Leita í fréttum mbl.is

Aðrir gerendur í hruninu en útrásarvíkingar!

Hef verið að velta fyrir mér í morgun að að fólk er nú réttilega að æsa sig út í svo kallaða útrásarvíkinga. Sem og nú fara margir lögfræðingar hamförum að mótmæla IceSave samningunum. En þar með er ég komin að kjarna málsins. Það er hlutur lögfræðinga, endurskoðenda og fyrirtækja þeirra.

Það er nokkuð ljóst að flestar gerðir svo kallaðra útrásarvíkinga voru ekki gerðar af þeim persónulega. Allir samningar og stofnun fyrirtækja er væntanlega unnið af m.a. lögfræðingum, viðskiptafræðingum og endurskoðendum:

  • Eignarhaldsfélögin: Þau voru sett upp af lögfræðistofum og stórum endurskoðunarfyrirtækjum. Enda þegar stjórnir þeirra eru skoðaðar eru starfsmenn lögfræðistofa og endurskoðunarstofa oft skráðir þar. Mörg af þessu fyrirtækjum bara skúffufyrirtæki sem hafa engan annan tilgang en að fela eignarhald eða magna upp virði þeirra.
  • Man fólk eftir Sparisjóði Hafnarfjarðar þar sem að lögfræðistofa stóð í því að bjóða óheyrilegar upphæðir í Stofnfjárhluti fyrir ótilgreinda aðila.
  • Allar gerði þessara manna hér á landi fóru væntanlega í gegnum hendur lögfræðinga, viðskiptafræðinga og endurskoðendur. Því til ég að ábyrgð þeirra sé gríðarleg á hönnun þessara svikamylna.

Manni er nær að halda að útrásinni og þenslunni hafi einmitt verið stýrt af þessu milliliðum sem leituðu með ómótstæðileg tilboð til manna sem höfðu aðgang að fé eða lánum.

En nú passa þessir menn sig á því að nöfn þeirra komi hvergi í umræðuna í tengslum við þetta og eru fegnir að fólk kennir Björgúlfum, Hannesum og öllum þeim um allt saman.


mbl.is Sjö ný mál inn til sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega.  Auk þess sem sömu stéttir leika lykilhlutverk í dag í ..... skilanefndum, úttektum, rannsóknum, sölum fyrirtækja, stjórnum, o.s.frv. 

ASE (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 14:57

2 identicon

Það var vitað frá upphafi.Við þurfum ekki nema sjá þessa útrásavíkinga að þeir eru allir heimskir dekur drengir sem lögfræðingar þeirra sáu í gegnum.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband