Leita í fréttum mbl.is

Ætti maður að að fara fram á að fá útborgað í evrum?

Var að lesa þessa frétt á visir.is. Það kveður við nýjan tón hjá Tryggva Herberts nú þegar hann er að kveðja gamla starfið. Áður fannst mér hann tala um að evran hentaði bara alls ekki:

Innlent

 
Markaðurinn, 20. des. 2006 11:02

Taka þarf upp evru lagist ekki hagstjórnin

Hysji stjórnvöld ekki upp um sig buxurnar í stjórn efnhagsmála er upptaka evru eina leiðin til að hér náist stöðugleiki í efnahagsmálum, sagði Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, þegar hann kynnti nýja skýrslu um hagstjórnarumhverfið á Íslandi í morgun. Skýrslan er áfellisdómur yfir hagstjórn bæði ríkis og sveitarfélaga auk þess sem Seðlabankinn er sagður hafa gert mistök í stjórn peningamála.

„Ef samspil hagstjórnartækja verður ekki þannig að hér verði eðlilegur hagvöxtur, sem ekki leiðir af sér þenslu, getur verið að hægt sé að neyða fram það umhverfi með því að taka upp nýja gjaldmiðil," segir Tryggvi. Skýrslan ber heitið „Hagstjórnarumhverfið og sambýli atvinnuvega," og er unnin að beiðni Samtaka atvinnulífsins. Hún var kynnt á fundi í húsnæði samtakanna fyrir í morgun.

Tryggvi Þór benti á að þótt auðvelt væri að vera vitur eftir á og margt í hagstjórnarumhverfinu sem komið hefði á óvart, þá hefði verið búið að vara við ýmsum hlutum, svo sem breytingum á íbúðalánamarkaði sem stjórnvöld hefðu þó skellt skollaeyrum við. Í hagstjórninni hafi hins vegar verið misvægi, svo sem að draga ekki úr útgjöldum ríkissjóðs um leið og skattar eru lækkaðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband