Leita í fréttum mbl.is

Við verðum að hætta að gefa orkunna okkar!

Það hafa menn bent á þetta síðasta áratug að það gengur ekki að við gefum stóriðjunni rafmagnið. Það kom berlega í ljós þegar að forstjóri Alcoa sagði í viðtali þegar Reyðarál var í smíðum að þeir væru að fá rafmagnið hér helmingi ódýrara en í Brasilíu. Og þetta var jú til að skapa um 400 störf en eftir situr Landsvirkjun með allt niður um sig og getur ekki endurfjármagnað sig. Nú er orka að verða dýmætari með hverju árinu og því verðum við að gera kröfu til þeirra sem stýra þessu orkufyrirtækjum okkar að þeir séu ekki að gefa orkuna. Þó að þetta gæti skapað nokkur störf og innspýtingu í efnahagslífið þá er ekki boðlegt að bjóða upp á orkusamninga á útsölu til 30 eða 40 ára. Auk þess afslætti á sköttum til langs tíma. Við verðum að setja þessu takmörk.
mbl.is Lítil arðsemi af orkuvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það kom að því að við værum sammála, Magnús.  Ég benti á þetta 1988 og ítrekað síðan.  Orkuvinnsla til stóriðju borgar sig varla nema í besta falli vegna skatta af launum starfsmanna.

Á þessu eru undantekningar og þar stendur hæst áver RioTinto-Alcan/Ísal í Straumsvík

Marinó G. Njálsson, 28.7.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já ég er viss um að ég hef lesið eitthvað eftir þig um þetta. Og ég er sammála að mér þótti t.d. áberandi þegar að Ísal fór fram að greiða skatta og skildur til okkar eins og önnur fyrirtæki og afsalaði sé undanþágu að hluta eða öllu leiti varðandi tekjuskatt. Ísal er jú búð að borga upp Búrfellsvirkjun.

Eins skil ég ekki ekki þeim 3 orkurisum sem við höfum þ.a. LV OR og HS orku að hafa hagað sér eins og vitleysingar í samningum við stóriðjuna og bjóða svona fáránleg kjör. Þetta eru nú að upplagi fyrirtæki sem áttu að skaffa almenningi orku á viðráðanlegu verði en líkur eru á því að almenningur þurfi á endanum að borga tapið sem verður á þessu nema að álverð rúki upp og haldist í hæstu hæðum næsu 20 til 30 árinn. 

Menn láta alltaf hér eins og þessi orka sé óþrótandi en nú þegar er víst búið að virkja um 60% eða meira af vatnsorku sem reiknað er með að sátt sé um að nýta. Og það til 30 eða 40 ára. Þannig að þegar að börnin okkar eða barnabörn fá hugmyndir að framleiðslu sem kostar mikla orku þá verður sú orka mjög takmörkuð sem þau hafa möguleika á.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.7.2009 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband