Leita í fréttum mbl.is

Kompás í kvöld

Ég var að horfa á Kompás á netinu þar sem ég kaupi ekki Stöð 2. Alveg ótrúleg frásögn frá Byrginu. Það eru náttúrlega ýmsar spurningar sem vakna um vinnslu þáttarins en efnið mjög alvarlegt fyrir því.

  • Ein spurningin sem vakanar það er um eðli og athafnir trúarsöfnuða. Þá á ég við söfnuði sem stofnaðir eru af einum eða nokkrum mönnum og byggjast á opinberun viðkomandi á boðskap sem þeir lesa úr Biblíuni. Það er reyndar alveg makalaust hvað "Guð" virðist senda mismundandi boðskap til manna sem hann velur til að koma trúni á framfæri.
  • Annað sem vekur spurningar það eru þessi fjárframlög og greiðslur fólks til þessara safnaða. Nægir þar að nefna umræður um þrýsting og ágengi við sjúkt fólk sem kannski er ekki í aðstöðu til að gera það af yfirlögðu ráði.
  • Eins þetta yfirlýsta markmið þeirra að geta læknað fólk. Og sífellt að slá um sig með því að fólk sé að læknast í löngum bunum. Nær allir þeir sem ég hef heyrt af og hafa leytað lækninga þar hafa verið jafnveikir eftir.
  • Þá virðast margir þessara safnaða vera einræðissöfnuður þannig að fostöðumanni virðist líðast annsi margt.
  • Alveg makalaust að einhver sem á að vera fyltur heilögum anda (eða frelsaður eða hvað það heitir) dettur bara út úr því aftur. Eitthvað að þessum aðferðum Guðs?

En af þættinum í kvöld:

  • Skrítin afsökun fyrir að vera með klámefni í tölvu hjá sér að Guðmundur hafi þurft að rannsaka þetta vegna þeirra sem koma inn til hans.
  • Eins skrítið að hann geti miðað við hvað hann hefur lítið milli handana og allt fer í Byrgið, verið að greiða af bílum fyrir konu sína, og dóttur og son.
  • Eins er skrítið hverning ef satt er að Guðmundur gerði sér ekki grein fyrir að svona eins og þátturinn sagði frá kæmist ekki upp á yfirborðið.

En allir eru saklaustir þangað til sekt þeirra er sönnuð! EN ef þeir í Kompás hafa vitnisburði 20 aðila þá er væntanlega ekki allt í lagi.

Smá viðbót:

Fór inn á visir.is og í frétt af málinu stendur m.a.

Viðmælandi Kompáss segir Guðmund halda því fram að Guð lækni í gegnum hann. Hann geti fyrirgefið syndir fyrir hönd Guðs og að sæði hans lækni.

Er maðurinn skrítinn? Er hægt að trúa þessu?



Þrátt fyrir að Kompás hafi vitnisburð fjögurra kvenna um eigin reynslu og annara á þessu sviði þvertekur Guðmundur fyrir að þessar ásakanir séu sannar. Hann segir þær algjöra þvælu.

Erfitt fyrir Guðmund að svara þessu þar sem hann virtist gripinn einhverstaðar út á götu.



Gögn sem Kompás hefur sýna að Guðmundur fer ekki með rétt mál meðal annars tölvupóstar og myndskilaboð sem Guðmundur hefur sent. Meðal annars myndskilaboð þar sem hann hefur myndað getnaðarlim sinn og sent í síma konu sem var í meðferð.

Hann reyndar sagði að einhver hefði komist í tölvunna hans þannig að það þarf ekki að vera póstur frá honum heldur aðeins úr hans póstforrit. En ég náttúrulega veit ekkert um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ættir að fá þér Stöð 2. Þetta er alveg stórskemmtileg sjónvarpsstöð.

Stjáni (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 16:20

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Æ ég veit það ekki. Vildi bara geta séð Kompás en hann er sýndur á netinu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 18.12.2006 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband