Leita í fréttum mbl.is

Við mundum láta eins og Hollendingar ef við værum í þeirra stöðu

Hollendingar eru búnir að leggja út fyrir IceSave sem nemur um 14.600 krónum á hvern Hollending.  Ef við reyknum þetta yfir á Ísland þá mundi þetta samsvara um 4,8 milljörðum eða nærri helmingur af því sem kostar að reka utanríkisráðuneytið okkar. Þetta þýðir að Hollendingar eru búnir í ljósi samkomulags við okkur að greiða út þessa upphæð en hafa ekki neitt í höndunum sem þeir geta bókfært sem eign á móti þessari skuld. Því má færar líkur á að staða á fjárlögum þeirra sé verri sem nemur helmingi af kostnaði við meðalráðuneyti hjá þeim.

Ég skil vel að fólk sé ekki hresst með þessa samninga. En hefur mönnum sem mest berjast gegn þeim dottið í hug að fara nú strax til Breta og Hollendinga og kanna hvort hægt sé að hnika þessum samningum eitthvað til. Og hafa þeir sem segja þennan samning óaðgengilegan komið fram á einum stað og sagt hvernig að samningurinn þyrfti að vera til að hægt væri að ganga að honum? Sumir tala um að vextir séu háir á meðan aðrir segja það í lagi. Sumir tala um að endurupptökuskilyrðið þurfi að vera skýrara á meðan aðrir segja að það sé nógu skýrt. Sumir segja að skilyrða þurfi endurgreiðslu lánsins. Sumir segja að tryggja verði forgang okkar að eignum landsbankans upp í skuld á meðan aðrir segja að það sé tryggt.

Skv. þessu eru menn að fara fram á nýjan samning nærri frá grunni! Hversu raun hæft er að það gangi?

Er ekki hægt að koma sér saman um setja skilyrði fyrir ábyrgð sem gengur út á að greiðslubyrgði okkar fari ekk upp fyrir t.d.2% af landsframleiðslu og að örðrumkosti verði að semja um breytt greiðslukjör og greiðslu tíma?

Allir tala um að ekkert liggi á en hvað eru menn tilbúnir að lengja hér óvissu tíman og þar með stöðnun hér á landi? Væri ekki gott að koma þessu út úr heiminum í bili þannig að við hefðum  7 ár= 84 mánuði = 364 vikur = 2548 daga til að vinna að því að finna leiðir til að gera okkur þetta auðveldara?

Manni finnst að með hverri vikunni sem við drögum þetta þá séum við bara enn að dingla okkur í snörunni í stað þess að vinna að því að skera okkur niður og fara að gera eitthvað. 

P.s. bendi á ágæta færslu Gríms Atlasonar um þetta mál í dag þar sem hann segir m.a.

. Icesave bréf Landsbankamanna frá því í febrúar í fyrra segir allt sem segja þarf um þetta mál. Þar er því haldið fram (lofað) að Icesave-reikningseigendur fái greitt allt að 47000 Evrum fari skútan á hliðina. Þar er líka lofað að peningarnir verði borgaðir strax – ólíkt því sem gerist í öðrum löndum.

Ráðherrar í þar síðustu ríkisstjórn fóru í kjölfar bréfsins  um heiminn og lofuðu því sama. Um leið og skútan fór raunverulega á hliðina var þáverandi fjármálaráðherra ekki alveg jafn áfjáður í að standa við gefin loforð og undirritaða samninga. Þáverandi Seðlabankastjóri bætti svo um betur og sagði Íslendinga ekki borga. Þess vegna er harka í málinu. Þess vegna voru sett á okkur hriðjuverkalög.

 


mbl.is Vilja ganga lengra en Verhagen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Auðvitað liði okkur eins og þeim. Við mættum einmitt "hoppa yfir borðið" a.m.k. stöku sinnum.

Eygló, 22.7.2009 kl. 11:42

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Við værum genginn af göflunum ef við værum í sömu stöðu og Hollendingar.

Jón Gunnar Bjarkan, 22.7.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband