Föstudagur, 24. júlí 2009
Icesave lánið með því hagstæðast sem bíðst
Ætla að birta hér á eftir frétt af www.eyjan.is. Þar kemur fram að lán sem Hollendingar og Bretar veita okkur er á hagstæðari kjörum en lán okkar frá AGS, frá nágranaþjóðum okkar og hagstæðara en lán sem Parísarklúbburinn veitir í dag til gjaldþrota þjóða. Þetta er þörf áminning fyrir fólk að hlaupa ekki eftir því sem sem ýmsir einstaklingar [álitsgjafar] sem og stjórnarandstaðan heldur fram án þess að hafa nokkrar forsendur fyrir. Minni á indefence hefur haldið fram að lánakjör okkar væru ekki bjóðandi.
Innlent - föstudagur, 24. júlí, 2009 - 06:49
Icesave lánin eru lang hagstæðust - Jafnvel hagstæðari en lán Parísarklúbbs til gjaldþrota ríkja
Lánakjör sem Bretar og Hollendingar bjóða Íslendingum vegna Icesave eru hagstæðari en á öðrum lánum sem Íslendingar hafa tekið frá bankahruninu. Gildir þá einu hvort litið er á lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) eða lán frá vinaþjóðum Íslendinga, þar með talið Norðurlöndunum. Icesave lánin eru líka á betri kjörum en aðstoð frá Parísarklúbbnum.
Þetta kemur fram í minnisblaði Seðlabankans sem unnið er að beiðni fjárlaganefndar og verður lagt fyrir hana í dag, en Fréttablaðið greinir frá þessu.
Vextir frá vinaþjóðum og AGS 6,57%
Lánið frá vinaþjóðunum nemur tæpum 1,8 milljörðum evra. Lánstíminn er tólf ár og þar af eru fimm fyrstu án afborgana. Grunnvextir eru breytilegir libor-vextir, en álag ofan á þá nemur 275 punktum. Samkvæmt útreikningum Seðlabankans jafngilda vextirnir 6,57 prósenta föstum vöxtum í sjö ár.
Hið sama gildir um lán AGS, sem nema um 850 milljónum Bandaríkjadala. Lánstíminn er sjö ár, þar af eru fyrstu þrjú án afborgana. Fljótandi vextir eru á láninu sem ber 275 punkta álag. Samkvæmt Seðlabankanum eru umreiknaðir fastir vextir á svipuðum slóðum; 6,57 prósent.
Líklegt að Ísland hagnist á að hafa fasta vexti
Bretar og Hollendingar hafa boðið Íslendingum 640 milljarða króna lán vegna Icesave. Þó verður að geta þess að sú tala getur breyst miðað við endurheimtur á eignum Landsbankans ytra. Lánstíminn er 15 ár og þar af eru fyrstu sjö í skjóli, án afborgana.
Lánin bera 4,29 prósenta grunnvexti, svokallaða Cirr-vexti, og ofan á það leggst 125 punkta álag. Samtals vaxtaálag er því 5,55 prósent, umtalsvert lægra en á hinum lánunum. Í minnisblaðinu kemur fram að frá því að samningurinn var undirritaður hafi Cirr-vextir hækkað um 25 punkta, eru nú í 4,54 prósentum. Þá sé það mat Seðlabanka Evrópu að langtímavextir muni hækka hratt vegna mikillar útgáfu á ríkisskuldabréfum.
Hærri vextir Parísarklúbbsins til gjaldþrota ríkja
Þau lánakjör sem Parísarklúbburinn svokallaði, en til hans geta gjaldþrota ríki leitað, býður upp á, eru einnig verri en lánakjör á Icesave-lánum, að mati bankans. Helgast það af því að punktaálagið þar er 150, en ekki 125 eins og í því láni.
Fjárlaganefnd ræðir minnisblaðið á fundi sínum í dag. Þingfundir falla niður alla næstu viku til þess að unnt sé að ræða málið frekar í nefndum og ná um það samstöðu. Stefnt er að því að málið verði síðan tekið til annarrar umræðu eftir verslunarmannahelgi."
Af www.eyjan.is
Hraður vöxtur eftir kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 969458
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Þú ert snarruglaður nafni. Þessi röksemdafærsla er svipuð og að halda því fram að það sé mun hagstæðara að verða hengdur heldur en skotinn.
Magnús Sigurðsson, 24.7.2009 kl. 09:17
Það er kannski ekki sambærilegt að bera saman vextina á Icesave og þeim sem fengjust frá Parísarklúbbnum. Ef til þess kæmi að Ísland leitaði á náðir klúbbsins kæmu til töluverðar niðurfellingar á skuldum. Þannig myndi 25 punkta hærra álag ekki skipta svo miklu máli því vextirnir reiknast af mun lægri lánsupphæð. Þetta er ekki bara spurning um vaxtaprósentu heldur skiptir upphæð höfuðstólsins miklu í þessu sambandi.
Egill (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 09:18
Sko báðir hér að ofan. Við skuldum þessum þjóðum 640 milljarða. Þær eru að veit okkur lán með álagi sem eru um 150 punktum lægri en ef við þyrftum að fá lán hjá Parísarklubbnum. Þetta með niðurfellingu skulda á ekki við lönd sem eru með þeim ríkustu í heimi. Því kæmu ekki til miklar niðurfellingar hjá okkur þó það kæmi greiðslufall hjá okkur. Parísarklúbburinn mundi eins og nú er verið að gera meta hvað við getum greitt af lánum. Þannig að við fengjum bara lengingar á þessum lánum. EN ég birti þetta hér að ofan vegna þess að því hefur verið haldið fram að lánakjör okkar væru svo slæm. Þau eru það ekki ef miðað er við sambærileg lán.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.7.2009 kl. 09:30
Þú mátt skulda þessum þjóðum 640 millj. fyrir mér nafni. En reyndu ekki að bendla mér við það.
Magnús Sigurðsson, 24.7.2009 kl. 09:39
Þetta minnir á mann sem segir að lánið fyrir nýja flatskjánum sé á svo miklu betri kjörum en fasteignarskuldirnar hans að hann geti bara ekki sleppt því að fá sér hann þó hann eigi ekki fyrir næstu húsnæðisafborgun. Við höfum ekki efni á þessu alveg sama hvað þið reynið að tala þetta upp í góðan samning.
Héðinn Björnsson, 24.7.2009 kl. 10:27
Héðinn ég er ekkert að segja þetta. Hinsvegar er ljóst að við skuldum þessa upphæð. Við erum búin að samþykkja það og nær allir sérfræðingar og nær allar þjóðir eru sammála um að okkur ber að greiða þetta. En hér hafa komið sjálfskipaðir sérfræðingar og þyrla upp hugmyndum um að við þurfum ekki að borga, það séu svo óhagstæð kjör á þessu láni og Er þá rétt t.d. að nefna orð Ragnar Hall! Hann mæti á málþing og segir að okkur sé gert að borga "lögfræðikostnað Breta". En nú var ég að hlusta á Alþingi og vissi það reyndar fyrir að þetta blað hefur legið fyrir í möppu Alþingismanna frá upphafi og er í leynimöppunni skjal númer 1. Þetta er ekki lögfræðikostnaður heldur umsýslukostnaður vegna útborgana til milli 200 og 300 þúsund eiganda innistæðna á IceSave. Þarna og í flestum atriðum koma einhverjir sem ekki hafa séð þessi gögn heldur byggja mál sitt á heimildum sem eru bara ekki réttar.
Eins þá lít ég til þess að Hollendingar og Breta hefðu getað farið fram á að við borguðum allar innistæður á Icesave, Til allra bæði fyrirtækja, sveitarfélaga, sjóða og fleiri á grundvelli jafnræðisreglunar. Þeir sömdu við okkur um að við bærum aðeins kostnað við innistæðutryggingar skv. skilningi allra í ESB, AGS Noregs og í raun engir aðrir en nokkrir lögfræðingar hér sem sögðustu hafa fundið einhverja galla sem hægt væri að nota til að sleppa því að borga. Upphæðin sem greidd var til innistæðu eigenda í Hollandi og Bretlandi liggja fyrir. Okkar hluti af henni liggur fyrir. Við erum að fá kjör sem nú er að koma í ljós í samanburði við aðra lánamöguleika okkar.
En það er öllum ljóst að við þurfum að komast út úr þessu máli sem fyrst. Hlustaði á Þorlvald Gylfason á Útvarpi Sögu áðan þar sem hanns sagði að hugmynd manna um að Norðulöndin myndu hjálpa okkur ef að við neitum að borga sé að hans mati út í hött. Hann sagði að við þyrftum að borga þetta við kæmumst ekki hjá því því að bankarnir störfuðu undir okkar stjórn og eftirliti í Bretlandi og Hollandi.
Hann sagði að þessar þjóðir m.a. gætu farið í mál við okkur sem mundi gera okkur ábyrg fyrir öllum Icesave skuldunum. Sem eru gríðarlegar þegar allt er talið með.
Það sem ég vill er að þessu máli sé komið í höfn. Þannig að við getum farið að byggja hér upp. Og koma okkur í þá stöðu sem gerir okkur kleyft að ráða við þetta. Við eigum alltaf möguleika á ef að betri lánakjör bjóðast að taka þá nytt lán og greiða þetta upp.
Magnús Helgi Björgvinsson, 24.7.2009 kl. 11:08
Nafni hér er ekki beint um sérfræðiálit að ræða heldur common sens. Það eikur víðsýni eftir því sem sjónarhornin eru fleiri. Þetta sýnst hvorki um hægri né vinstri. Þú ættir að gefa þessu séns með því að horfa á það.
http://www.youtube.com/watch?v=fwzCR7yZf84&eurl=http%3A%2F%2Fwww%2Ethecrowhouse%2Ecom%2Fftnwo%2Ehtml&feature=player_embedded
Magnús Sigurðsson, 24.7.2009 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.