Leita í fréttum mbl.is

Auglýsingar í blöðum í dag!

Í dag má lesa auglýsingar frá hópum sem leggjast gegn Icesave samningnum. Þar kemur m.a. fram í einni auglýsingu að

Íslenska þjóðin ber ekki ábyrgð á Icesave- skuldum einkafyrirtækis

untitled1Bíddu hvaða einkafyrirtæki er það? Er ekki Landsbankinn búinn að vera ríkisbanki frá því í október á síðasta ári? Eins þá hlýtur þetta þá væntanlega að gilda um allar innistæður í öllum innlendum bönkum? Er ekki talið að innistæður hér á landi séu um 700 milljarðar? Eins þá væri gaman að vita hvaðan Andríki fær alla þessa peninga til að kaupa opnu auglýsingu sem væntanlega kostar upp undir milljón? Og hvað eiga menn við? Með engir ábyrgð? Er þá engin ábyrgð á innistæðum í bönkum almennt í heiminum? Var það ekki stjórnvalda að sjá til þess að viðkomandi bankar stækkuðu ekki meira enn þeir gátu tryggt og erum við ekki þar með ábyrg? Þýðir þá nokkuð að geyma innistæður í bönkum hér á landi? Verðum við ekki að fara með peninga okkar erlendis? Hvernig fáum við gjaldeyri í það?


mbl.is Skoðanir enn skiptar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú er mikið að misskilja hlutina. Í fyrsta lagi er Landsbankinn og var einkafyrirtæki í eigu einstaklinga. Í dag er búið að "stofna" nýjan banka og ber hann heitið NBI.

Bankainnistæður hérlendis eru tryggðar, skv. yfirlísingu frá ríkisstjórninni  6. okt. síðastliðinn. Þó aðeins að þremur milljónum.

Sama gildir um innistæðurnar breskra og hollenskra sparifjáreigenda, á Icesave, þær eru tryggðar upp að 20þús. evrum, umfram það er ríkið ekki skylt til að borga!

Allir þeir sem telja sig eiga peningakröfu á ríkið, öryrkjar á Íslandi eða sparifjáreigendur í Hollandi þurfa að fara sömu leið. Í gegnum dómstóla...

Ps. Þá fær Andriki peninga í formi styrkja frá einstaklingum og sölu bóka m.a., þó tek ég fram að ég tengist þeim ekki á nokkurn hátt annan en þann að vera yfirleitt sammála því sem þar kemur fram.

Jónas Ingi (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 19:48

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Upp undir milljón???? Varla

Fer eftir því á hvaða blaðsíðu og í hvaða blaði auglýsingin var. Dýrust 300 þús en hugsanlega allt niður í 75 þúsund.

Heiða B. Heiðars, 9.8.2009 kl. 20:08

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei Jónas Ingi skv. yfirlýsingu frá Ríksstjórnarinnar þá eru allar innistæður tryggðar í Íslenskum bönkum.

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar

6.10.2008

Ríkisstjórn Íslands áréttar að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verða tryggðar að fullu.

Með innstæðum er átt við allar innstæður almennra sparifjáreigenda og fyrirtækja sem trygging innstæðudeildar Tryggingasjóðs innstæðueigenda tekur til.

 

Reykjavík 6. október 2008

Bankinn var yfirtekinn væntanlega með eignum og skuldum. Þó þeim væri síðan komið í fyrir í gamlabankanum að hluta.

Hér þurfa einstaklingar aðeins að leggja fram kröfu til innistæðutryggingarsjóðs sem síðan afgreiðir það. En þurfa þess ekki þar sem ríkið tryggir allar innistæður bæði einstaklinga og lögaðila

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.8.2009 kl. 20:10

4 identicon

Já, rétt er það hjá þér með að í yfirlýsingunni segir að þær séu tryggðar að fullu. En þær eru þó einungis lögboðnar upp að 3,6 milljónum.

En málið snýst ekki um innistæður hérlendis. Þegar það var stofnað til þessa innlánsreiknings, Icesave, var fyrirtækið í einkaeigu og tryggingasjóður innistæðueigenda aðeins skuldbundinn til þess að greiða upp að 20þús. Evru markinu. Það hefur ekkert breyst í þeim efnum. 

Við erum AÐEINS skuldbundin til að greiða upp að 20þús. Evru marki og get ég engan veginn skilið það tóma tal að segja að okkur beri að greiða alla fjárhæðina, ÁN þess að farið sé með málið fyrir dómstóla, eins og gert er alls staðar þar sem kröfur að þessu tagi eiga við.

Það er eins og það sé heitasti draumur nokkurra ráðherra núverandi ríkisstjórnar að leggja þessa Icesave-ánauð á Íslendinga án þess að NOKKURSTAÐAR komi fram að okkur beri lagaleg skylda til þess.

Jónas Ingi (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 20:28

5 identicon

Ég skulda þetta ekki .

Útlendingarnir voru að " gambla " og þurfa að súpa sitt seyði !

Borgum ekki !

Kristín (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 20:39

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ertu enn þá með rugluna nafni, er ekki rétt að fara og láta athuga þetta.

Magnús Sigurðsson, 9.8.2009 kl. 20:42

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

tryggingasjóðurinn hefur þegar samþykkt þennan illvíga samning. Nú er til umræðu að veita tryggingasjóðnum ríkisábyrgð vegna hans.

Vandinn er sá, að ríkið ber fulla ábyrgð á þessum sjóði og gjörðum hans. Því er í raun betra að samþykkja ábyrgð með alvöru fyrirvörum. Helsur enn að ábyrgðin standi eins og hún er nú. Allt opið.

Kristbjörn Árnason, 9.8.2009 kl. 20:58

8 identicon

Alþingi, löggjafarvald Íslendina er eina stofnunin sem getur samþykkt samninga fyrir hönd Íslands sem leggja á kvaðir eða afsal.

Jónas Ingi (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:03

9 identicon

Þú ert ótrúlegur. Er það sérstakt takmark hjá þér að takast að vera með sem flestar rangfærslur í hverri færslu?

Í fyrsta lagi hefur auglýsingaverð lækkað mikið undanfarið. Það þarf ekki doktor í kjarneðlisfræði til að átta sig á hvers vegna. Svona auglýsing kostar að hámarki 450 þús.

í öðru lagi þá var Landsbankinn einkabanki. Rikisbankinn NBI hafði ekkert með Icesave að gera. Nákvæmlega ekkert. Að auki er fáránlegt að ríkið sé að tryggja innstæður yfirleitt. Hví á að tryggja innstæður. Þeir sem eiga innstæður eru eignamenn. Er ekki réttast að þeir standi og falli með þeim ákvörðum sínum, hvar þeir geyma aurinn sinn?

Í þriðja lagi voru innistæður á Ísland miklu hærri en þú segir. Þær voru yfir 1000 milljarðar fyrir hrun og eru núna farnar að nálgast 2000 milljarða.

Ég er ekki alltaf sammála andriki.is. En þeir eiga heiður skilið fyrir baráttu sína gegn Samfylkingunni í þessu máli. Við berum enga ábyrgð á þessu. Ég var rétt í þessu að leggja 15 þúsund krónur inn á reikning þeirra. Ég hvet alla sem ráð hafa á, að styðja þá sem eru varðmenn Íslendinga í þessu máli. Það er betra að borga nokkra þúsund kalla gegn þessum ömurlega "samningi" heldur að þurfa að borga milljónir á hvern mann vegna skulda sem við stofnuðum aldrei til.

JS

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:05

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jónas Ingi það var Íslenska ríkisins að sjá um að bankarnir væru ekki stærri en svo að þeir og innistæðurtryggingarsjóður stæði við tilskipunina um að TRYGGJA innistæður allt að 20.880 evrum. Það var það sem okkur var lögboðið. Við gerðum það ekki. Auðsjáanlega því að í innistæðutryggingarsjóðnum voru ekki nema um 20 milljaðrar. Stjórnvöld voru með 2 fulltrúa í innistæðutryggingarsjóð sem átti að sjá þetta, FME átti að sjá þetta Seðlabankinn átti að sjá þetta. Ríkisstjórnin gerði samkomulag við Breta og Hollendinga um þann skilning að við ættum að bæta þetta.  En öll ríki þar á meðal við gáfu yfrilýsingar um að allar innistæður væru tryggaðar. Annað hvort alveg eða upp að einhverrri upphæð eins og t.d í Hollandi upp að 100 þúsund evrum. En þar sem að margir áttu meira inni þá öðlast þeir auðsjáanlega forgang líka varðandi Icesave. Og svo varðandi túlkun á yfirlýsingu ríkisins þá er það auðjáanlega að Bretar og Hollendingar gátu farið í mál varðandi jafnræði og krafist þess í ljósi yfirlýsingar okkar að þeir ættu rétt á öllum innistæðum bæði vegna EES sem og jafnræðisreglu Stjórnarskrárinnar.

Varðandi skining manna á aðgangi að eignum gamlalandsbankans og þeim skilning að við eigum að eiga forgang þá er það hvergi stutt neinum lögum. Það hefur verið vísað í Noreg og Danmörk en skv lögfræðisstum þar þá er þessi skilningur ekki réttur skv. lögfræðiáliti þaðan. Sbr.

Samkvæmt þeim svörum sem borist hafa frá fyrrgreindum lögmannsstofum er staðan samkvæmt dönskum og norskum rétti sú að tryggingarsjóður í þessum ríkjum yfirtekur kröfur innstæðueigenda að því marki sem þær eru greiddar. Endurkröfur tryggingarsjóðsins njóta sömu rétthæðar og kröfur innstæðueigandans.

Jafnframt njóta kröfur sjóðsins ekki forgangs umfram aðrar kröfur sem njóta sömu rétthæðar þannig að greiða beri kröfu sjóðsins áður en úthlutun vegna annarra krafna með sömu rétthæð fer fram.

Hafi sjóðurinn greitt hluta innstæðukröfu og yfirtekið hana hefur krafa sjóðsinssamkvæmt dönskum og norskum rétti sömu stöðu og krafa innstæðueigandans (vegna þess hluta sem ekki hefur verið greiddur af sjóðnum). Ennfremur, er ekki gert ráð fyrir því að sjóðurinn fái fulla greiðslu við úthlutun úr búinu áður en úthlutað er tilinnstæðueigandans.

Sjá nánar hér

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.8.2009 kl. 21:29

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Heiða B Heiðars  Þetta var heil opna í Morgunblaðinu og skv. verðskrá hjá þeim er það 820 þúsund með vsk.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.8.2009 kl. 21:31

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Sigurðsson ég veit alveg að Icesave var skilið eftir í gamla bankanum en það sem að eigendur eiga ekkert í þessum banka lengur hver á hann þá? Kröfuhafar og hverjir eru það? M.a. Innistæðusjóðir Breta og Hollendinga. Heldur þú að þeir mundu ef ekki hefði verið samið sætta sig við að allar bestu eignir voru teknar úr gaml abankanum og settar í NBI bankann. Nei ég er andskoti hræddur um ekki og þar með er þessi banki gamli og nýji ennþá tengdir og eigur þeirra ekki fullkomnlega aðstkildar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.8.2009 kl. 21:37

13 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og við ætlum ekki að borga meira en 20.880 evrur á hvern reikning. En þar sem að menn benda á að icesave skuldirnar eru í gamla bankanum þá eigum við þær væntanlega ekki þar sem menn eru að segja að við höfum ekki fengið þetta icesave í fangið með yfirtöku eða skiptum á Landsbankanum og þar sem við eigum þá ekki eignir Landsbankans þá hlýtur að gilda jafnræði forgangskröfuhafa í þær eignir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.8.2009 kl. 21:42

14 identicon

Vill bara benda á þessa fréttaskýringu hér.

Jónas Ingi (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 22:35

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jón Ingi hvaða dómstól eiga þeir við. Málið fór í gerðardóm en við sögðum okkur frá honum. Því það voru taldar líkur á því að við þyrftum að borga ennþá meira.

En vissulega finnst mér rétt að setja alla þá fyrirvara sem hægt er og sér í lagi þá sem tryggja að ákvæði um endurskoðun virki örugglega. Þ.e ákvæðið

BREYTTAR AÐSTÆÐUR

16.1 Þegar breytingar verða á aðstæðum

Þessi grein (16. gr.) á við sýni nýjasta IV. greinar úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu Íslands að skuldaþoli þess hafi hrakað til muna miðað við slíkt mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsinsfrá 19. nóvember 2008.

16.2 Fundur til að fjalla um breyttar aðstæður

Lánveitandi fellst á að, ef aðstæður samkvæmt þessari grein (16. gr.) koma upp ogíslenska ríkið óskar eftir því, verði efnt til fundar og staðan rædd og íhugað hvort,og þá hvernig, breyta skuli samningi þessum til að hann endurspegli þá breytinguá aðstæðum sem um er að ræða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.8.2009 kl. 22:55

16 identicon

Væntanlega Héraðsdóm Reykjavíkur, þar sem venjulega eru höfðaðar fjárkröfur á íslenska ríkið ;)

Jónas Ingi (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 23:15

17 identicon

Innistæðutryggingarsjóður er skuldbundin upp að 20. þús evrum, ekki Íslenska ríkið, við erum ekki skuldbundin að neinu. Ekkert á að falla á íslenska ríkið. Gætuð þið ímyndað ykkur að Bretar myndu gera slíkt hið sama ef sambærilegar fjárhæðir væru í húfi fyrir þá? Ekki aldeilis. Öll ríki sem hafa tjáð sig um ábyrgð íslendinga eru skuldbundin af sama tryggingarkerfi og geta því ekki grafið undan því með því að viðurkenna að ríkið beri enga ábyrgð. Þeirra álit eru þess vegna málinu óviðkomandi.

Herminator (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 00:19

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áður gefnar yfirlýsingar og undirskriftir á fyrirliggjandi samningi hafa ekkert gildi þar sem aðeins Alþingi getur skuldbundið ríkissjóð lögum samkvæmt. Svo er það helber misskilningur að ríkissjóður Íslands sé ábyrgur fyrir Tryggingasjóði Innstæðueigenda, hann er sjálfseignarstofnun rétt eins og t.d. Háskólinn í Reykjavík. Lesið álit Ríkisendurskoðunar þar að lútandi og tilskipun 94/19 EB áður en þið fullyrðið um hluti sem þið hafið (sum hver) greinilega ekkert vit á.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2009 kl. 01:13

19 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Vildarvinir Morgunblaðsins fá opnuna á 250-350 þúsund inni í blaði.  Auk þess þarf að hanna auglýsinguna, hugsanlega var ekkert borgað fyrir það en annars er það um 100 þúsund.

Hver spurning í Gallup könnun kostar um 80 þúsund krónur og Vefþjóðviljinn var með nokkrar.

Þeir hafa því að lágmarki eytt hálfri milljón í þetta dæmi.

Matthías Ásgeirsson, 10.8.2009 kl. 10:10

20 identicon

Íslensku þjóðinni hefur verið sýnt tilræði. Bankakerfið er í rúst, atvinnuvegir og heimili hafa þurft að horfa upp á lán og greiðslubyrði allt að því tvöfaldast. Gjaldmiðill okkar hefur hrunið.

Hvað er þetta annað en árás á efnahagslíf landsins?

Að fara að bæta ofan á þetta allt saman að taka undir með þeim sem vilja láta heimili landsins borga fyrir þessa drullusokka, sem komu þessum sömu heimilum á kaldan klaka, er ekkert annað en landráð.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband