Leita í fréttum mbl.is

Topp 10 listi bankahrunsins

Ólafur Arnarson hagfræðingur byrtir á www.pressan.is topp tíu lista bankahrunsins. Ekki alltaf sammála honum í þessi listi held ég að sé nokkurð réttur

1. Icesave Landsbankans - hundruð milljarða króna falla á íslenskan almenning - Landsbankinn fékk sérstaka fyrirgreiðslu í kerfinu og naut mikils velvilja í Seðlabankanum en með eðlilegu eftirliti hefði mátt koma í veg fyrir stærstan hluta Icesave tjónsins, ef ekki allt.

2. Gjaldþrot Seðlabankans - Seðlabanki Íslands stundaði glannalega útlánastarfsemi til íslenskra banka. Jafnvel á árinu 2008, þegar bankastjórnin segist hafa vitað að íslensku bankarnir stóðu á brauðfótum, hélt bankinn áfram að lána gegn verðlausum bankavíxlum í stað þess að taka eignasöfn bankanna sem tryggingar. Þess vegna varð Seðlabanki Íslands gjaldþrota á sama tíma og aðrir seðlabankar högnuðust á auknum útlánum sínum til bankakerfisins.

3. Lán til tengdra aðila - Landsbankinn virðist hafa lánað allt sitt eigið fé og gott betur til fyrirtækja í eigu stærstu eigenda bankans og tengdra aðila. Þarna er um að ræða mörg hundruð milljarða og megnið af þessu fé er tapað.

4. Tengsl eignastýringar bankanna og lífeyrissjóða í vörslu bankanna við eigendur bankanna. Peningamarkaðssjóðir og lífeyrissjóðir Landsbankans dældu peningum inn í fyrirtæki eigenda Landsbankans með tilheyrandi tapi. Peningamarkaðssjóðir Glitnis töpuðu stórum fjárhæðum á fyrirtækjum, sem tengd voru eigendum bankans.

5. Stjórnendur nýju bankanna og stjórnvöld ákváðu í sameiningu í kjölfar bankahrunsins að setja 200 milljarða króna inn í peningamarkaðssjóði bankanna. Það var gert með þeim hætti að verðlausir pappírar (gjarnan útgefnir af fyrirtækjum tengdum eigendum bankanna) voru keyptir á nær fullu verði á kostnað skattgreiðenda.

6. Lán með veðum í hlutabréfum banka - þarna eru allir bankarnir sekir. Þeir lánuðu fjárfestum og hluthöfum sínum til kaupa á hlutabréfum í bönkunum. Þessi lán fóru út í algerar öfgar og á endanum töpuðu allir hluthafar öllu sínu í bönkunum.

7. Bankarnir lánuðu starfsmönnum sínum ótæpilega til kaupa á hlutabréfum í bönkunum. Lán þessivoru gjarnan án áhættu fyrir starfsmennina og hvöttu til áhættutöku, sem gekk gegn hagsmunum venjulegra hluthafa.

8. Bankarnir hvöttu viðskiptavini sína til að taka erlend lán þegar krónan var sterk. Skipti engu máli hvort um var að ræða fyrirtæki eða heimili. Fyrir vikið sitja þúsundir heimila og stór hluti fyrirtækja hreinlega í súpunni nú, þegar krónan er hrunin. Hluti af ástæðu þessarar ógæfu er að sjálfsögðu glórulaus peningastefna Seðlabankans, sem olli þeirri gríðarlegu hækkun, sem varð á krónunni, og stuðlaði síðan að hruni hennar.

9. Sveitarfélögin tóku mörg hver lán í erlendum myntum og stefna nú lóðbeint í gjalþrot með tilheyrandi hörmungum fyrir íbúa þeirra.

10. Seðlabankinn afnam bindiskyldu í útibúum íslenskra banka erlendis í mars 2008 og greiddi þar með leið Landsbankans í Icesave söfnun sinni og auðveldaði aðgengi Icesave að ríkisábyrgð í stað þess að auka bindiskylduna til að koma í veg fyrir vöxt Icesave.

Sjá nánar hér


mbl.is Bagalegt ef fyrirtaka AGS tefst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband