Leita í fréttum mbl.is

Hverning væri nú að fara að ákveða sig með "Konukot"

Ég skil ekki þessa tregðu til að halda áfram rekstri Konukots. Á meðan einhverja konur nýta sér það er nauðsynlegt að reksturinn sé til staðar. Það væri nær að ákveða að reka það þar til annað væri ákveðið. Þetta kostar væntanlega ekki svo mikið.

Vísir, 19. des. 2006 14:04


Vilja tryggja rekstur Konukots til 1. maí

Fjármagn til reksturs Konukots og auknar niðurgreiðslur til dagforeldra og sjálfstætt rekinna leikskóla eru meðal breytinga sem meirihluti borgarstjórnar leggur til á frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar sem tekið verður til seinni umræðu í dag.

Fram kemur í tilkynningu frá borginni að lagt sé til að fjárhagsáætlun velferðarsviðs hækki um 18 milljónir til þess að mæta kostnaði við rekstur Konukots eða sambærilegs úrræðis en rekstri þess var hætt um síðustu mánaðamót þegar tveggja ára samningur borgarinnar og Rauða krossins rann út.

Lagt er til að samið verði við Rauða krossinn um áframhaldandi rekstur Konukots til 1. maí á næsta ári og að tíminn fram að því verði notaður til að kanna hvernig borgin sinni rekstrinum á sem hagkvæmastan hátt.

Þessi hringlandaháttur er óþolandi. 18. milljónir eru nú engin stór upphæð. EN að vera sífellt að huga að því að hætta rekstri og byrja aftur hlýtur að skapa þeim sem nýta þetta óöryggi sem og þeim sem þar starfa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband