Leita í fréttum mbl.is

Bara að benda Ögmundi og fleirum á grein eftir Hróbjart Jónatansson

Í Mogganum í dag er grein eftir Hróbjart Jónatansson hæsta réttarlögmann þar sem hann fjallar um Icesave og ábyrgð okkar. Hann færir þar rök að því eins og ég hef sagt að að það sé ekkert í EES tilskipuninni sem undanþegi okkur ábyrgð á lámarksinnistæðum.  Hann segir m.a.

Að sönnu segir ekki berum orðum í tilskipuninni að ríkið beri ábyrgð á lágmarksinnstæðunum. Hins vegar fer ekkert á milli mála að tilgangur tilskipunarinnar er að skylda aðildarríki EES til þess að koma á tryggingakerfi sem veitir öllum innstæðueigendum lágmarksvernd án tillits til þess hvar útibú lánastofnunar er staðsett á EES-svæðinu ef gjaldþol lánastofnunar brestur. Tilskipunin veitir samningsríki EES nokkurt frelsi til þess að ákveða fyrirkomulag tryggingakerfisins en það fyrirkomulag sem tekið er upp skal fullnægja réttmætum kröfum innstæðueiganda til þess að fá ótiltæk innlán greidd innan tiltekins tíma. Í tilskipuninni eru engir fyrirvarar um kerfishrun eða slíkar aðstæður. Það er því alveg ljóst af tilskipuninni að tilgangurinn er sá að veita innstæðueigendum lágmarkstryggingu ef lánastofnun verður gjaldþrota, sem sé að hver og einn innstæðueigandi í Landsbankanum geti sótt sínar u.þ.b. 20.000 evrur við gjaldþrot bankans svo dæmi sé tekið. (Hróbjartur Jónatansson Morgunbalðið 11. ágúst)

Og áfram segir hann

Af þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir um aðdraganda hruns bankanna virðist svo vera að eftirlit með bönkunum hafi verið algerlega ófullnægjandi og aðgerðir Fjármálaeftirlits og Seðlabankans einkennst af slíku yfirþyrmandi kunnáttu- og dómgreindarleysi að engu tali tekur. Í ljósi þessa er ekki líklegt að íslenska ríkið getið leyst sig frá ábyrgð á grundvelli þess sem á lagamáli heitir »Force Majeure«, þ.e. óvæntra ytri atvika sem engin leið var að sjá fyrir og ekki voru ráðgerð í tilskipuninni. Reikna má með að grundvöllur fyrir viðurkenningu á Force Majeure kæmi því aðeins til greina að sýnt væri fram á að íslenska ríkið hefði rækt hlutverk sitt með góðum og gegnum hætti og bankahrunið og afleiðingar þess hefðu orðið án tillits til frammistöðu ríkisins. Margt af því sem hefur verið upplýst nú í aðdraganda hrunsins veitir manni ekki þá tilfinningu að málstað Íslands yrði auðvelt að verja í slíku dómsmáli. (Hróbjartur Jónatansson Morgunbalðið 11. ágúst)

Hann gefu fyllilega í skyn að dómsmál yrðu ekki milli ríkjan sem slíkra heldur milli í raun eignenda innistæðnana við Íslenska ríkið og við gætum komið mun verrr út úr því. T.d. ef í ljós kæmi að orsök að því að innistæðutryggingarkerfið virkaði ekki hafi verið eftirlitsleysi stjórnvalda með starfi bankanna. 

Svo reyndar endar hann greinina á að að gagnrýna val Svavars Gestssonar í samninganefndina sbr

Það að fela manni sem hefur hvorki lögfræðilega menntun né fljúgandi færni í enskri tungu og enskri menningu, sem kaus sér til bestrar aðstoðar doktorsnema í vísindaheimspeki, til þess að leiða samningaviðræður við Breta og Hollendinga um eitt allra mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar á síðari tímum verður, að mínu viti, að teljast með stærstu mistökum Íslandssögunnar og eru afglöp Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans í aðdraganda hrunsins þar ekki undanskilin. (Hróbjartur Jónatansson Morgunbalðið 11. ágúst)


mbl.is Stjórnarsamstarf undir Ögmundi komið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Allar skaðabætur sem við værum dæmd til að greiða við íslenskan dómstól (varnarþing tryggingarsjóðs) væru í íslenskum krónum. Það væri því hægt að prennta sig út úr vandanum og látið gengisfellingu redda þessu að gömlum sið.

Héðinn Björnsson, 11.8.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband