Leita í fréttum mbl.is

Náttúrulega alveg rétt hjá Anne Sibert

Í þessari grein sem vitnað er í þessari frétt er Anne ekki sérstaklega að fjalla um Ísland eins og sumir bloggari hafa haldið. Fólk man kannski að það var hún og William Buiter sem spáðu fyrir hrunið í skýrslu 2008 fyrir Landsbankann sem stungið var undir stól. En í greininni er hún að velta fyrir sér hvort að Grænland sé í raun of smátt til að geta staðið sjálfstætt án tengsla sem það hefur við Danmörk.

Hún ræðir síðan m.a. um rannsóknir sem hafa sýnt að í fámennum ríkjum er hætta á að persónuleg tengsl og skyldleiki hafi áhrif á ákvarðanir og stjórnun. Sem og að menn sem ekki hafa til þess þekkingu komist í æðstu stöður. Og þar tekur hún Davíð sem dæmi. Segir m.a.

In October 2005, David Oddsson was appointed chairman of the board of governors of the Icelandic central bank. The multi-talented Oddsson had studied law, been a theatre director, the producer of a comedy radio show, a political commentator, and the co-author of several plays. He had previously been the mayor of Reykjavik, a long-time prime minister and, for a brief period, the foreign minister. Unfortunately, he appears to have had no expertise in economics and banking and was ineffective at either averting the financial crisis or playing a positive role in its aftermath.

In addition to Oddson’s apparent acquiescence in the face of looming disaster, neither the prime minister, nor the finance minister or financial regulator seems to have made any serious attempt to stem the growth of the Icelandic banks. This suggests that a significant cost of small size is the burden that it places on senior government officials

Hún segir reyndar að Davíð hafi verið leikhússtjóri (það vissi ég ekki), séð um grínþætti í útvarpi, pólitískur álitsgjafi og leikritahöfundur. Hann hafi verið borgarstjóri í Reykjavík og síðan Forsætis og utanríkisráðherra um langt árbil. Og síðan að hann virðist ekki hafa verið með neina reynslu í hagfræði eða bankastarfsemi og hafi ekki reynst höndla að koma í veg fyrir kreppuna eða gripið til viðeigandi ráðstafana.

Þetta rekur hún m.a. til smæðar landsins.

En hér á blogginu eru allir að ráðast að henni fyrir þessa grein sem er í raun pæling sem við þurfum að taka. Þ.e. krefst smæð landsins ekki þess að hér séu hæfisreglur mun strangari en hjá stærri þjóðum. Því hér þekkja jú nær allir alla. En þetta er áhugaverð grein hjá henni þar sem hún veltir fyrir sér kostum og göllum smárra ríkja.

En ég held að bloggarar ættu nú að varast að byrja að gera lítið úr Anne Sibert og sér í lagi ef þeir hafa ekki lesið þessa grein hennar. Og samsæriskenningar um að Samfylkingin hafi pantað þetta eru náttúrulega út í hött þega fólk hefur lesið grein hennar sem er um allt annað en okkur. Studd miklum tilvitnunum í rannsóknir og  hin læsilegasta.

Svo er kannski rétt fyrir fólk að muna að það var Davíð sem var arkitektinn, sá um framkæmd og síðar eftirlit með "Íslenska efnahagsundrinu" Og spilaði stóranþátt í að bregðast ekki við hættunum í tíma.


mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sibert og Buiter spáðu ekki fyrir um hrunið árið 2008.

Það sem þau sögðu í þessari skýrslu var að allt myndi fara til fjandans ef ekki yrði tekin upp evra. 

Það er nákvæmlega það sem þau hafa verið að segja við öll möguleg og ómöguleg tilefni í Bretlandi í fjöldamörg ár. Þetta kemur bara sjálfvirkt.

Ef þau hefðu haft skilning á því sem var að gerast hérna árið 2008 þá hefðu þau vitað að það var ekki tími til þess að taka upp evru, hvort sem hún væri gagnleg eða ekki.

Annars vísar hún ekki í neinar rannsóknir sem gefa það til kynna að persónuleg tengsl hafi meiri áhrif í smáum ríkjum en stórum. Hún nefnir eina grein sem ekki er byggð á rannsókn heldur rökfærslu (Farrugia 1993).

Út af fyrir sig er ég ekki frá því að þetta sé rétt, þ.e að smáríki þurfi að gera sérstakar ráðstafanir til að verja sig í þessum efnum en mér þykir það lágmark að þú lesir efnið til skilnings áður en þú lýsir yfir stuðningi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 17:00

2 identicon

Sæll; Magnús Helgi !

Einhvern veginn; þraukuðu Íslendingar, allt frá 874 - 1991, þó svo; á ýmsu hafi gengið. Þá líka; voru náttúru auðlindir okkar, ekkert keppi kefli nýlendu herranna, suður í Evrópu, nema þá helzt fiskafurðir okkar, sem tólgin og kjötið og brennisteinninn, um tíma, reyndar.

1991 - ?, koma svo; þessir líka, andskotans tindátar, Davíð Oddsson, með þá Halldór Ásgrímsson og Jón Baldvin Hannibalsson, í eftirdragi.

Eftirleikinn; þekkjum við öll. Fámenn; sérhagsmuna klíka, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokka, að ógleymdri Samfylkingu, hafa rúið okkur, ærlega landsmenn, inn að skinni, og ætlast svo til, að við hreinsum upp óþverrann, eftir þau.

Nei takk; Magnús minn. Far þú að vakna; og sjá, hversu komið er, í einhverju mesta gnægta landi, hér á Norðurhjara.

Reyndar; má þakka það, fyrirfram, að Kanadamenn og Rússar, munu halda aftur af Brussel græðginni, þá ESB hyggst ryksuga allan auð Norðurslóða, á augabragði, þá þar að kæmi.

Anne kerlingin Sibert; sem aðrar sendingar, utan úr heimi, af hennar sauðahúsi, eru bezt geymdar, á sínum heimaslóðum, að endingu fram komi, Magnús minn.

Með beztu kveðjum þó; í norðanverða Gullbringusýsluna /

Óskar Helgi Helgason

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 17:07

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég man nú ekki betur en svo að þau hafi varað við að grípa þyrfti rótækra aðgerða starx í vorið 2008 m.a. að leita til AGS strax. Sbr

Fyrst birt: 18.01.2009 17:48
Síðast uppfært: 19.01.2009 11:38

Ráðlagt að leita til AGS í apríl

Ráðlagt að leita til AGS í apríl

Willem Buiter og Anne Sibert, prófessorar sem skrifuðu skýrslu þar sem sagt var fyrir um bankahrunið, segjast hafa ráðlagt stjórnvöldum í apríl í fyrra að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Augljóst hafi verið að góðærið væri á enda. Bankakerfið hér hefði hrunið þótt alþjóðakreppa hefði ekki skollið

Sibert segir skiljanlegt að skýrslan hafi ekki verið gerð opinber, því hún hefði getað ýtt undir bankahrun. Í skýrslunni kom fram að bankakerfið væri orðið alltof stórt og að stjórnvöld og Seðlabanki gætu ekki varið það hruni, aðallega vegna þess að Seðlabankinn átti ekki nærri því nægan gjaldeyri til að geta varið bankana falli. Báter segir það hafa verið frekar augljóst, jafnvel í byrjun síðasta árs að góðærið myndi fá harkalegan endi.

Þau segja Ísland verði að ganga í myntbandalag Evrópu og taka upp evru, en ekki sé hægt að taka hana upp einhliða.

Sibert segir starfsmenn bankanna hafa sýnt sjónarmiðum þeirra skilning. Hún hafi hins vegar ekki orðið vör við áhuga frá stjórnvöldum. Báter segir að þau hafi talað við starfsmenn Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins. Seðlabankinn hafi sent skýrsluna til stjórnvalda í apríl í fyrra. Í skýrslunni var stjórnvöldum ráðlagt að óska þá þegar eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og hvar sem aðstoð væri að finna.

Sibert segja óvenjulegt að stjórnvöld sem stýri hagkerfi í þvílíkt strand skuli sitja sem fastast. Buiter segir ábyrgðina ná lengra en til bara stjórnmálamannanna. Hann segir að gera hefði mátt ráð fyrir að ýmsir myndu sæta ábyrgð. Þar megi nefna forsætisráðherra, fjármálaráðherra, seðlabankastjóra og forstjóra fjármálaeftirlits. Þessi fjögur embætti verði að útskýra hversvegna þessar hamfarir fengu að ríða yfir. "

Og síðan varðandi greinina þá sagði ég að greinin væri full af tilvitnum í rannsóknir ekki bara þessi klausa um persónuleg tengsl. En ég er samt á þvi og það hefur verið rætt hér á landi að þetta horfir til vandræða. M.a varðandi dómsstóla og skipun í þá. skipanir embættismanna, einkavæðing bankanna, Finnur Ingólfsson og fleiri og fleiri.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.8.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Óskar við vorum ekki með sjáflstæða mynnt eða efnahag á þessum tíma frá 874 til 1991 nema síðustu 60 eða 70 árin

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.8.2009 kl. 17:23

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Magnús Helgi !

Ég var; að vísa til búsetunnar í landinu, almennt - ekki efnahagslega, eina og sér, svo,....... þeim misskilningi sé eytt.

Með beztu kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 17:50

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Við þraukuðum m.a. með töluverðri aðstoð Óskar. Og minni þig á að hér um 1900 bjuggu flestir í torfkofum og spýtnahjöllum. Og í raun var svo fram undir 1930. Fólk hafði varla í sig og á og í þéttbýlinu liðu margir alvarlegan skort. Þetta er ástand sem fólk almennt mundi ekki sætta sig við aftur. Stærstu framfarir okkar voru þega við þáðum Marshall aðstoðina og gátum keypt hér inn almennilega togara. Og svo aftur þegar við gegnum í norðulandaráð og fengum aðstoð við að aðlagast þar. Svo þegar síldinn hrundi var það EFTA sem kom skrið á hlutina hér aftur. Og loks þá hjálpaði EES okkur að vinna okkur út úr því ástandi sem varð hér eftir Þjóðarsáttina. Og næsta vaxtarskeið tók við. EN því var því miður ekki stýrt heldur átti markaðurinn að ráða þessu og við vitum afleiðingarnar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.8.2009 kl. 17:58

7 identicon

text (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 18:14

8 identicon

Svona gera þeir í USB

text (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 18:24

9 identicon

Komið þið sælir; sem fyrr !

Þá fyrst; fóru vandræði okkar að aukast, þá Evrópuþjóða tengslin jukust, á kostnað eðlilegra og brýnna tengsla, við aðrar Heimsálfur, Magnús Helgi.

Með; auknum tengslum, við Ameríkurnar þrjár - Asíu - Rússland - Eyjaálfu og Afríku, mætti bjarga ýmsu; vel fyrir horn, sem úrskeiðis hefir farið.

En; lítill áhugi er á því, í þessu Leppa lúða stjórnarfari, hér á landi, eins og þú veist, Magnús minn.

Því; segi ég, enn og aftur - burt með hvítflibba stóðið og blúndu kerlinga hjörðina. Þess í stað; fólk úr framleiðslugreinunum - og; þeir örfáu embættismenn; hverja mætti notast við, að Stjórnarráðs störfum - fólk; sem hugasði um að þjóna landi og fólki og fénaði.

Ekki meir; þessir eigin bakhluta sérhagsmuna potarar, sem öllu hafa komið hér, á annað hjarið !!!

Og munum; henda þarf út - AGS/ESB NATÓ tengslunum - það eitt og sér; yrði ígildi mikils þjóðarauðs aukningar - sem lands, Kopavogs byggjari góður !!!

 

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 18:25

10 identicon

Æ góði besti, útaf hverju flyturðu ekki bara til brussel fyrst að þetta er svona ömurlegt land og leyfir okkur sem vilja vera íslendingar að búa hérna í friði.

Hörður Tómasson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:30

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skörp grein hjá Önnu.  Merkileg manneskja.

En hvernig Farrugia fann eftirfarandi út skal eg eigi fullyrða um - en umhugsunargildið er hið sama:

“Many necessary decisions and actions can be modified, adjusted and sometimes totally neutralised by personal interventions and community pressures. In extreme cases, close personal and family connections lead to nepotism and corruption.”

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.8.2009 kl. 21:39

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ég hef aldrei sagt það að Ísland sé ömurlegt Hörður Tómasson. En ég held að hér megi margt bæta svo svona komi aldrei fyrir aftur. Hef engan áhuga á að flytja til Brussel en vill gjarnar að Ísland skipi sér þar á bekk með öðrum Evrópu þjóðum. Held að það mundi einmitt styrkja okkur í að draga úr vægi vina og klíku stjórnmála hér. Þar sem allir þekkja alla. Skoðið ráðningar í embætti síðustu áratugi og segið svo að hér hafi alltaf verið bestu menn valdir í mikilvæg embætti.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.8.2009 kl. 21:47

13 identicon

Margt merkilegt í þessari grein hennar.  En maður spyr sig?...ekki virðist skortur á spillingu í öðrum londumUSA/ESB t.d.  og reyndar víðast hvar...hvað veldur því?

itg (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:49

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En það sem hún það líka margt annað sem bera að athuga. T.d. varðandi efnahagsmál og gjaldmiðil. T.d. athyglisvert að Íslenska krónan og Danska krónan voru á síðustu öld jafn verðmætar. En síðan hefur Íslenskakrónan rýrnað um 2000%. Þ.e. að 1 dönsk króna er jöfn um 2400 gömlum íslenskum krónum í dag eða 24 krónum eftir að við tókum 2 núll aftan af. Hér hefur alltaf verið basla að stýra efnahagslífinu og hér sveiflast það með verðmæti fisks og áls. Og sér í lagi hér áður. Og því fylgdi gríðarlegt gengisfall hér áður og verðbólga sem var með því mesta í heiminum.

Efnahagslífið hér á Íslandi hefur alltaf verið eins og á vertíðum nema að það stendur í nokkur ár. Það eru stór stökk upp á við og svo gríðarlegt fall. Þ.e. m.a. stafar af stærð okkar og þeim hömlum sem það felur í sér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.8.2009 kl. 22:03

15 identicon

Já Magnús...við erum vertíðar þjóðfélag...okkar hagur er bara þannig.  En með tilkomu annars gjaldmiðils hver svo sem hann er mundi eitthvað breytast við það í raun.  Yrðu vandamálin ekki bara önnur?...hvað sem við gerum verðum við alltaf að stýra okkar málum að viti, við komumst ekkert undan því,.  Það þýðir ekkert fyrir okkur að grenja eftir hjálp frá öðrum,  allir hafa nóg með sig,.

itg (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 22:17

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hef sagt það áður og segi það enn.  Helst á því að það sé vanmetið hve BNA skipti miklu máli á eftirstíðsárunum og lengi frameftir.  Helst á því.

BNA taldi sér hag í því að hafa ísl stjórnvöld góð og komu einu eða öðru til leiðar þar að lútandi.  Þetta var ekki af því að þeir tölfu ísland eða íslendinga eitthvað frábæra.  Nei.  Kalt hagsmunamat.  Metið útfrá þeirra hagsmunum.

Það er eins og íslendingar hafi aldrei almennilega fattað þetta og túlkað sem staðfestingu á því hvað þeir væru stórkostlegir og einstakir.  Staðfestingu á því að þeir væru flestum fremri. 

Ísland þreifst að stórum hluta í skjóli BNA.  Það er bara staðreynd.

Núna eru viss tímamót.  Við erum að fara aftur heim.  Gerast aðili að samstarfi fullvalda lýðræðisríkja Evrópu - þar sem við eigum auðvitað heima.

Hið besta mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.8.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband