Leita í fréttum mbl.is

Stóriðjuhugmynd að mínu skapi

 Eftirfarandi frétt af visir.is er um gagnageymslur fyrir stórfyrirtæki og mögulega staðsetningu þeirra hér. Þetta mundi bæði þurfa orku, vinnuafl og húsnæði. Mér skilst að það sé mikil orka sem þurfi til að keyra þessar tölvur (geymslur) og til að kæla þær
Vísir, 19. des. 2006 18:59

 

Á stærð við 15 knattspyrnuvelli

Breska stórfyrirtækið BT Group hefur gert samning við Data Íslandia um að gera hagkvæmnisathugun á byggingu allt að 100 þúsund fermetra gagnamiðstöðvar á Íslandi en það jafnast á við 15 knattspyrnuvelli. 200 ný störf gætu þá skapast. Framkvæmdastjóri Data Íslandia ætlar að bjóða fleiri alþjóðlegum fyrirtækjum samskonar þjónustu.

Samkvæmt samningnum mun Data Íslandia veita BT Group alhliða þjónustu við langtíma gagnavistun og stýringu rafrænna gagna. Verkefnið er unnið í samvinnu við Farice og íslensk orku- og gagnavistunarfyrirtæki.

Sol Squire, framkvæmdastjóri Data Íslandia, segir gagnamiðstöðvar hafa hingað til verið stórar tölvur sem geymi mikið af gögnum. Nú hafi regluverkið hins vegar breyst, meira af gögnum til að geyma og því leitað hagkvæmustu leiða og bestu staðsetninga fyrir nútíma gagnavistun.

Hann segir þetta henta mjög stórum fyrirtækjum að hafa áreiðanlega og staðfasta miðstöð af þessari gerð og umhverfið sé eins stöðugt og hægt sé. Það eigi við um Ísland. Squire segir að allt að 200 ný störf skapist í kringum starfsemina á Íslandi. Auk þess þurfi að stofna ný stoð- og þjónustufyrirtæki.

Stefnt er að því að niðurstöður hagkvæmniathugunarinnar liggi fyrir innan nokkurra vikna. Squire segir áætlað að hefja byggingaframkvæmdir í vor. Rannsóknir þurfi að framkvæma til að tryggja að reksturinn verði umhverfisvænn. Gæta þurfi hagsmuna BT og Íslands auk samstarfsaðila í Data Íslandia.

Squire segir þetta fyrstu miðstöðina af mörgum. Þrýst sé á alþjóðleg stórfyrirtæki og vandamálið það sama hjá öllum varðandi geymslu gagna. Öll fyrirtækin leiti lausna. Squire segist ætla að kynna lausn fyrirtækisins fyrir ýmsum aðilum víða um heim á næstu misserum.

Eins gott að við eigum orku og annað til að þetta verði raunhæfur möguleiki.



mbl.is Ný gagnamiðstöð á Íslandi gæti skapað 200 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband