Leita í fréttum mbl.is

Vangaveltur um hvað verður ef við fellum samningin!

Fyrir það fyrsta er Alþingi ekki að fjalla um samninginn sjálfan heldur ábyrgð á lánum til innistæðutryggingarsjóðs. Eins og ég skil stöðuna í dag þá hafa Bretar og Hollendingar eignast nær allar kröfur innistæðueigenda sem áttu fé í Icesave nema fyrirtækja, opinberra stofnana og félagasamtaka. Og þar sem að innistæðutryggingarsjóðir þeirra eiga nú þessar kröfur þá eiga þeir rétt í þrotabú Landsbankans sem og á Íslenska innistæðutryggingarsjóðinn fyrir lágmarkstryggingu.  Og jafnvel í Landsbanka sem heild því þeir mundu væntanlega vefengja að eignir hafi veri fluttar úr Gamla Landsbanka á sínum tíma.

Þannig að ef að við fellum samninginn þá mundu væntanlega taka við lögsóknir þar sem Breski og Hollenski innistæðutryggingarsjóðurinn mundi:

  • Krefjast þess að færslur á eignum úr gamla Landsbanka yfir í nýja yrðu dæmdar ólöglegar. Þar inni yrðu væntanlega öll lán til einstaklinga, fyrirtækja og innistæður Íslendingar.
  • Þá mundu þeir væntanlega höfða mál vegna þess að ALLAR innistæður Íslendinga voru tryggðar að fullu.
  • Væntanlega mundu þeir gera líka körfur á að innistæðutryggingarsjóður stæði við lágmarkstryggingu áfram.

Þá mundu Bretar og Hollendingar væntanlega styðja alla lögaðila sem áttu fé á IceSave til að sækja mál vegna sinna innistæðna.

Þá mundu þeir væntanlega krefjast þess að bankinn yrði formlega gerður gjaldþrota og allar eignir bæði úr nýja og gamla yrði ráðstafað upp í forgangskröfur og ríkið gert ábyrgt fyrir því sem á vantar.

Þetta yrði væntanlega nokkra ára ferli þar sem að væntanleg niðurstaða gæti orðið þannig að við mundum algjörlega missa Landsbankann. Sem og allar eignir sem fólk á þar. Einnig þar sem útkoman úr þessum málaferlum væri nokkuð ljós enn ekki viss þá mundi enginn, hvorki AGS, vinaþjóðir eða aðrir lána okkur þar sem að óvíst væri hvort gegnið yrði að skuldum sem gætu til komið og stjórnvöld gætu þurft að borga.

Og þar með mundu sennileg ekki verða til nein ný störf hér næstu árin og frekar fækka verulega. Og þá held ég að við mundum fyrst sjá fólksflótta héðan.


mbl.is Fyrirvarar um greiðsluþak og hve lengi verður borgað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll! Þú telur að Þeir myndu  væntanlega véfengja að eignir hafi verið fluttar úr gamla Landsbanka á sínum tíma,er ekki hægt að sjá það?   Eru það ekki verk íslenskra stjórnvalda?    Þú trúir að þeir hafi ekki meira álit á íslenskum stjórnvöldum en svo að þau myndu hylja gerðir sínar.  Erum     við í deilum við vammlausar þjóðir, ég vil sýna þeim að þeir eiga við réttsýna, hugdjarfa þjóð.  Aflmikla af baráttu við brimlamda strönd.

Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2009 kl. 12:06

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei Helga það er opinbert að það var gert. Þ.e. bankinn var klofinn niður og góðar eignir fluttar í nýja bankan það var gert í október sl. En aðrar eignir voru skildar eftir í gamala bankanum. Ég tel að þeir muni fara fram á að skipting bankans verði dæmd ólögleg og eignir nýja og gamlabankans verði í óskiptu þrotabúi. Þar á meðal lán til íbúðakaupa og önnur lán til viðskiptavina bankans hér á landi. Þetta eru allt eignir sem skila inn tekjum fyrir bankana og kröfuhafar vildu gjarnan hafa aðgang að.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.8.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband