Leita í fréttum mbl.is

Og enn heldur stjórnarandstaðan áfram að bulla!

Hvað eiga menn við með svona bulli:

Dómstólar þurfa að skera úr um hverjar skuldbindingar Íslands eru í Icesave-málinu að mati formanns Sjálfsæðisflokksins. Hann segir að semja þurfi upp á nýtt við Breta og Hollendinga í málinu. (www.ruv.is )

Hvaða dómstólar eru það Bjarni Beni? Hvaða dómstóla ert þú að ræða um? Það er ljóst og búið að vera lengi að við getum ekki einhliða farið með málefni Icesave fyrir nokkurn dóm!

Og hvað á hann við með þessu:

Hann segir að ef gera eigi nauðsynlegar breytingar á fyrirliggjandi samningi verði það ekki gert án nýrra viðræðna við Breta og Hollendinga. Hrein sjálfsblekking sé að halda öðru fram. Ef ekki sé vilji til slíks hjá stjórnvöldum þurfi einfaldlega að fá úr því skorið fyrir hlutlausum dómstóli hverjar lagalegar skuldbindingar Íslendinga séu í raun. (www.ruv.is )

Hvað eru nauðsynlegar breytingar? Held að stjórnarandstaðan sé að reyna að stimpla inni í fólk að við þurfum ekki að greiða neitt eða lítið sem ekkert og hafa samt ekki hugmynd um hvernig fara á að því. Ég segi bara að maður óttast að með þessum látum þeirra þá skemmi þeir ekki málstað okkkar verulega. Hvað mundu þessir góðu menn segja ef að við kæmum þessu í dóm einhverstaðar og í kjölfarið mundi okkur vera gert að greiða allar innistæður icesave sem einstaklingar áttu á grundvelli jafnræðisreglna? Þ.e þetta voru allt innistæður í Íslenskum bönkum og allar innistæður voru jú tryggðar skv. yfirlýsingum Geirs Haarde frá því Haust. Mér skilst að heildar innistæður einstaklinga á icesave hefi verið um 1200 milljarðar þegar samningurinn var gerður, en eru þá væntanlega í dag milli 1400 og 1500 milljarðar. Og ef okkur yrði með einhverjum dómi frá dómstól sem engnn hefur fundið enn, gert að greiða um 1500 milljaðra hvað mundi stjórnarandstaðan segja þá?

Og hvað á þá að gera með Lán AGS og Norðurlanda sem bera hærri vexti, styttri gjaldlaus tímabil og styttri heldarlánatíma.

Smá viðbót var að lesa þessa tilvitnun á  pressan.is af  facebooksíðu Þórólfs Matthíassonar:

En 1930 sat Alþingi á næturfundi um hvort veita ætti ríkisábyrgð (vegna skulda erlends banka, Íslandsbanka). Alþingi sagði nei með þekktum rökum. Þá lokuðu erlendir lánadrottnar á fyrirgreiðslu við Ísland. Ákvörðun Alþingis því snúið.


mbl.is Afstaða stjórnarandstöðu óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er orðið all rosalegt, og það versta að virðist vera að virka.  Mjög áhugaverð lesning í þessu sambandi finnst mér:

http://bubot.blog.is/blog/bubot/entry/928063/
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item293361/

Hvet þá sem sammála að dreifa sem víðast.

ASE (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 10:14

2 identicon

Í Kastljósviðtalinu um daginn sagði Steingrímur J. skýrum orðum að ef við samþykktum ekki samninginn fyrir október á þessu ári *færu Bretar og Hollendingar Í MÁL við Tryggingasjóðinn*. Var hann að ljúga?

Fari Bretar og Hollendingar í mál við Tryggingasjóðinn verður það væntanlega tekið fyrir í varnarþingi hans, Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fer Steingrímur með rangt mál í þessu eins og mörgu öðru varðandi Icesave málið?

Sigurður (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband