Leita í fréttum mbl.is

Smá hugleiðing varðandi IceSave

Hef verið að hugsa um ummæli manna um IceSave síðustu daga bæði hér á blogginu sem og í fréttum. Ég hef náttúrulega oft fjallað um Icesave. Og eins hef ég fengið athugasemdir um að ég sé aumingi og vilji að Bretar og Hollendingar hafi fullkomninn sigur og nái að kúga okkur. Allt í lagi! En það eru nokkrir punktar sem mér finnst að fólk gleymi.

Ísland var og er meðal ríkustu þjóðum heims. Tekjur hér á mann eru miklu hærri en bæði í Hollandi og Bretlandi. Samt er fólk á því að þessum þjóðum beri að vera sérstaklega góð við okkur þar sem að við séum svo lítil og fátæk.

Við markvisst komum hér á fullkomnu frelsi bankanna til að gera það sem þeir vildu. Um leið þá drógum við markvisst úr eftirliti með þeim sem og með samkeppni þar sem að aðalflokkur í stjórn hér síðustu áratugi var á móti því að leggja fé í eftirlitsstofnanir. Töldu þær bruðl því að markaðurinn mundi hafa eftirlit með sér sjálfur. Þetta kom fram í ályktun á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2007
"Hið opinbera þarf stöðugt að huga að því að lögbundið eftirlitskerfi verði ekki of íþyngjandi fyrir atvinnulífið og þarf að gæta þess að gera ekki óþarfar kröfur til atvinnulífsins og taka ekki upp meira regluverk en nauðsyn krefur. Þá skal lögð áhersla á að eftirlit verði eftir því sem kostur er í höndum einkaaðila, meðal annars með því að fyrirtæki njóti innra eftirlits. Það að ákvörðunarvald um hvaða kröfur skuli gerðar liggi hjá hinu opinbera, þarf ekki að þýða að ríkið þurfi sjálft að hafa allt eftirlitið með höndum"
Svo nú þegar komið er í ljós að eftirlit okkar var í mýflugumynd og aðhald með bönkunum var nær ekkert. Þá viljum við ein þjóða ekkert með ábyrgð á innistæðum sem við áttum að tryggja að væru tryggða upp að vissu marki.

Við höldum því fram að Hollendingar og Bretar fari létt með að borga sinn hluta af því sem fór í að greiða upp Icesave innistæður og þeir geti bara sjálfum sér kennt að hafa borgað þetta allt. Samt sem áður kvartar enginn hér þó að allar innistæður hér hafi verið tryggðar upp í topp. Og skv. reglu um jafnræði hefðum við þá átt að vera ábyrg fyrir öllum innistæðum á Icesave þar sem það var í Íslenskum bönkum.

Eins tala menn um að skv. reglum um innistæðutryggingar hefðu Bretar og Hollendingar ekki þurft að borga þetta svona fljótt. En hvernig halda menn að staðan væri hérna þá. Það væru um 300 þúsund innistæðueigendur sem væru hér mótmælandi, í lögsóknum eða að undirbúa þær. Þær hefðu væntanlega staði í ár eða áratugi og sennilega endað þannig að þeir hefðu náð að rukka inn frá okkur allar innistæður líka það sem Bretar borguðu.

Og ef við víkjum aftur að því að við erum ein ríkasta þjóð í heimi með þeim sem eru með hæstu þjóðartekjur á mann og verðum það áfram þá finnst mér ekkert skrýtið að okkur sé gert að borga innistæðutryggingaíhlutan.

En eins þá finnst mér ummæli eins og viðhöfð eru um embættismenn okkar og samninganefndina vera gjörsamlega út í hött. Þar tala ungir óreyndir þingmenn sem aldrei hafa átt í samskiptum og samningum við eitt né neitt eins og þeir viti allt betur. Þeir virðast ekki skilja að samningastaða okkar var slæm. Það sem menn eru að reyna að höggva í er einhver galli á tilskipun EES sem þeir ættu að vita að yrði aldrei samþykkt túlkun hjá ESB

 

Síðan tala allir eins og samninganefnd okkar hafi haft öll tromp á hendi og hefðu átt að geta fengið allt í gegn hjá Bretum og Hollendingum. En eins og allir vita þá eru samningar einmitt að báðir aðilar gefa eftir eitthvað. Bretar og Hollendingar tóku á sig allt yfir lámarksinnistæðutryggingum. Þeir gengu ekki eftir inneignum lögaðila. Eins og sveitarfélaga, líknarfélaga og fleiri. Þó vitum við að mörg sveitarfélög töpuðu öllu sínu, hjúkrunarheimili berjast í bökkum, heilu borgarstjórnir hafa þurft að segja af sér vegna peninga sem töpuðust í Icesave. Það  var jú í upphafi að Bretar vildu fá okkur til að viðurkenna að við skulduðum allt þetta.

Æ ég gæti haldið áfram lengi en það sem ég vildi í raun segja að mér finnst að þessi árátta okkar í að tala um að við lifum þetta ekki af og ráðum ekki við þetta vera út í hött. Þjóðir hafa verið skuldugari og í raun vorum við skuldugari í fyrra þegar að ríki, fyrirtæki og einstaklingar skuldaðu um 14 falda landsframleiðslu. Nú hafa þó skuldir dregist saman um mörg þúsund milljarða  þó að skuldir ríkisins hafi aukist.

Við vitum að það verður erfitt næstu árin en fátæk verðum við ekki. Við eigum áfram að eiga möguleika á að styðja við þá sem verst standa og koma í veg fyrir að fólk lifi við sult. Síðan birtir fljótt aftur það hefur alltaf gert það hjá okkur. Og ég er orðinn þreyttur á að svo mikilli orku sé beitt í 

  • að rífa niður það sem verið er að gera,
  • að rægja fólk sem virkilega er að reyna vinna fyrir okkur
  • að koma með ömurlegar framtíðarspár
  • að draga kjark úr fólki
  • að reyna að koma höggi á hina og þessa.

Það getur vel verið rétt að ég sé óraunsær en ég vildi óska að við höguðum okkur í þessu máli eins og þegar við höfum orðið fyrir náttúruhamförum. Þar sem að við þjöppum okkur saman um að byggja aftur upp en látum sérfræðingana um að fara yfir almannavarnirnar og hvort að einhver hafi brugðist. Og ef eitthvað var gert rangt þá leiðréttum við það þegar að tími gefst til. En við látum ekki allt stöðva uppbygginguna því hægt er að laga flest eftir því sem á líður. Jafnvel Icesave.


mbl.is Styðja Icesave með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

voðalega eru mörg við þarna!!!! ekki kom ég að fullkomnu frelsi bankanna,ekki dró ég markvisst úr eftirliti með þeim..nei það voru spilltir og vanhæfir stjórnmálamenn sem blekktu þjóðina, þjóðina sem nú hefur þjappað sér saman um að neita að borga fyrir spillingu og glæpi...ég man ekki betur en t.d. við "sölu" landsbankans á sínum tíma hafi þáverandi forsætisráðherra D.O. sagt í sjónvarpsviðtali "auðvitað fylgir engin ríkisábyrgð bankanum fyrir þetta verð" og "gott að fá svona aðila að kaupunum sem koma með pening til landsins" einhvern veginn svona var það,þú heldur kannski að við getum byggt upp bankana fljótlega aftur til að hægt sé að selja einhverjum öðrum kunningjum ríkiseignir fyrir gjaffé ?

zappa (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 01:32

2 identicon

Ég hef snúist í þessu máli og tel nú að við eigum að skrifa undir. Við erum sek. Þessar ömurlegu ríkisstjórnir voru stjórnir lýðræðislega kjörins Alþingis hverju sinni. Við Íslendingar erum sek um að hafa leyft þessu að gerast. Ég hef grun um að Norðurlöndin taki þátt í að þrýsta á okkur með því að neita okkur um lánin vegna þess að þau sjá að hér er ekki verið að taka til, rannsóknir í skötulíki og verið er að einkavæða bankana aftur með sama regluverki og var! Frændum okkar finnst réttilega að það þurfi að refsa okkur og ef við erum sek um framangreint þá er það rétt. Hér á Íslandi þarf að fara fram hugarfarsbreyting því annars verður allt við það sama!

Rósa (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband