Leita í fréttum mbl.is

Svona kannski rétt að benda nýjum þingmönnum á hvað átt er við með meirihlutastjórn!

Held að Þór Saari verði að átta sig á að ef Alþingi fellir samning með atkvæðum stjórnarþingmanna þá er verið að lýsa vantrausti á Steingrím J um leið á Ríkisstjórn sem er að leggja málið fram. Og það er almennt svo um allan heim að ef að Alþingi er ekki sátt við leiðir ríkisstjórna sem sitja í umboði meirihluta Alþingis þá er komin upp sú staða að ríkisstjórn getur ekki treyst á að stefna þeirra nái fram og því eru umboðið sem þeir starfa eftir laskað eða ónýtt.

Þetta væri líka rétt að Sigmundur áttaði sig á en hann segir á www.visir.is :

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki vera þeirrar skoðunar að ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og VG standi og falli með Icesave málinu.

„Í fyrsta lagi finnst mér nú skrýtið ef ríkisstjórnarsamstarfið á að snúast um þetta mál umfram annað. Hvað segir það um þingið og stöðu þess ef þingmenn eiga ekki neinn annan kost en að kjósa eins og framkvæmdavaldið ætlast til. Og framkvæmdavaldið lítur svo á að ef þingmenn geri það ekki þá sé ríkisstjórnin bara fallin," segir Sigmundur Davíð. Að auki segist Sigmundur Davíð telja að það sé óhugsandi að Samfylkingin slíti ríkisstjórnarsamstarfinu á meðan að Evrópusambandsmálið er í vinnslu.

Sigmundur hlýtur að átta sig á að ef að Alþingi er ekki sammála ríkisstjórn í þessu, þá er Alþingi að segja að það sé ekki sátt við leiðir framkvæmdarvaldsins. Og þó að ríkisstjórnin gæti þraukað þá yrði það spurning fyrir ríkisstjórnina að hún gæti ekki gert neinar áætlanir til framtíðar því að það gæti orðið ströggl í hvert skipti sem þyrfti að bera eitthvað fyrir Alþingi. Og væri það eins og í fyrirtækjum að ef að meirihluti stjórnar er ekki sammála framkvæmdarstjóra þá er hann látinn víkja. Eins er þetta með þingið ef að öll stór þingmál verða í svona klípu þá er stjórnvöldum illmögulegt að starfa.

Bendi á það sem Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði:

„Ef að þetta mál fellur þá er hin pólitíska staða orðin afar flókin," segir Gunnar. „Það má segja að þá verði djúp stjórnarkreppa um stjórn landsins þar sem forysta landsins getur í raun og veru ekki komið sér saman um það hvernig bregðast á við brýnasta lífshagsmunamáli þjóðarinnar." (www.ruv.is )


mbl.is Hefðbundið pólitískt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þór Saari er ekki maður sem mðaur tekur lengur mark á. Því miður er hann upptekinn af eigin auglýsingamensku frekar en að leysa mál sem þjóðin bíður eftir.

Sveinn (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 14:54

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Hvers vegna þarf endilega að stilla þessu máli upp í stjórn vs stjórnarandstöðu? Eða eftir flokkslínum? Ef samningurinn er góður er sjálfsagt að samþykkja hann. Ef samningurinn er vondur er jafn sjálfsagt að fella hann. Punktur!

Það á ekki að skipta máli hverjum er um að kenna, hver gerði samninginn, hvað var lagt upp með af minnisblöðum eða í hvaða flokki menn eru. Á meðan samningurinn er óásættanlegur fyrir einn eða fleiri samningsaðila er hann vondur. Þá er það siðaðra manna háttur að leita lausna sem allir geta fellt sig við, en leggja málið í dóm ef það næst ekki. Öll ríkin sem hlut eiga að máli eru vestræn lýðræðisríki sem gefa sig út fyrir að fara að leikreglum réttarríkis.

Haraldur Hansson, 11.8.2009 kl. 15:03

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ef að þú hugsar það Haraldur þá eru líkur á að stuðningsmenn stjórnarinnar eru að hafna stefnu fjármálaráðherra og í raun ríkisstjórnarinnar. Þú sást hvernig þetta var í ESB málinu. Nú er þetta og hvað þá næst. Það eru sem sagt aðilar sem styðja stjórnina sem styðja ekki stefnu hennar. Það gegnur ekki til lengdar. Þetta væri möguleiki ef að þetta væri minnihlutastjórn. En í dag getur þessir stjórn ekki sett sér langtímamarkmið því hún veit ekki hvort hún hefur stuðnig við það, ef að stjórnarliðar ganga úr skaftinu  núna.

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.8.2009 kl. 15:15

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þessi tvö mál eru ekki venjuleg stjórnarmál, heldur stærstu og umdeildustu málin sem ríkisstjórn hefur fengist við á lýðveldistímanum. Ég tel ekki rétt að setja hefðbundna mælistiku á þau.

Það er ekki "stefna ríkisstjórnarinnar" að undirgangast IceSave, sama hvaða kostir eru í boði. Stjórnin var ekki mynduð um þennan samning en vinnur að því að leysa málið. Þetta hefði ég viljað sjá tekið upp úr skotgröfunum. Mér sýnist flokkspólitíkin þvælast illa fyrir í þessu erfiða dæmi.

ESB er líka umdeilt, vægast sagt. Annar stjórnarflokkurinn setti málið í forgang hinn er á móti aðild. Þingsályktunartillagan var málamiðlun og með henni átti að fela þinginu að taka ákvörðun. Sú ákvörðun var ekki óþvinguð, því miður.

Haraldur Hansson, 11.8.2009 kl. 15:32

5 Smámynd: Sigurjón

Þú segir að ef Alþingi samþykkir ekki eitt mál stjórnarinnar, þá sé umboð hennar ónýtt.  Einmitt.  Og hvað með það?!  Lítur þú á Alþingi sem afgreiðslustofnun fyrir framkvæmdarvaldið?  Lítur þú svo á að þingmaður í ,,stjórnarliðinu" eigi að greiða atkvæði gegn sinni sannfæringu (sem er reyndar ólöglegt skv. stjórnarskrá), bara vegna þess að það gæti hugsanlega fellt stjórnina?  Þá er það þú og enginn annar sem ert á villigötum!

Samfylkingarmenn virðast upp til hópa vera algjörlega siðlausir þegar að þessu kemur.  Áfram VG!  Látið ekki kúga ykkur!

Sigurjón, 11.8.2009 kl. 16:34

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Í raunverulegu þingræði þar getur ríkisstjórnin einmitt ekki einhliða stýrt landinu án samráðs við þingið, hvað þá gert langtímaáætlun um slíka stjórnun. Það þýðir ekki að hún hætti að vera ríkisstjórn, hún hættir bara að vera bæði þing og ríkisstjórn og verður að búa við að þurfa að verða undir ef hún nær ekki að mynda meirihluta á þingi. Um Icesave var hún ekki búin að hafa samráð við þingið áður en hún skrifaði undir og býr því við að geta orðið undir í málinu. Þannig er það þingræði sem til verður við kröfum fólks um að þingmenn fari að eigin sannfæringu. Lítil er hinsvegar orðin sannfæring margra um að slíkt sé ákjósanlegt þegar að kemur að því að það gæti notað flokksræði til að koma sínum málum í gegn.

Héðinn Björnsson, 11.8.2009 kl. 16:35

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Í flestum ríkjum eru myndaðar stjórnir sem koma sér saman um stjórnarsáttmála sem gegnur út á ákveðnar leiðir til að tækla stærstu málin. Og ef þær eru minnihlutastjórnir þá tryggja þær sé stuðning við ákveðna leið til þess. Annars kemur upp svona staða eins og hér þar sem andstæðingar stjórnarinnar eru í raun að beita sér gegn stjórninni. Og grípa í mál sem einhverjir stjórnarliðar eru í vafa. Minni menn á að:

  • Fyrir 2 mánuðum sögðu Framsókn og fleiri að við ættum ekkert að borga icesave.
  • Nú hafa þeir breytt um stíl og segja að auðvita eigum við að standa við okkar skuldbindingar. En til þess þurfi málið að fara fyrir dóm. Hafa reyndar ekki sagt hvaða dóm eða hvernig eigi að koma viðsemjendum þangað
  • Það er samsagt gert allt til að laga afstöðuna að þeim í stjórnaliðinu til að þess að fá þá með gegn málinu.
  • Einn lögfræðingur reyfar efa um uppgjör eigna innistæðutryggingarsjóðs og stjónarandstaðan grípur það en segir ekkert þegar að a.m.k. tvö lögfræði álit sem hafa komið síðustu daga ásamt yfirlysingum Breta og Hollendingar sýni að um réttmætt uppgjör verður að ræða skv. lögum og framkvæmd annarstðar.

Stjórnarandstaðan talar eins og það sé ekkert mál að gera nýjan samning en segir ekkert um hverju þurfi að breyta og hvernig. Mundu þeir kannski fra með samningin út og breyta einu orði og samþykkjan hann ef þeir kæmust til valda?  Mér er nær að halda það!

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.8.2009 kl. 16:50

8 Smámynd: Sigurjón

Þessi upptalning breytir því ekki að þingmenn eru bundnir sannfæringu sinni og engu öðru (nokkuð sem var einmitt áréttað í stjórnarsáttmálanum, sem Samfylkingin ætlar greinilega ekki að standa við)...

Sigurjón, 11.8.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband