Leita í fréttum mbl.is

Hverning væri nú að við færum að verða virkir neytendur?

Undrast alltaf sjálfan mig þegar ég sé svona kannanir. Þegar ég versla þá hef ég þá tilhneiginu að fara bara í næstu búið sem selur vöruna sem mig vantar. Ég leita aldrei eftir hagstæðustu verðum í matvörum. Jú ég er líklegri til að fara í Bónus. En hef oft verslað sömu vörur í Hagkaup því að ég nenni ekki nokkrum húsum lengra. Ég skil reyndar ekki þann mun sem er á verðum milli Bónus - Hagkaups og svo 10-11 því ef eitthvað er eru fæstir starfsmenn í 10 - 11 og lakasta þjónustann. Þó skildist mér að verðið réðist af þjónsutstigi verslana. Í Hagkaup er þó aðeins meiri þjónusta í matvöruhlutanum en ekki mikið. Miðaða við að þetta eru sömu eigendur og sameiginleg innkaup að stórum hluta finnst mér verðmunurinn helst til mikill.

Frétt af mbl.is

  Bónus oftast með lægsta verð en 11-11 það hæsta
Innlent | mbl.is | 20.12.2006 | 22:02
Talsverður verðmunur er á ýmsum matvörum, sem gjarnan er... Mikill verðmunur var á jólamatnum milli verslana þegar verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands kannaði verð í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu í dag, miðvikudag. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða á 22 af þeim 40 vörutegundum sem skoðaðar voru. Verslun 11-11 var oftast með hæsta verðið eða í 19 tilvikum.


mbl.is Bónus oftast með lægsta verð en 11-11 það hæsta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Það er líka spurning um vöruúrval,  það munar t.d. ansi miklu á að versla í fjarðarkaupum eða Bónus.  Samt munar ekki miku í verði.  Ef ég ætti heima í Hafnarfirði myndi ég örugglega styðja þá í baráttunni.

TómasHa, 20.12.2006 kl. 23:41

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

10 -11 er nú ekki með eins mikið úrval og Bónus og lakar þjónustu. Mjög fáir að vinna þar. En eitthvað greitt fyrir opnunartíma og útbreiðslu. Ég veit það. Já ég er sammála um Fjarðakaup það er góð verslun með gott verð og úrval. Ég vildi ég væri duglegri að fara þangað. En svo má líka versla t.d.hreinlætisvörur í Europris eða Rekstrarvörum ef þær eru ódýrari þar. Gripið og greitt var líka til einu sinni. Alveg eins og með bensín. Verðlauna þá staði sem eru að bjóða bestu kjörin.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.12.2006 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband