Leita í fréttum mbl.is

Æi! Þar fór sú von fyrir ESB andstæðinga!

Er viss um að margir ESB andstæðingar hafi vonað að ESB ríki mundu stinga við fótum og neita að hleypa umsókninni í ferli. Því eins menn hafa heyrt hjá þeim eru löndi innan ESB svo vond við okkur og beita okkur allskonar brögðum. En viti menn allar þjóðirnar samþykktu að hefja mat á okkur sem umsækjanda. 

Staðan er nú 2 - 0 fyrir okkur sem viljum að Ísland gangi í ESB. Þ.e.

  • Samþykkt aðildarumsóknar á Alþingi = 1 - 0
  • og nú þessi samþykkt utanríkisráðherra ESB = 2 - 0 fyrir okkur.
  • esb2

mbl.is ESB-umsókninni vísað áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En smekklegt að setja þetta upp sem íþróttaleik.  Sérstaklega þegar verið er að svindla á lýðræðinu og þvinga þetta í gegn án vilja stórs hluta, jafnvel meirihluta þjóðarinnar.

Georg O. Well (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það veist þú ekkert um hvað varðar vilja þjóðarinnar. Sú meinta andstaða sem talað er um er byggð á skoðunarkönnun Heimsýnar sem er í besta falli ruglingsleg og í versta falli villandi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.7.2009 kl. 13:02

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

"Svindla á lýðræðinu" hm þarf að kann þetta nýyrði nánar.

Finnur Bárðarson, 27.7.2009 kl. 13:07

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

 Svona til að skýra þetta þá er hér ein spurning úr könnun þeirra. Þarna eru svarmöguleikar fá því að leggja mjögmikla áherslu á að aðildaviðræður niður í mjög litla áherslu á aðildaviðræður. Þetta segir okkur ekkert um hvort að fólk vilji viðræður eða ekki. En þeir leyfa sér að túlka þetta þannig að þjóðin sé á móti aðildarviðræðum.

Sp. 1. Hversu mikla eða litla áherslu finnst þér að ný ríkisstjórn eigi að leggja á að hefjaaðildarviðræður við Evrópusambandið?

Svör

Mjög mikla áherslu (5) 177 21,9%

Frekar mikla áherslu (4) 161 20,0%

Hvorki né (3) 112 13,8%

Frekar litla áherslu (2) 96 11,9%

Mjög litla áherslu (1) 261 32,3%

Mikla áherslu
338 41,9 3,4

Hvorki né 112 13,8 2,4Litla áherslu

357 44,3 3,4

Fjöldi svara 807 100,0

Tóku afstöðu 807 96,2

Tóku ekki afstöðu 32 3,8

Fjöldi svarenda 839 100,0

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.7.2009 kl. 13:11

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Eins og ég benti á í fyrrdag voru aldrei neinar líkur á að ráðherraráð Evrópusambandsins samþykkti ekki að umsókn Íslands færi í mat hjá framkvæmdastjórn sambandsins. Meira að segja Tyrkland fékk slíkt samþykki árið 1998.

Sbr.: http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/920247/

En það er gott að Evrópusambandssinnar geti glaðst yfir einhverju ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.7.2009 kl. 13:46

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Varðandi skoðanakannanir, kannanir þar sem spurt var um aðildarviðræður skiluðu yfirleitt meirihluta með, kannanir þar sem spurt var um umsókn um aðild skiluðu allajafna meirihluta á móti. Aðeins eitt skýrir þennan mun á könnunum sem jafnvel voru gerðar með tiltölulega litlu millibili. Fólk vill einhvers konar óformlegar könnunarviðræður en ekki formlega umsókn.

Þess utan þá má benda á að kannanir þar sem spurt var um umsókn eða aðildarviðræður segja ekkert um áherzlu fólks á þessi atriði. Könnun Heimssýnar (sem og hliðstæðar kannanir Stöðvar 2 fyrir kosningarnar 2007 og í vor) var ætlað að bæta þar úr í ljósi áróðurs Evrópusambandssinna um einhver krafa væri uppi á meðal almennings um að þetta mál væri sett á dagskrá sem allra fyrst. Sú krafa er einfaldlega ekki til staðar og skiljanlega kemur illa við Evrópusambandssinna að á það sé bent.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.7.2009 kl. 13:52

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hjörtur það vantaði í þessa könnun möguleikan "Alls ekki" eða "Alla áherslu" því skv. þessari könnu er enginn með eða á móti heldur bara leggja mismikla áherslu á aðildarumsókn. Og hvað einhver telur mikla áherslu eða litla er einstaklingsbundið. Þannig gæti einhver gefið upp svarið litla áherslu út frá hve margir eigi að vinna við aðildarumsókn okkar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.7.2009 kl. 13:57

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Magnús úr því þú líkir þessu við fótboltaleik,keppni andstæðinga ESB við þá sem vilja ESB,segi ég það var enginn dómari,það var haft rangt við. Nú bíða þeir í Brussel,veita styrki.Það eru þeir sem sækjast eftir okkur í apparatið. Ég lofa þjóð minni meðan ég fæ að tóra,að unna mér ekki hvíldar í baráttunni fyrir frelsi frá þessu helsi,sem þetta ESB er í mínum og annara huga.

Helga Kristjánsdóttir, 28.7.2009 kl. 01:12

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Dómari í þessu ferli verður þjóðin Helga! Því við göngum ekki í ESB nema að þjóðin leggi blessun sína yfir samningin þegar hann liggur fyrir. Og eins fá þeir sem standa að samningnum dóm sinn því að það þarf að rjúfa þing og kjósa eftir að samningurinn hefur verið gerður. Og samningurinn tekur ekki gildi ef að breytingar á stjórnarskránni verða ekki samþykktar á þingi fyrir og eftir kosningar.

Ég set þetta upp eins og íþróttaleik því að það eru áfangar sem þarf að ná og andstæðingum dreymir um að það verði eitthvað sem trufli þetta ferli.

Það er skrýtið með þetta helsi sem andsæðingar sjá í hverju horni. Ekki heyri ég að nein af þessum 27 sé svo sliguð af því að þær leiti eftir að komast úr þessu samstarfi. Og margar þjóðir sem eru að reyna að komast þangað inn.

Eins og sjá má á þessu kroti eru ekk margar þjóðr í Evrópu sem ekki eru í ESB eða á leiðinni þangað inn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.7.2009 kl. 02:36

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

adilaresb.jpg

Hér er kortið

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.7.2009 kl. 02:37

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Æ Æ mikið eru sumir fúlir núna og súrir á svipinn. Ég var hins vegar kát að heyra niðurstöðu utanríkisráðherranna og mér finnst líka klókt hjá  Karli þeim sænska að segja að Ísland fái ekki neina sérmeðferð. En við erum bara búin að semja um EES og Shengen og það veitir okkur forskot sem aðrar þjóðir geta ekki andmælt. Svo þurfum við ekki að uppfylla ýmsar þætti sem austur evrópu ríkin verða að gera.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.7.2009 kl. 04:04

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tyrkland sótti um aðild 1987.

Sýnir hvers eðlis málflutningur sumra er með að skoða framsetninguna í kommenti hér ofar - og skoða svo eðli máls.  Skoða raunveruleikann.

http://en.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Turkey_to_the_European_Union

Eins og einhver sagði:  Málflutningur sumra ónefndra er ekkert í tengslum við raunveruleikann.  Mestanpart skáldskapur er þeir semja um leið og morgunkonið er etið og afgangurinn mest sóttur á öfgasíður í evrópu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.7.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband