Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg ríkisstjórn!

Það er náttúrulega furðulegt að Steingrímur hafi gefið leyfi fyrir því að skrifað væri undir þennan samning ef að ríkisstjórnin var ekki búin að ræða þessa lausn áður. Þetta er öðruvísi en aðildarumsókn að ESB. Þetta er mál sem gæti kostað alvarlegar milliríkjadeilur. Hefði ekki verið betra að fresta því að skrifa undir ef að ráðherra er frekar á því að við eigum ekki að samþykkja þetta? Reyndar segir Ögmundur ekki af eða á um þetta en samt er honum náttúrulega eins og fleirum misboðið við þessi orð Hollenska ráðherrans.

En Ögmundur ítrekar þó oft að við þurfum að gæta að þjóðarhag og einungis þjóðarhag. Og þá kemur t.d. til hans kasta t.d. hvað varðar heilbrigðiskerfi okkar sem er algjörlega háð því að fá vörur frá útlöndum. Og ef eins og hann ýjar að að við ættum kannski að fórna lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og því væntanlega að skila því sem við höfum þegar fengið, þá veit hann að við höfum ekki mikinn gjaldeyri til að kaup t.d. lyf. T.d. gæti okkur vantað í haust gjaldeyri t.d. fyrir bóluefni fyrir "Svínaflensunni"! Það hlýtur að kosta heil ósköp. Og ef ástand eins og var í haust og er víst enn yrðum við að staðgreiða allt sem við keyptum frá útlöndum.

Og þannig er oft þegar þjóð eða einstaklingar eru í fjármálakrísu eða nær gjaldþrota þá er það oft nauðsyn að ganga að samningi sem gefur þeim andrúm. Og það andrúm er síðan nýtt til að finna varanlegar lausnir eða vinna að því að auka tekjurnar til að að komast út úr vandanum. Þetta þekkja þeir sem hafa þurft að semja um skuldir í gegnum tíðina.

En aftur að ríkisstjórninni! Ögmundur hlýtur að gera sér grein fyrir því hvað svona loðinn boðskapur getur orsakað. Þetta gæti t.d.

  • verið hans aðferð við að grafa undan stjórninni. Í þeim tilgangi að láta einhverja aðra flokka taka ábyrgð á þessum samningi
  • Þetta gætu líka bara verið hugleiðingar hans.
  • Þetta gæti líka verið vegna þess að ríkisstjórnin er búin að fá samningaaðila til að samþykkja að ríkisábyrgðin verði skilyrt og þetta sé opnun á að stjórnarandstaðna haldi að hún hafi áorkað einhverju í málsmeðferðinni.
  • Eða hluti af einhverju plotti til að fá samningana tekna upp
En samt sem áður undrar það mig að menn skuli ekki átta sig á því að með því að tala svona þvert á það sem flokksbróðir hans og fjármálaráðherra segir þá fær stjórnin á sig enn meiri stimpil um að hún sé í raun ósamstæð og illa starfshæf.
mbl.is Ögmundur: Hugsum um þjóðarhag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó meiningarmunur sé milli ráðherra VG þá er það nú ekkert í samanburði við það hve þingflokkurinn er illa starfhæfur vegan skoðanaágreinings. 

Það er ekki mikið uppi á borðum

En Liljurnar báðar eru víst að gera kollega sína gráhærða af því hve mikið þær vita meir og betur en þau hin.  

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 00:31

2 Smámynd: Arnar Guðmundsson

RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,

Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:32

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gjaldeyrir syndir hér allt í kringum landið. það þarf bara að koma honum á land og selja til annara landa. þá er málið komið í traustan farveg. Við höfum alla möguleika á að vinna okkur út úr vandanum með slíkan auð syndandi kringum landið. þurfum bara að taka til hendinni og veiða og verka hann.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.7.2009 kl. 01:04

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll! Hver einasta færsla varðandi hvað einhver í stjórninni og stjórnarandstöðu segir,kallar á vangaveltur um einhverja dulda meiningu.   Ögmundur er að mínu viti þeirrar gerðar sem segir ekki já þegar hann meinar nei,eða situr hjá og þegir.       Þessi strákur er að vinna á í mínum huga,hefði viljað að hann bætti við,eftir þjóðarhag,þjóðarstolti,þá er ég komin að því sem ég óska mest í öllu fárinu, flokkurinn minn nei,landið mitt já.   

Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2009 kl. 01:15

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ja Anna það þarf að selja hann! Það er einmitt það! Við vitum ekki hvernig að brugðist verði við ef við neitum að semja. Svo minni ég þig á að fiskurinn skilar ekki enma um 100 milljörðum á ári í gjaldeyrir. Og þá minni ég á að væntanlega loksast tímbundið markaðir t.d. í Bretlandi sem eru einn stærsti markaður okkar. Og þetta hjálpar Landsvírkjun lítið að endurfjármagna sig eða að fá nýtt fé til framkvæmda sem og aðrar orkuveitur. Þá minni ég þig á að matsfyrirtækin hafa lýst því yfir að lánshæfi okkar mundi hrynja endanlega niður við þetta. Allir kröfuhafar bankanna mundu heimta allar eignir þeirra stax og þar með færu allir milljarðar sem við löguðum í þá til útlanda strax og þeir væntanlega loka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.7.2009 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband