Leita í fréttum mbl.is

Afhverju er verið að breyta Flugumferðarstjórn yfir í Flugstoðir ohf. ?

 

Vísir, 20. des. 2006 02:15
Var einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að verið er að stofna til þessa fyrirtækis : Flugstoða ohf.
Voru þetta einhverja erlendar tilskipanir? Eða er þetta eitt fyrirtæki en sem er verið að undirbúa sölu á frá ríkinu? Svona eins og Síminn og bankarnir sem öll urðu hf áður en þau voru seld. Afhverju er ekki löngu búið að ganga frá samningum við flugumferðarstjóra? Var þetta kannski skyndiákvörðun? Er reynsla t.d. Norðmanna þar sem þetta er einkavætt eitthvað til að horfa til? þar vantar eitthvað um 2000 flugumferðastjóra? Gott ef einhver gætti uppfrætt mig í athugasemdum.

 

Flug gæti raskast mikið eftir áramót

Enn vantar upp á að viðbragðsáætlun Flugmálastjórnar vegna deilu Flugstoða ohf. og Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) sé tilbúin, þegar einungis ellefu dagar eru þar til fyrirsjáanlegt rask verður á flugi.

Nái Flugstoðir ohf. ekki að semja við FÍF á næstu dögum, verða því verulegar truflanir á öllu flugi á Íslandi, frá og með áramótum. „Flug mun leggjast af að einhverju leyti, líklega að öllu leyti," segir Loftur Guðmundsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra.
Hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu hafa því verulegar áhyggjur af gangi mála. Jón Karl Ólafsson hjá Flugleiðum segir brýnt fyrir ferðaþjónustuna að úrlausn náist. „Þetta er stóralvarlegt mál og menn verða að fara að koma sér niður á jörðina. Flugmálastjórn hefur fullyrt að ekki komi til stöðvunar á flugi og við trúum því og treystum á að það gangi eftir." Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Icelandic Express, telur að ætluð röskun á flugi muni hafa keðjuverkandi áhrif og talar í því samhengi um hugsanlega „katastrófu" fyrir Íslendinga og ferðaþjónustuna í heild sinni. „Það verður að leysa þetta. Það yrðu tafir alls staðar og gífurlegur skaði, ef af yrði," sagði Matthías í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband