Leita í fréttum mbl.is

Þessi mótmæli væru nú trúverðugri ef að þeir sem standa fyrir henni væru ekki á kafi í stjórnmálum

Þessi meintu mótmæli á Austurvelli væru nú mun trúverðugri ef að þeir sem stæðu fyrir þessu væru ekki á kafi í stjórnmálum. Og sér í lagi í (sértrúarfélaginu) Félagi fullveldissinna.

Facebook  hópurinn "Ég kýs þig ekki - Ef þú kýst með Icesave" sem auglýsir nú í dagblöðum með stórum auglýsigum með Jóni Sigurðssyni og hóta þingmönnum honum er stjórnað af

Gunnar Kristinn Þórðarson var í framboði fyrir L lista þjóðhyggjufokk Bjarna Harðarsonar. Og han skrifar m.a. hér http://landsvarnarflokkurinn.blogcentral.is/ 

Friðjón R Friðjónsson (stofnandi) en hann er helblár sjálfstæðismaður Og bloggar á eyjan.is

 Síðan í þessari frétt er vísað í annan hóp sem kallar sig " Börn Íslands " og honum stýrir Axel Þór Kolbeinsson  Sem er í Félagi Fullveldissinna sem tók við af L listanum. Og skrifar hér http://axelthor.blog.is/blog/axelthor/

Og loks eru það Indefence sem eru einskonar stuðningssamtök Sigmundar Davíðs.

Þetta eru því í raun Sjálfstæðisflokkur, framsókn og fullveldissinnar sem eru að reyna að koma stjórninni frá.


mbl.is Boða samstöðufund á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hvorki Samtök Fullveldissinna né önnur stjórnmálasamtök taka þátt í þessum samstöðufundi.  Ég get verið meðlimur í fleiri frjálsum félagasamtökum en einum og unnið eftir þeirra stefnum.  Ég var að íhuga að gerast sjálfboðaliði hjá dýrahjálp.  Gerir það dýravernd að stefnu Samtaka Fullveldissinna?

Að þessum samstöðufundi koma líka félagsmenn úr VG og frjálslyndum, beint og óbeint.  Ég veit samt ekki um neinn úr samfylkingunni.

Persónulega þá hefði ég viljað sjá annað stjórnarmynstur, en ég er ekki í aðstöðu til þess að sprengja stjórnina.  Þau geta séð um það sjálf án minnar hjálpar.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.8.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er auðvitað útilokað að einhverjum finnist Icesave-nauðungarsamningarnir bara svona hörmulegir og þess vegna sé þeim andmælt. Nei, þetta snýst bara um að koma ríkisstjórninni frá.

Ef Steingrímur og Jóhanna hefðu staðið almennilega að málinu og haft samráð við þingflokka sína og ríkisstjórnina áður en samningarnir voru undirritaðir og tryggt að þeir væru þannig úr garði gerðir að hægt yrði að koma þeim í gegnum þingið stæðu þau ekki frammi fyrir þeim vandamálum sem raunin er. En þau ætluðu bara að valta yfir allt og alla, þingflokka sína, ríkisstjórnina og Alþingi. Þingflokkarnir áttu bara að hlýða. En eðlilega gengu þeir einræðistilburðir ekki upp.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.8.2009 kl. 11:11

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hrikaleg kjánafærsla er þetta hjá þér Magnús.

Skaust þig algerlega út úr hópi þeirra sem mark er á takandi á blogginu.

Sigurður Sigurðsson, 11.8.2009 kl. 11:25

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Það sem er allavegann pottþétt að fullt af fólki finnst allur andskotinn og kemur þarna af mismunandi ástæðum, en marktæk mótmæli verða þetta ekki þarsem krafan er óljós og vafi leikur á hvers vegna sumir eru að mótmæla,  Indefence mennn koma þarna dulbúnir sem einhverjar frelsishetjur, þegar þeir eru bara bankastarfsmenn og stuttbuxnadrengir sjálfstæðisflokksins.

Slíkir einræðistlburðir hafa verið hér viðhafðir í áratugi og þetta er í raun nýtt að vg liðar séu með uppsteyt og er það vel, samfylkingin er einsog áður öll saman í spillingunni og viðhefur sínar spilltu stjórnmálaklæki til varnar sínum spilltu "bissnissmönnum" henni er ekki meira sjálfrátt en móður eiturlyfjafíkils.

Og þó að þetta mundi heiðarlega snúast um að koma ríkisstjórninn frá þá væri ekkert að því, það sem væri þá heiðarlegt að gera væri að segja það bara beint út einsog við gerðum í vetur á Austurvelli, það var sko ekkert verið að fela sig á bakvið neitt þar enda lét kraftur fólksins ekkert á sér standa, þann kraft hafa sjálfstæðismenn og framsóknarmenn ekki með sér í dag.

En þjóðerniskennd og ofstækistrú eru virkilega hættuleg í þessa blöndu, þar blossar ofbeldið upp sem aldrei fyrr í ljósi sögunnar, því menn nota guð SINN og þjóð SÍNA til að réttlæta ofsóknir og ofbeldi.

Einhver Ágúst, 11.8.2009 kl. 11:31

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Stjórnin springur bara ef einhver velur að sprengja hana. Enginn sem hefur talað gegn Icesave hefur talað fyrir því að rjúfa stjórnarsamstarfið, það hefur aðeins Samfylkingin gert og þá helst þeir hægrikratar sem vilja þegar upp er staðið helst vinna með íhaldinu að gömlum sið.

Héðinn Björnsson, 11.8.2009 kl. 12:05

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samtök Fullveldissina (sem ég er aðili að) eru ekki beinir aðilar að þessum fundi, þó svo að nokkrir meðlimir okkar séu það ásamt fjölmörgum öðrum sem gera það í eigin nafni. Er það eitthvað bannað að fólk úr öllum áttum í pólitík hafi skoðun á þessu? Í eðli sínu eru öll mál sem Alþingi hefur til meðferðar nefninlega pólitísk. Samtök Fullveldissinna áskilja sér því fullan rétt til að hafa skoðun á þessu máli, og við höfum meira að segja sent frá okkur ályktun þar að lútandi. Varstu búinn að lesa hana?

Með sömu rökum og þú notar Maggi, þá mætti segja að umsókn um aðild að ESB sé ekki trúverðug þar sem hún sé runnin undan rifjum (sértrúarfélagsins) Samfylkingarinnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2009 kl. 12:06

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Héðinn ef að stjórn getur ekki komið í gegn máli sem hún leggur mikla áherslu á núna vegna andstöðu þingmanna stjórnarliðsins þá er henn varla stætt. Því þá er ljóst að hún getur ekki treyst á að koma neinu máli í gegn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.8.2009 kl. 12:19

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur ég miðaði við málflutning þeirra sem kenna sig við fullveldi.is Sem gengur út á skoðanir sem L listinn stóð fyrir og hann hafði innan við 1% fylgi hjá kjósendum. Enda öfgafull einangrunar stefna

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.8.2009 kl. 12:23

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

SISSI ef að þetta er kjánafærsla þá verður bara svo að vera. Ég hef fullt leyfi til að hafa skoðun á þessu þó hún sé "kjanaleg". Það er alltaf látið eins og einhverjir facebookhópar séu merki um yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar en svo mæta nokkriri tugir á þessar samkomur sem verið er að boða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.8.2009 kl. 12:28

10 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

L-listinn mældist reyndar með 1,2% - 1,9% fylgi á sama tíma og Borgarahreyfingin mældist með 0,4% - 3,4% fylgi.

fullveldi.is er heimasíða Ragnars Arnalds.  www.fullvalda.is er heimasíða Samtaka Fullveldissinna.

Það er betra að hafa staðreyndirnar á hreinu.  Aðrar fullyrðingar um L-listan sáluga eða Samtök Fullveldissinna frá þér Magnús eru ekki svaraverðar.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.8.2009 kl. 12:45

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magnús, vefsíða Samtaka Fullveldissinna er á fullvalda.is (ekki fullveldi.is sem Ragnar Arnalds á). Það er rétt að innan okkar raða eru nokkrir sem stóðu að L-lista samstarfinu, ég sjálfur þar á meðal, en ég vísa því alfarið á bug að við aðhyllumst einangrunarstefnu og því síður einhverja öfga. Til að sýna þér fram á það leyfi ég mér vitna í stefnuyfirlýsingu samtakanna (ertu búinn að lesa hana?):

"Við viljum stuðla að aukinni fríverslun og teljum mikilvægt að Íslendingar haldi sjálfir á rétti sínum til samninga við aðrar þjóðir."

"...leggja áherslu á markaðssetningu íslenskrar framleiðslu og hönnunar á alþjóðavettvangi"

"Samtök Fullveldissinna byggja málatilbúnað sinn á hófsömum borgaralegum gildum ... leggjum áherslu á jafnrétti allra þjóðfélagshópa"

Er þetta öfgafull einangrunarstefna? Dæmi nú hver fyrir sig!

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2009 kl. 12:48

12 identicon

Ég vil benda á að samstöðufundurinn á fimmtudaginn er ekki mótmælafundur.  Hann er samstöðufundur fyrir alla Íslendinga, sama hvar þeir eru í pólitík eða öðrum félagasamtökum, til að hittast með fjölskyuldur sínar á Austurvelli og sýna erlendum fjölmiðlum og þar með alþjóðasamfélaginu að okkur stendur ekki á sama um framtíð okkar

Af gefnu tilefni má einnig taka fram að ég er hvorki stuttbuxnadrengur sjálfstðisflokksins, meðlimur í meintum klappstýruklúbbi Sigmundar Davíðs, né öðrum pólitískum flokkum. Ég er bara náungi sem vill landinu sínu gott eitt.  Óskandi að fleiri gætu rætt málið á þeim forsendum í stað þess að detta sífellt í persónulegt skítkast og brigsl um pólitísk tengsl við allt og alla. Þá værum við mögulega í minni skít en raunin er.

Jóhannes Þ. Skúlason (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 14:57

13 Smámynd: Einhver Ágúst

OK ég bið þig þá sérstaklega afsökunnar Jóhannes, ég trúi því alveg að það sé innan þess hóps sem hyggst mótmæla gott fólk einsog þú.

 Ég vil bara að mönnum sé ljóst að alveg einsog flokksbundnir Samfylkingarmenn (einsog ég)sem notuðu samfylkinguna sem múrbrjót í mótmælunum í Janúar, þá eru ákvðnir hægri sinnaðir markaðsmenn, bankamenn og lögfræðingar  að nota ykkur sem múrbrjót gegn ríkisstjórninni. Það skal tekið fram að ég mun aldrei undir neinum kringumstæðum kjósa Samfylkinguna aftur, enda hún allt að því jafnspillt og Sjallarnir og Framsókn.

En aftur bið ég þig afsökunnar Jóhannes...og aðra sem af heilindum eru að mótmæla einhverju sem þau trúa á af öllu hjarta, þannig mun þetta virka, en svona tækifærissinnamótmæli munu ekki vekja iklar undirtektir.

Einhver Ágúst, 11.8.2009 kl. 22:26

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jóhannes! Ef að málflutningur Indefence er skoðaður og þá sérstaklega hverning sumir þeirra hafa talað um ráðamenn hér á landi, embættismenn og í raun um alla sem hafa komið að Icesave þá getur maður ekki annað en stimplað þennnan hóp manna sem hefur annarlegan tilgang og gangast upp í þeirri trú að þeir viti allt betur enn aðrir. Minni á að þeir eins og aðrir sögðu alveg fram á síðustu vikur að við ættum ekkert að borga. Við bærum enga ábyrgð en það hefur breyst. Og þar að þeir hafa endurómað það sem Sigumundur Davíð hefur sagt og öfugt þá er eðlilegt að tengja þetta saman.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.8.2009 kl. 22:49

15 Smámynd: AK-72

Nú verð ég að spyrja eins og fávís maður vegna þess að ég sé þessu stundum slegið fram: hvað eru borgaraleg gildi? Fyrir hvað standa þau?

AK-72, 11.8.2009 kl. 23:05

16 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er eitthvað sem þeir vita ekki sjálfir AK-72. Ég hef líka velt þessu fyrir mér og eins afhverju þeir standa fastir á því að þeir séu ekki þjóðernissinar? Því að skv. http://is.metapedia.org/wiki/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0ernishyggja Þá er þjóðernishyggja "Þjóðernishyggja er hugmyndafræði og stjórnmálaleg heimspeki sem leggur áherslu sína á þjóðerni og upphefur skilgreiningu félagsfræðinar um þjóðir þ.e. hópar fólks sem deila sama tungumáli, ætterni og rótgróinni menningu. " Og skv. wikipedia er það

"Þjóðernishyggja er sú skoðun að þjóðir séu grunneiningar í samfélagi manna, að þær séu eini lögmæti grundvöllurinn fyrir ríkjum og að hver þjóð eigi rétt á eigin ríki."

En þeir neita því og skv. stefnuskránni þá finnst mér að þeir séu að hvetja til afturhvarfs til fyrri alda skv. þessu a.m.k.

Lífsskilyrði, hófsemi og jafnræði.

Samtök Fullveldissinna byggja málatilbúnað sinn á hófsömum borgaralegum gildum, s.s. vinnusemi, jafnræðishyggju og umburðarlyndi og hafna nýfrjálshyggju, græðgi og öfgum en berjast fyrir menningarsamfélagi og fjölbreyttri menntun. Við leggjum áherslu á jafnrétti allra þjóðfélagshópa.
Við leggjum áherslu á að tryggja lífsskilyrði íslensku þjóðarinnar, fæði og klæði, heilsu og velferð og stöndum vörð um hagsmuni barnafjölskyldna. Samtök Fullveldissinna vilja tryggja velferð og hag íslenskra námsmanna, hér heima sem og erlendis.

En ósköp meinlaust held ég.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.8.2009 kl. 23:23

17 identicon

Þakka þér fyrir Ágúst Már.  Betur að fleiri netvíkingar væru jafn tilbúnir að hlusta á náungann með opnum hug og þú hér að ofan.  Mér sýnist Magnús Helgi gæti lært ýmislegt af þér, í það minnsta veit hann greinilega ekkert um málflutning InDefence, sem hann keppist þó við að rakka niður hér.

Hið rétta er að InDefence hefur ALDREI talað fyrir því að við "ættum ekkert að borga" eins og Magnús orðar það.  Þvert á móti höfum við eindregið talað fyrir því frá allt frá 5. júní að Íslendingar standi við lagalegar skuldbindingar sínar vegna Icesave, en að þessi samningur sé ekki leiðin til þess, til þess sé hann of gallaður.  Ég ráðlegg Magnúsi að kynna sér fyrst málflutning fólks sem hann kýs að ata auri á opinberum vettvangi í framtíðinni.

Jóhannes Þ. Skúlason (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 00:32

18 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Jæja hvað segirðu núna - voru þetta nokkrir tugir sem mættu ????

Sigurður Sigurðsson, 14.8.2009 kl. 15:14

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

c_documents_and_settings_hp_owner_my_documents_my_pictures_stoli_n_894032

Fannst nú markverðast hverjir mættu. Enda var ekki verið að boða samstöðu heldur að hafna samningum eins og indefence sagði allt í einu í viðtölum aftur þarna á Austurvelli

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.8.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband