Leita í fréttum mbl.is

Jæja enn á ný hækka yfirdráttarlánin mín vegna Kárahnjúka og Reyðaráls

En eins og venjulega þá bara brosum við og borgum:

Vísir, 21. des. 2006 09:05


Seðlabanki hækkar vexti um 0,25 prósentur

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 punkta í 14,25%. Aðrir vextir bankans hækka einnig um 0,25%. Þetta var tilkynnt kl. 9 í dag. Næsta ákvörðun um vexti verður birt fimmtudaginn 8. febrúar 2007. Greiningardeildir bankanna gerðu ráð  fyrir óbreyttum vöxtum til allt að 50 punkta hækkunar. Þær gera ráð fyrir vaxtalækkun snemma á næsta ári.

Greiningardeildir bankanna benda allar á að verðbólga hafi náði hámarki í 8,6 prósent undir lok sumars. Eftir það hafi hún tekið að lækka og mælist nú 7 prósent. Bankarnir gera ráð fyrir að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína snemma á næsta ári, jafnvel í mars. Gangi það eftir lýkur stýrivaxtahækkunarferli Seðlabankans, sem staðið hefur yfir síðan á vordögum 2004.

Greiningardeild Glitnis, sem þó setti þann fyrirvara við spá sína að vextirnir gætu hækkað um 25 punkta, sagði í vikunni að verðbólguhorfur hefðu batnað verulega en áfram væri þörf á ströngu aðhaldi. Greining bankans bendi til að enn sé ástæða til að auka aðhaldið í peningamálum. Það hafi hins vegar ekki verið gert.

Greiningardeild Landsbankans bendir sömuleiðis á það í Vegvísi sínum í vikunni, að nýjar hagtölur gefi skýrari mynd en áður af því að hagsveiflan hafi þegar náð toppi og reiknar með vaxtalækkun strax í mars.

Greiningardeild Kaupþings, sem spáði 25 til 50 punkta hækkun, tekur fram að um síðustu stýrivaxtahækkun bankans sé að ræða. Deildin vísar til þess að ný fjárlög geri bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Sé með því vegið töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Bankinn bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun vaxta í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Verðbólga sé á leið niður, raunvextir að hækka og flest bendi til að peningalegt aðhald muni þyngjast því meir sem líði á veturinn þrátt fyrir óbreytta stýrivexti.

Greiningardeildirnar alveg búnar að gleyma að það var verið að skrifa undir orkusölu til Ísal sem er þýðir að virkjanaframkvæmdir og við álver upp á 150 milljarða eru í farvatninu.


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 0,25
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Er ekki bara komið að því að þú greiðir yfirdráttinn

TómasHa, 21.12.2006 kl. 15:45

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það verður nýársmarkmiðið mitt eins og flest öll áramótaheitin hjá mér síðustu ár. Gengur bara anskoti hægt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.12.2006 kl. 17:11

3 identicon

Það er vinsælt að kenna stóriðjuframkvæmdum um.  Illugi Gunnarsson  væntanlegur þingmaður og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur hafa margbent á að þetta er einfaldlega rangt. 

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 18:40

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Afhverju er þetta þá. Og afhverju hækkaði verðbólgan akkúrat þegar þetta byrjaði? Eftir að menn höfðu varað við að draga þyrfti úr öllum öðrum framkvæmdum á landinu til að mæta þessu innstreymi á fjármagni.  Og afhverju heldur þú að Guðmundur og Illugi séu með eina rétta sannleikann. Illugi var nú virkur embættismaður þegar verðbólgan fór af stað. Guðmundur hefur margt til málana að leggja. Sumt gott annað ekki. Hann hefur bara sínar skoðanir. Hefur hann sagt afhverjur verðbólgan er nú 7%?

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.12.2006 kl. 20:39

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Smá viðbót ég veit að bankarnir komu líka inn í þetta með húsnæðislánin sín og hverning þau leiddu til sprengingar á húsnæðismarkaði. Sem hækkaði vísitölunan en það kom í framhaldi af þessum framkvæmdum

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.12.2006 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband