Leita í fréttum mbl.is

Maður fer nú að efast um þessa lögfræðinga!

Maður spyr sig í ljósi þessa hvort að þessir lögfræðingar sumir hafi bara nokkrar forsendur til að dæma um þetta mál. Man í svipinn eftir jú:

  • Ragnar Hall sem hefur gagnrýnt samninginn og kom þessari umræðu af stað um lögfræðikostnað upp á 2 milljarða. Hann hlýtur maðurinn að hafa gert sér grein fyrir að orð hans gætu skapa læti. Og svo kemur í ljós að hann hefur annað hvort ekki séð þetta samkomulag eða ekki skilið það.
  • Minni líka á Magnús Thoroddsen sem fullyrti að icesavesamnigurinn gæti ef hann kæmist í vanskil orðið til þess að Bretar eða Hollendingar gætu eignast Stjórnarráðið.
  • Og fleiri svona vafasamar fullyrðingar lögfræðinga sem auðsjáanlega hafa ekki kynnt sér málið að fullu.
Maður geri þá kröfu að menn sem tala í nafni menntunar sinnar sem lögfræðingar séu ekki að rjúka í fjölmiðla með upphrópanir sem ekki fá staðist. Það er eingöngu til að skapa óþarfa hræðslu í þjóðfélaginu nema að þeir séu að þessu í pólitískum tilgangi. 
mbl.is Ekki minnst á lögfræðikostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert einn af fáum sem enn trúa orði sem Steingrímur J. Sigfússon segir. Blekkingarnar og lygarnar í kringum þetta icesave mál hafa verið ótrúlegar.

Ég mun a.m.k frekar trúa Ragnari Hall.

Jón (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Sammála Jóni

Marteinn Unnar Heiðarsson, 24.7.2009 kl. 16:27

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Á hverjum degi koma nýir spámenn fram og skrifa eitthvað og margir grípa þetta á lofti og falla fram í tilbeiðslu ef það hentar málstaðnum. Hefur enginn maður á þessu volað skeri sjálfstæða hugsun ? Vantar ekki bara nýjan Guð ?

Finnur Bárðarson, 24.7.2009 kl. 16:30

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ææ.  Þá var þetta eyðilagt.

Þá er bara að finna uppá einhverju nýju.

Fram fram fylking o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2009 kl. 16:33

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Til þeirra sem tala hér í ath. nr. 1 og 2. Kannksi trúi ég þessu vegna þess að ég hef kynnt mér þetta. Þetta hér er tekið af www.island.is og hefur verið þar lengi:

Í forsendunum segir að það hafi orðið að samkomulagi milli aðila að íslenski sjóðurinn endurgreiði breska sjóðnum útgjöld hans vegna greiðslna til handa innstæðueigendum Landsbankans í Bretlandi. Einnig mun íslenski sjóðurinn endurgreiða að hluta útlagðan kostnað sem breski sjóðurinn hefur þurft að bera vegna vinnu í tengslum við greiðslur til handa innstæðueigendum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.7.2009 kl. 16:33

6 Smámynd: Blaðamenn Foldarinnar

Nú skalt þú hafa þig hægan, Magnús Helgi. Hvernig dettur þér í hug, ómenntuðum manninum, að véfengja orð virtra og gáfaðra lögmanna? Við blaðamenn Foldainnar höfum oft séð oflátunga eins og þig fara fram með ofsa og fáfræði. Engum þeirra hefur farnast vel. Allmargir þeirra m.a.s. komnir undir græna torfu, samferðarmönnum þeirra til gleði.

Blaðamenn Foldarinnar, 24.7.2009 kl. 16:35

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 @Blaðamenn Foldarinnar, 24.7.2009 kl. 16:35

Góður það er þó hægt að sjá spaug í þessu líka.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.7.2009 kl. 16:41

8 identicon

Segi einsog fleirri...trúi frekar lögfræðingnum en stjórnmálamanninum, því hinn síðarnefndi hefur verið staðin að lygi þó nokkrum sinnum undanfarið.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 17:22

9 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það er eins og þetta sé gert vísvitandi að þeir séu að reyna að varpa rírð. Málið er að Steingrímur hefur verið ótrúlega hreinn og beinn í þessu máli og finnst mér hann vaxa stöðugt ásmegin og sýna hvers hann er megnugur. Það er löngu orðið ljóst að það verið að þvinga okkur til að skrifa undir þennan samning og sé ég ekki annan kost vænan í stöðunni en að gangast við honum.

Brynjar Jóhannsson, 24.7.2009 kl. 17:51

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Líklega vísvitandi.  Líklega.

Komið útí tómt rugl. 

Steingrímur hefur skýrt málið með icesavesamninginn út í aðalatriðum ótal sinnum.  Og hefur gert það vel. Sumt fólk ætlar sér bara ekkert að hlusta og sjallar og frammarar (nefnum nú ekki boggara) ætla að notfæra sér dæmið til lýðskrums.  Liggur svo vel við höggi.

Hva, er fólk td. hætt að tala um vextina núna ? Í eina tíð voru vextirnir aðalmálið.  Annað eins okur hafði ekki þekkst frá því sögur hófust skildist manni.  Staðreynd: Bestu vextir sem hugsast gat !  Allt eftir þessu.

Svo er bara fáránlegu málflutningur sumra gagnvart SJS.  Fáránlegur.  Látið ein og icesavesamningurinn sé einhver uppfinning hans ! Sjallafólk og frammarar eiga bara að skammast sín og hafa vit á að þegja.

Veit ekki.  Manni dettur í hug kafli úr Fóstbræðrasögu:

“Þorgeir hafði riðið undan suður og er hann kom til Hvassafells stóðu þar menn úti. Sauðamaður var þá heim kominn frá fé sínu og stóð þar í túninu og studdist fram á staf sinn og talaði við aðra menn. Stafurinn var lágur en maðurinn móður og var hann nokkuð bjúgur, steyldur á hæli og lengdi hálsinn. En er Þorgeir sá það reiddi hann upp öxina og lét detta á hálsinn. Öxin beit vel og fauk af höfuðið og kom víðsfjarri niður. Þorgeir reið síðan í brott en þeim féllust öllum hendur er í túninu höfðu verið.

Litlu síðar komu þeir frændur eftir. Voru þeim þá sögð þessi tíðindi og þótti þeim þetta eigi hafa vel til borið. Er svo sagt að þeir frændur bættu víg þetta fyrir Þorgeir. Riðu þeir síðan til móts við Þorgeir. Hann fagnar þeim vel. Þeir spurðu hví Þorgeir hefði þetta víg vegið eða hvað Þorgeir fyndi til um mann þenna.

Þorgeir svarar: “Eigi hafði hann nokkurar sakar til móts við mig en hitt var satt að eg mátti eigi við bindast er hann stóð svo vel til höggsins.”

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2009 kl. 18:31

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Magnús, fyrir nokkrum árum var gegnið fram hjá þeim Ragnari Hall og Eiríki Tómassyni í stöðu hæstaréttardómara. Margir gagnrýndu þá ráðstöfun harðlega. Ragnar Hall hafði mikla virðingu meðal lögmanna bæði sem borgardómari og einnig sem mjög virtur lögmaður, og Eiríkur Tómasson þótti vera afar fær fræðimaður. Samfylkingin og VG gagnrýndu harðlega að gengið væri fram hjá þeim félögum, en það gerður margir aðrir.

Það var vitnað í þetta blogg þitt í dag og talað um þig sem algjöran bjána. Þú settir fram stórudóma um faglegt mat toppmanna án þess að hafa nokkuð af viti til þess að leggja fram. Ég bar blak af þér og sagði að þú værir nú bara svona mikill húmoristi, þér finnist svo gaman að bulla eftir vinnu. Þú þarft að setja broskallinn eftir svona blogg hjá þér, svo þeir sem bloggið les viti að þú ert að fíflast.

Sigurður Þorsteinsson, 24.7.2009 kl. 18:41

12 identicon

Það þarf ekki mikla spádómsgáfur til að sjá út á hvað málatilbúnaður lögfræðistéttarinnar gengur út á !

Peninga , peninga, peninga , peninga !

Svo er það bara hver það er sem borgar !

Haldið þið að einhver lögfræðingur þori ..... .......   ?    Nei, það gerir hann ekki !

Allir endurskoðendur eru því miður svona persónur líka !

JR (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 19:15

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Siguðru mér er nú alveg sama hvað menn kalla mig og bloggið mitt. En ég fer ekki ofan af því að svo reyndur maður sem Ragnar Hall má gera sér grein fyrir því að nú á tímum blogga og netfjölmiðla þá eru svona orð eins og hann lét falla best fallinn til að skapa hér læti og hræðslu og þvi nausynlegt að fara alveg rétt með. Og eins og hann talaði ´háskólanum um að 2 milljarðar færu í lögfræðikostnað voru til þess fallinn að skapa misskilning. Því að hann bætti svo við svo engin tók eftir "og annan kostanað vegna icesave. En raunin er að hann var að ýja að því að við værum að borga 2 milljarða til samninganefndar Breta.

Ég hef ekkert nema gott um Eirík Tómasson að segja og reyndar ekki Ragnar Hall heldur en mér finnst í raun að þeir séu hálf orðinir pólitískir. 

Þeir geta t.d. illa vísað í svona leyniplögg því væntanlega hafa þeir ekki séð þau. Annars væru þau ekki lokuð inn í sér herbergi.

En verði mönnum að góðu að kalla mig hálvita. Ég er menntaður til að vinna  með fólki með fötlun og þroskaskerðingu. Þau voru áður kölluð fávitar, hálfvitar og vanvitar. EN þar sem ég þekki fólk með fötlun þá veit ég að það er ekkert til að skammast sín fyrir  

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.7.2009 kl. 22:28

14 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Magnús í Evrópu er til máltæki sem hljómar eitthvað á þessa leið. ,,Kennarar eru vondir ferðafélagar, því þeir hafa tilhneigingu til þess að umgangast ferðafélaganna eins og þeir væru nemendur sínir. ".

Síðan ég heyrði þetta máltæki hef ég ítrekað heyrt kennara rökræða við fólk eins og væru það börn. Það vantar allan rökstuðning og stundum leitast til þess að fara afar billega úr umræðunum. Í sumar hlustaði ég t.d. á nýjan þingmann Ólínu Þorvarðardóttur verða sér til stórskammar í viðtalsþætti með þeim Trygga Herbertssyni og Gunnlaugi Sigmundssyni í umræðum um svokallaðan 20% niðurskurð. Það fór ekkert á milli mála að efnahagsmál var ekki hennar sterka hlið. Í stað þess að láta fara lítið fyrir sér, sýndi hún vanmáttarkennd sína í því að taka ítrekað stórt upp í sig og alhæfa um mál sem voru langt fyrir utan hennar þekkingarsvið.

Þegar þú notar ítrekað samskonar órökstuddar fullyrðingar um málflutning manna sem þú getur ekki borið þig saman við þekkingarlega, þá finnst mönnum það bjánalegt. Menn töluðu nú ekki um hálfvita, ég nota það orð ekki, heldur tala um þroskahefta og ber fyrir þeim fulla virðingu.

Hér á blogginu eru til menn sem hægt er að kalla flokkssnúða, eða flokksauði. Þeir verja sinn flokk hvað sem á dynur. Þeir einstaklingar eru ekki lýðræðinu til neins gagns, heldur þvert á móti. Enn sem komið er hef ég aldrei séð þig blogga nema til stuðnings flokkslínunni. Ég met það svo að slíkt atferli sé andleg leti á háu stigi.

Ætla að leggja fyrir þig eitt lítið dæmi til þess að reyna á rökhugsunina.

 Fjórir nemendur úr sama skóla fara eru sendir í erindagerðum, þrír sem fulltrúar skólans og einn sem fulltrúi skátafélagsins. Í ferðinni koma þeir við í verslun og eru teknir fyrir að hnupla og kærðir til lögreglu. Skólastjórinn telur eðlilegt að vísa þeim úr skóla í tvo daga. Á hann að vísa þeim öllum úr skólanum eða bara þrímenningunum.

Sigurður Þorsteinsson, 24.7.2009 kl. 23:52

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður hér er færsla frá því í fyrradag eftir mig:

Furðuleg ríkisstjórn!
Miðvikudagur, 22. júlí 2009

Það er náttúrulega furðulegt að Steingrímur hafi gefið leyfi fyrir því að skrifað væri undir þennan samning ef að ríkisstjórnin var ekki búin að ræða þessa lausn áður. Þetta er öðruvísi en aðildarumsókn að ESB. Þetta er mál sem gæti kostað alvarlegar milliríkjadeilur. Hefði ekki verið betra að fresta því að skrifa undir ef að ráðherra er frekar á því að við eigum ekki að samþykkja þetta? Reyndar segir Ögmundur ekki af eða á um þetta en samt er honum náttúrulega eins og fleirum misboðið við þessi orð Hollenska ráðherrans.

En Ögmundur ítrekar þó oft að við þurfum að gæta að þjóðarhag og einungis þjóðarhag. Og þá kemur t.d. til hans kasta t.d. hvað varðar heilbrigðiskerfi okkar sem er algjörlega háð því að fá vörur frá útlöndum. Og ef eins og hann ýjar að að við ættum kannski að fórna lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og því væntanlega að skila því sem við höfum þegar fengið, þá veit hann að við höfum ekki mikinn gjaldeyri til að kaup t.d. lyf. T.d. gæti okkur vantað í haust gjaldeyri t.d. fyrir bóluefni fyrir "Svínaflensunni"! Það hlýtur að kosta heil ósköp. Og ef ástand eins og var í haust og er víst enn yrðum við að staðgreiða allt sem við keyptum frá útlöndum.

Og þannig er oft þegar þjóð eða einstaklingar eru í fjármálakrísu eða nær gjaldþrota þá er það oft nauðsyn að ganga að samningi sem gefur þeim andrúm. Og það andrúm er síðan nýtt til að finna varanlegar lausnir eða vinna að því að auka tekjurnar til að að komast út úr vandanum. Þetta þekkja þeir sem hafa þurft að semja um skuldir í gegnum tíðina.

En aftur að ríkisstjórninni! Ögmundur hlýtur að gera sér grein fyrir því hvað svona loðinn boðskapur getur orsakað. Þetta gæti t.d.

verið hans aðferð við að grafa undan stjórninni. Í þeim tilgangi að láta einhverja aðra flokka taka ábyrgð á þessum samningi
Þetta gætu líka bara verið hugleiðingar hans.
Þetta gæti líka verið vegna þess að ríkisstjórnin er búin að fá samningaaðila til að samþykkja að ríkisábyrgðin verði skilyrt og þetta sé opnun á að stjórnarandstaðna haldi að hún hafi áorkað einhverju í málsmeðferðinni.
Eða hluti af einhverju plotti til að fá samningana tekna upp
En samt sem áður undrar það mig að menn skuli ekki átta sig á því að með því að tala svona þvert á það sem flokksbróðir hans og fjármálaráðherra segir þá fær stjórnin á sig enn meiri stimpil um að hún sé í raun ósamstæð og illa starfshæf

Ég náttúrulega hef ekki farið leynt með að ég styð samfylkinguna. Ég styð það að sækja um að ganga í ESB. Ég trúi því einarðlega að okkur sé fyrir bestu að leysa IceSave deilunna sem allra fyrst. Svo við getum farið að snúa okkur að uppbyggingu.

En varðandi þessa lögfræðinga þá má ég bara deila á þá. Mér er alveg sama hvaða flokkum þeir fylgja held þó að Eiríkur sé framsóknarmaður og Ragnar Hall sé sjálfstæismaður. Veit að hann var einn aðallögfræðingu Jóns Ásgeirs og Baugs. En mér finnst að reyndir menn eins og hann og Eiríkur hefðu átt að fara með þessar ábendingar sínar fyrst til ALþingis og bera þær upp en ekki rjúka með þetta í blöðin. Sér í lagi Ragnar Hall. Svona reyndir menn eiga að vita það að það er erfitt fyrir ráðuneytin að vera stöðugt að svara fyrir mál sem eru á viðkvæmu stigi. T.d. varðandi þetta ákvæði um að við tökum þátt í að greiða kostnað vegna útgreiðslna á innistæðum.  Umræða er góð og ég tek þátt í henni en þegar menn koma sem fólk hefur trú á og vitna í blöð og fylgiskjöl sem þeir hafa ekki séð eða skipta ekki máli þá er það slæmt. T.d. Höskuldur framsóknarmaður sem kemur aftur og aftur í fjölmiðlum með upphrópanir um einhver skjöl sem skipta svo engu máli.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.7.2009 kl. 00:06

16 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Magnús, þetta blogg þitt segir afskaplega lítið. Ég veit að Eiríkur Tómasson hefur verið orðaður við Framsóknarflokkinn, en veit ekki hvar Ragnar Hall stendur í pólitík og stendur reyndar slétt sama. Ekki var hann ráðinn í stöðu hæstaréttardómara af Sjálfstæðisflokknum og held að hann sé nú yfirleitt fyrst og fremst metinn af fagmennsku sinni í lögmennsku. Það á reyndar við þá báða Eirík og Ragnar.

Það að þessir lögmenn tjái sig í fjölmiðlum er fyllilega eðlilegt. Það er mjög lýðræðislegur ferill Magnús. 

 Ég vil ítrekað skora á þig að meta dæmið til þess að reyna á rökhugsunina.

 Fjórir nemendur úr sama skóla fara eru sendir í erindagerðum, þrír sem fulltrúar skólans og einn sem fulltrúi skátafélagsins. Í ferðinni koma þeir við í verslun og eru teknir fyrir að hnupla og kærðir til lögreglu. Skólastjórinn telur eðlilegt að vísa þeim úr skóla í tvo daga. Á hann að vísa þeim öllum úr skólanum eða bara þrímenningunum.

Sigurður Þorsteinsson, 25.7.2009 kl. 00:30

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þó að einn nemandin sé ekki formlega á vegum skólans þá hnuplar hann samt áður með hinum. Og þar sem hann er nemandi skólans og með hinum þá ber skólastjóranum að víkja þeim öllum úr skólanum. Því við verðum að reikna með að hann hafir ekki verið sérmerktur sem einstaklingur heldur einn af 4. Þó mundu sumir segja að þó hann fremji sama ódæðið þá sé það ekki skólans að refsa honum heldur skátunum.

Ég hinsvegar held mig við það að styðja þau mál sem ég tel að séu rétt. Og ég er a.m.k. ekki að kaupa rök stjórnarandstöðunar. Eins og t.d Bjarni Ben talaði í gær:

„Bjarni: Við munum aldrei fallast á þessa samninga einsog þeir liggja fyrir þinginu óbreyttir.

Jóhanna Vigdís: Hvað viljið þið gera?

Bjarni: Ja, við viljum einfaldlega að, við höfnum því, við höfnum því algerlega að íslenska ríkið taki á sig, á þeim skilmálum sem um er að ræða í þessum samningum, þessar gríðarlegu ábyrgðir. Við teljum að menn hafi samið af sér í fjölmörgum atriðum. "

Og það er einmitt það sem ég rukka stjórnarandstöðuna um. Hvað ætla þau að gera í staðinn. Það er ekki nóg að segja við viljum semja aftur. En segja okkur ekki hvað það á að vera? Hvað eru nógu miklar lagfæringar á samningnum til að þau sætti sig við hann? Hverjur vilja þau breyta í samningnum og hvaða líkur telja þau á að ná því fram. Og hvaða vissu hafa þau fyrir því að hafna samningnum kalli ekki yfir okkur mjög erfið ár ef að Bretar og Hollendingar sætta sig ekki við þetta.

Þorvaldur Gylfason telur að með því að synja samningi komi til með að kosta okkur lánin frá Norðulöndum á meðan ósamið er. Sem og AGS og eins frá öllum öðrum. Hann telur að þessi afstaða Norðulanda sé í raun bein handleiðsla frá þeim um að við tökum til hjá okkur og lærum af reynslunni. Og þeim mistökum sem gerð hafa verið hér síðustu ár. Allt frá því að Kvótinn var gerður framseljanlegur og veðhæfur án nægra reglna. Og alveg til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Samfylkingar greip ekki til ráðstafana strax og hún tók við völdum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.7.2009 kl. 01:09

18 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Magnús góð frammistaða. Nemendurnir brutu allir af sér og ættu því allir að fá refsingu. Í nágrannalöndum okkar eru gerðar miklar siðferðiskröfur til stjórnmálamanna okkar. Þeir segja af sér hafi þeir brotið af sér eða mál eru í rannsókn.

Í Kópavoginum kom eitt svona dæmi upp nýlega. Fjórir bæjarfulltrúar sátu í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs. Þrír þeirra Gunnar Birgisson, Ómar Stefánsson og Flosi Eiríksson voru skipaðir úr bæjarstjórn, ein einn þeirra Jón Júlíusson fullrúi starfsmanna. Nú braut stjórnin vítsvitandi reglur um útlán lífeyrissjóða og hefur málið verið sent í lögreglurannsókn. Í nágrannalöndum okkar myndu allir þessir stjórnarmenn segja af sér tímabundið úr bæjarstjórn á meðan rannsókn stendur yfir. Aðeins einn hefur haft það siðferðisþrek þ.e. Gunnar Birgisson. 

Guðríður Arnardóttir andarmamma Samfylkingarinnar í Kópavogi, taldi einn ungann sinn Jón Julíusson vera undanþeginn kröfu um afsögn, þar sem hann hafði sannarlega brotið af sér, en bara ekki sem fulltrúi bæjarstjórnar. 

Gaman væri að fá þitt mat á dæminu. 

Sigurður Þorsteinsson, 25.7.2009 kl. 01:34

19 Smámynd: Einar Karl

Hvernig væri nú að bloggarar, þingmenn og fjölmiðlamenn ræddu frekar aðalatriðin í máli Ragnars, um að úthlutun út þrotabúi Landsbankans sé óeðlileg og ósanngjörn?

Í staðinn fjargviðra menn og konur um það aukaatriði að Ragnar hafi kallað umsýslukostnað lögfræðikostnað. Og reyna svo að finna pólitískan stimpil á Ragnar, hann hljóti að vera á móti ríkisstjórninni og vera að styðja stjórnarandstöðuna með skrifum sínum. Það er svo miklu auðveldara að fara í svoleiðis sandkassaumræðu.

Bloggarar, þingmenn og blaðamenn - takið ykkur á!  

Einar Karl, 25.7.2009 kl. 10:13

20 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Einar Karl það var búið að ræða aðalatriðið í máli Ragnars. Hann talar um að gerð hafi verið misstök sem leiði til þess að Breta og Hollendingar eigi rétt að sækja kröfur í þrotabúið fyri sínum kostnaði. Hann segir þetta mistök og að við höfum ekki þurft að gera þetta. En aðrir eru bara annarrar skoðunar. Benda þar á jafnræðisreglur forgangskröfuhafa.

Hef nú sett þessa tilvitnun nokkrum sinnu hér inn:

Er hægt að veita íslenska tryggingasjóðnum forgang? Þetta er það sem allir vilja sagði Peter Dyrberg, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR og ráðgjafi Ice-save samninganefndarinnar en erindi hans var “Grundvöllur ábyrgðar – efni samninganna..

 Það væri brot á jafnræði að veita slíkan forgang segir Dyrberg, gagnvart öðrum innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi. Væri slíkt gert þyrfti að horfa til Evrópuréttar og þar þyrfti Ísland að geta fært haldgóð fyrir því að tryggja innlendum innstæðueigendum forgang.

 Það sé hvergi minnst á hvað sé átt við í tilskipun ESB um innstæðutryggingar hvað sé átt við með kerfishruni bankanna. Hvergi sé minnst á hversu stórt hrunið þyrfti að vera. Megintilgangur tilskipunarinnar sé að fólk geti treyst því að það fái greiddar innistæður sínar ef það verði bankahrun. Því sé ekki rétt að nýta þessi rök sem grundvöll fyrir því að ekki eigi að borga.

Dyrberg sagði að ákvæðu Íslendingar að láta reyna á málið fyrir dómstólum, hlyti það að þýða að þeir hefðu séð eitthvað sem öllum hinum 27 þjóðum ESB hefði yfirsést.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.7.2009 kl. 12:37

21 Smámynd: Björn Halldórsson

Þetta mun ég telja vera rétt hjá þér Magnús minn. Lögfræðingar hafa oft og yfirleitt vakið upp hjá mér undarlega kenndir sem erfitt er að skýra nánar. Þó tengjast þessar kenndir að vissu leiti ótta en einnig meðaumkun. Það er nefnilega svo að störf lögfræðinga og lögfræðingarnir sjálfir hafa lengi talist hinir mestu merkismenn hér á Íslandi og marga unga drengi hefur vísast dreymt þann draum í æsku að verða virðulegur lögfræðingur. Svo hefur það duggað upp á undanförnum árum að störf lögfræðinga hafa komist á milli tannanna á fólki. Hvað það er sem að lögfræðingar vinna nákvæmlega við virðist enginn vita og telja margir að skrifstofuvinna þeirra sé einhverskonar frí eða leikskóli. Ekki ætla ég að dæma um það þó.

Björn Halldórsson, 25.7.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband