Leita í fréttum mbl.is

Málflutnngur sjórnarandstöðunar að skila sér!

Er nema von að væntingarvísitalan lækki! Stjórnarandstaðan hefur talað fyrir ragnarökum hér stanslaust síðustu mánuði. Allar aðgerðir eru véfengdar og staðreyndir afbakaðar og skrumskældar. Sjónarandstæðingar fá að blása í hverjum fréttatíma eftir annan með fullyrðingar sem svo síðar fá ekki staðist. Tökum dæmi:

  • Hér fyrir nokkrum mánuðum var málið ósköp einfalt. Við áttum ekki að borga IceSave. Heill hópur Indefence varð eins og dótturfélag Framsóknar og hélt þessu blákalt fram alveg fram í maí þegar málflutningurinn breyttist í að auðvita ættum við að standa við skuldbindingar en samningurinn um IceSave væri óásættanlegur.
  • Stjórnarandstaðan hefur deilt á hversu stjórnvöld fari sér hægt í öllum málum. En nú í sumar var þetta breytt yfir í það að stjórnvöld væru að keyra mál í gegn og ekki ætti að flýta sér.
  • Þingmenn fara hamförum yfir einhverjum blöðum sem á að vera leyna fyrir þeim. Síðan kemur yfirleitt í ljós að þetta eru plögg sem skipta engu máli. Og aldrei hafa þingmenn haft óbeðið aðgang að öðru eins magni af upplýsingum til að vinna úr.
  • Stjórnaandstaðan gerir lítið úr vinnu allra starfmanna ráðuneyta og gera lítið úr menntun þeirra og reynslu. Vitandi það að þetta er ekki rétt enda er stjórnarandstaðan ekki að fara fram á að þetta fólk hætti.
  • Síðan eru það þingfundir eins og þeir eru orðnir í dag með framkomu Vigdísar Hauksdóttur sem ríkur með upplýsingar af blogginu og fleiri stöðum og talar í þingstól eins og þetta séu staðreyndir eða frambærilegur málflutningur. Eins og þegar hún hélt því fram að við uppfylltum ekki skilyrði ESB skilyrði sett fram í ákvæðum kenndurm við Kaupmannahöfn, og eins þegar hún kallaði þingmenn landráðamenn og fleira miður málefnalegt sem kom frá henni.
  • Stjórnarandstaðan öllu í því að spá okkur gjaldþroti

Er nema von að stundum þegar maður hlustar á stjórnarandstöðuna tala þvert ofna í það sem þau gerðu fyrir kosningar og boðandi gjaldþrot landsins stanslaust fari að velta því fyrir sér hverju þau haldi að þetta skili? Hvað græða þau á að hræða hér fólk upp úr öllu valdi? Draga þar með úr krafti fólks og vilja til að byggja hér upp að nýju. Við getum sett dæmið upp þannig að það var eins gott að stjórnarandstaðan þ.e. þetta fólk var ekki við stjórn 1973 þegar Heimeyjargosið var, ekki þegar síldin hrundi og ekki 1990 þegar loks tókst að koma verðbólgu hér niður eftir mörg ár. Það hefði væntanlega veri viðkvæði þeirra að nei það er ekki hægt að gera þetta eða hitt því að þá mundi það valda vanda eftir nokkur ár eða væri ekki hægt.


mbl.is Lítil trú á efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Smá misskilningur. Þeir tala ekki fyrir ragnarökum, þeir komu þeim af stað!

Ingimundur Bergmann, 28.7.2009 kl. 19:52

2 identicon

Hver hefur hag af því að ICESAVE samningur leki í fjölmiðla ?

JR (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 20:10

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já það er spurningn JR! Það virðist kerfisbundið verið að leka hinu og þessu með jöfnu millibili. Eins er það athyglisvert að nú virðast aðeins gögn sem snerta allar aðra en Jón Ásgeri sem lekur í blöðin. Held að þessu sé stýrt einhverstaðar?

Náttúrulega alltaf gott að sem mest af upplýsingum liggi fyrir. En það er líka staðreynd að aldrei hefur jafn ítarlegt efni legið fyrir fólki.

Eins gleymdi ég því áðan að það er gjörsamlega óþolandi að hinir og þessir "Sérfræðingar" sem hafa ekki einu sinni aðgang að öllum göngum geti komið fram óg véfengt það sem aðir segja. T.d. eins og þeir sem setja út á greiðsugetuspá seðlabankans af þvi að hann reiknar með að gengi krónunar hafi hækkað um 13% frá því sem nú er eftir 7 ár. Sorry en ég spái að heilu kynslóðirnar verði fluttar héðan ef að gegnið hækkar ekki minnst um 25% á næstu árum. En þessir mönnum er hampað eins og ég veit ekki hvað.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.7.2009 kl. 20:23

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Krónan rambar á barmi nýs hruns og þó þú veljir að horfa fram hjá þeim gögnum sem liggja fyrir að þá ertu greinilega einn af fáum sem gera það. Þegar vaxtagreiðslur út úr landinu er um helmingur af gjaldeyristekjum er ekki hægt að búast við öðru en að gjaldmiðillinn haldi áfram að falla í verði. Ef við komumst svo langt að skipta yfir í Evru verður það ekki á gengi yfir 1 á móti 500 og já heilu kynslóðirnar munu flytja héðan. Staðan er svört en verður ekkert betri við að við höldum áfram að eyða eins og við séum ekki gjaldþrota. Við verðum að horfast í augu við gjaldþrotið áður en við getum vonast til að komast í gegnum það. Meðan við forðum og frestum öllu drögum við bara hið óumflýjanlega á langinn. Við sem ekki höfum trú á að hægt sé að forða gjaldþrotinu verðum hinsvegar að muna að vera þolinmóð gagnvart þeim sem ekki hafa horfst í augu við staðreyndir enn sem komið er. Það gerir ekki svo mikið til hvort við bætum á okkur nokkrar umferðir af lánum ef við hvort hið er getum ekki greitt þetta ef við á móti getum staðið betur saman í þrotinu. Við eigum að vera yfirgnæfandi sammála um nauðsyn gjaldþrotsins áður en við stefnum í það því það verður sko alls ekki sársaukalaust.

Héðinn Björnsson, 28.7.2009 kl. 21:46

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já það er þetta sem ég segji Héðinn. Heldur þú virkilega að það hjálpi að halda svona stefnu á lofti. Ég minni þig á að t.d. 7 ár eru mjög langur tími í lífi þjóðar eins og okkar. Minni þig t.d. á að það eru ekki nema 65 ár síðan að við vourm tiheyrðum Damörku og aðeins lengra síðan að hálf þjóðin bjó í torfbæum. Það eru ekki nema 35 ár síðan að við þurftum á nokkrum vikum að hýsa um 5000 eyjamenn eftir að gosið hófst í Heimaey. Og þá voru ekki nema nokkur ár síðan að síldin hafði horfið og við verið undir viðskiptaþvingunum frá Bretum og fleiri löndum. Við komum okkur út úr því. Og þá minni ég þig á að það eru ekki nema um 20 ár síðan að hér var verðbólga vel yfir 100%. Við unnum okkur út úr þessu öllu. Og á 7 árum er ýmislegt sem getur gerst. Við gætum gegnið í ESB. Það gæti verið að það mundi liðka fyrir möguleikum okkar t.d. að fá hagstæðara lán til að greiða IceSaveláni. Jafn vel að lengja í því o.s.frv.

En ef allt sem ákveðið er hér er fyrirfram dæmt dautt og ömurlegt þá vera hér bara engar framfarir. Og þá er sjalf hætt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.7.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband