að áhrifin hér yrðu ekki meiri en Afríku ef hér lokast á öll okkar viðskipti þá er hann ekki að hugsa málin rétt.

Síðar í sama bloggi frá Birgittu segir

Síðan sagði hann sem fundargesturinn gat ekki hrakið: ef við skilum láninu þá munum við einangrast í mesta lagi í tvö ár en við erum nú þegar einangruð og það mun ekkert breytast - það eina sem mun breytast er að þjóðin mun ekki þurfa að taka á sig skuldir umfram greiðslugetu og vera í mörgum sinnum lengri kreppu en aðrar þjóðir.

Af bloggi Birgittu 17. júní

Þór hlýtur sem hagfræðingur að átta sig á að 2 ár í einangrun mundi líka þýða hér algjört hrun sem og kreppu hér um ókomin ár.

Eins hlýtur Þór ef hann telur að aðild að ESB gæti orðið okkur til framdráttar að átta sig á að ef málið fellur eða seinkar af þeirra viðsnúningi þá gæti það kostað okkur neytendur, þjóðina og fyrirtækin milljarðatugi. Og jafnvel gæti seinkun á aðildarumsókn orðið til þess að við gætum ekki sótt um þar sem að stækkun ESB er að verða umdeild innan ESB:


mbl.is Þykir leitt að kjósa gegn aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband