Leita í fréttum mbl.is

Hvernig má það vera að auglýsingastofa skuldi svona mikið?

Það er náttúrulega alltaf leiðinlegt þegar fyrirtæki fara á hausinn en maður spyr sig hvernig má það vera að auglýsingastofa sé komin í svona miklar skuldir? Nú getur ekki verið að í svona fyrirtæki sé svo mikil yfirbygging eða svona gríðarleg tækja kaup. Jú maður veit að þessi starfsemi þarf kröftugar tölvur, forrit og önnur tæki. EN 300 milljónir! Stofan hlýtur að hafa haft góðar tekjur í þennslunni það bara hlýtur að vera.
mbl.is Gott fólk er gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og fyrr þarf sennilega sérstaka alíslenska snilld til að geta þetta :-o

Önnur frétt sem skil ekki (t.d. hver myndi hafna að "frekar eignast hlut en að borga meira fé" :-o)   Skil heldur ekki af hverju ekki verið meira fjallað um þetta mál???  Sé ekki betur en stórt hagsmunamál fyrir þjóðina.  Er það sjálfgerið að besta lausnin sé að erlendir kröfuhafar eignist bankana?  Og það án þess að borga krónu fyrir þá?

http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/07/18/gamla_kaupthing_skuldadi_nyja_kaupthingi_fjarmuni/

ASE (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 11:04

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þetta eru eitthvað í kringum árslaun 20 starfsmanna plús framleiðslukostnaður á 4 sjónvarpsauglýsingum, varlega áætlað.

Elías Halldór Ágústsson, 18.7.2009 kl. 11:44

3 identicon

Já eða sérstaka werner "snilli", þeir virðast nú hafa verið svona líka rosalega "snjallir".

En annars er það held ég alveg augljóst já að það er best að erlendir aðilar eignist bankanna. Málið er að þeir eiga þá tæknilega séð fyrir! Þegar ríkið tók innlendar eignir og færði yfir í bankanna þá voru þeir raunverulega að taka eignir þessara erlendu aðila (það sem þeir hefðu getað fengið út úr búi bankanna). Til að það standist lög þarf að sjálfsögðu að greiða eðlilegt verð fyrir þessar eignir. Hægt að gera það annarsvegar með því að greiða fyrir þessar eignir inn í þrotabú gömlu bankanna eða með því að kröfueigendur einfaldlega eignist nýju bankanna. Þannig eru slegnar tvær flugur í einu, sleppum við að borga fyrir eignirnar og þeir hafa hag af því að bankarnir vaxi og dafni (líklegri til að styðja þá). Auðvitað endar þetta síðan með því að bankarnir fara að blóðmjólka landsmenn, en það gerir það alltaf hvorteðer.

Bara vonandi að þeir fallist á að eignast nýju bankanna, ef þeir taka það ekki í mál og vilja fá greitt strax út í hönd (með öllum þeim afföllum sem það þýðir að fá greitt úr þrotabúi) er það sjálfsagt skírt merki um að þeir hafa ekki trú á að bankarnir eigi sér viðreisnarvon, sem getur þýtt tvennt, þeir verða vanmáttugir sveitabankar um ókomin ár eða eru á beinustu leið aftur í þrot!

Magnús Á. (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 11:45

4 identicon

Launakröfur í þrotabúið nema um 50 milljónum, og restin, 250 milljónir, er án efa tilkomin vegna hinnar gríðarlegu "Werners-viðskipta-snilligáfu" sem virðist snúast um það að skuldsetja, stela öllu steini léttara og skilja eftir brunarústir.

Það er ekki raunhæfur möguleiki að þessar 250 milljónir séu framleiðslukostnaður á 4 auglýsingum, það hafa þá verið ansi feitar auglýsingar á íslenskan mælikvarða.

Páll (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 12:25

5 identicon

Auglýsingastofur eru stundum milliliðir með birtingarpeninga fyrir viðskiptavini sína og eru þar mun hærri upphæðir en launakostnaður starfsmanna. Svo fara viðskiptavinirnir á hausinn og stofan stendur eftir með skuldbindingar. Það eru fleiri en bara þessi stofa á hausnum. Flestar, ef ekki allar á nýrri kennitölu.

Árni Th. K (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 13:12

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara af því að það var minnst á Karl Werners þá er kannski merki um hvað Viðskiptafræðingar og hagfræðingar stunda illa grunduð fræði að Karl Werners var valinn Viðskiptafræðingur ársins 2007 í febrúar 2008 af Félagi Viðskipta- og hagfræðinga og segir í valinu:

Leitað var eftir áliti félagsmanna FVH með póstkönnun og var tekið tillit til þess í vali dómnefndar. Það voru margir til kallaðir en einn útvalinn.

Sá útvaldi hefur reynslu í viðskiptalífinu sem fyllir tæpa þrjá áratugi - þótt hann sé ungur enn. Hann hefur alla tíð verið sjálfstæður í sínum rekstri sem hefur snertiflöt við stóran hluta íslensku þjóðarinnar. Fyrir nokkrum árum lagði hann nýja framtíðarsýn fyrir fyrirtæki sitt og skýrri stefnu hefur verið fylgt síðan.

Á þessum tíma hefur hann náð frábærum árangri með fyrirtæki sín og tekist að gera rekstur félaganna afar umfangsmikinn og til marks um það telur efnahagur fyrirtækja hans um 380 milljarðar íslenskra króna. Hann hefur verið umsvifamikill þegar hefur komið að kaupum á fyrirtækjum og samrunum, en jafnframt hefur hann skapað mikinn innri vöxt.

Fyrirtækin sem eru í rekstri viðkomandi í dag eru með starfsemi á Íslandi, á Norðurlöndum, í Austur Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Uppbygging á viðskiptaveldi hans hefur verið með ólíkindum og árangur í rekstri og fjárfestingum hefur verið eftirtektarverður á alla mælikvarða. Það var sama hvar dómnefnd bar niður, alls staðar voru viðkomandi bornar ákaflega vel sögurnar.

Okkur þykir hann mjög verðugur þess að vera viðskiptafræðingur FVH ársins 2007.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.7.2009 kl. 13:20

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En hún hefur væntanlega haft tekjur auglýsingastofan líka. Og væntanlega var hún ekki að gera svona samninga við fyrirtæki sem hún vissi að væru að hrynja. Menn hafa væntanlega fylgst með og rukkað inn jafnóðum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.7.2009 kl. 13:22

8 Smámynd: Ólafur Gíslason

Var þetta bara ekki íslenska aðferðin?  Stofna fyrirtæki A og taka lán til að kaupa B sem er með hagnaði og að borga skatta, sameina svo A+B í C og láta C borga af lánunum og þar sem fjármagnskostnaður er svo mikill þá er C ekki að borga neina skatta. Þannig eignast menn ýmislegt fyrir ekkert og þegar borgin hrynur þá eru eftir rjúkandi rústir.

Ólafur Gíslason, 19.7.2009 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband