Leita í fréttum mbl.is

Hrollvekja!

Þarna kemur fram að krónan er virkilega farin að verða okkur fjötur um fót. Samkvæmt þessu þá er ljóst að krónan á eftir að há okkur þar til við losnum við hana. Á www.ruv.is má lesa um þetta m.a.

Raunasaga gengis krónunnar nær aftur til ársins 1920 en þá var íslenska krónan skilin frá þeir dönsku á pari það er þær voru jafnverðmætar. Síðan hefur gengi krónunnar að meðtölu því þegar tvö núll voru skorin af henni 1981 lækkað um 99,95 prósent gagnvart þeirri dönsku.

Þetta segir okkur að í dag þurfum við 2400 gamlar íslenskar krónur til að kaupa eina Danska. En 1920 voru þær jafnverðmætar.

Eins kemur þar fram:

Bankinn fer ítarlega yfir ýmsa möguleika og segir að á meðan ekki verður skipt um mynt það er breytt yfir í annað gjaldmiðilsfyrirkomulag telji bankinn ráðlegast að efla viðbúnað Seðlabankans til að takmarka vöxt fjármálakerfisins og bæta framkvæmd stefnunnar í opinberum fjármálum þannig að hún styðji betur við peningastefnuna og dragi þannig úr líkum á innstreymi óstöðugs fjármagns og efnahagslegum óstöðugleika

Sem í raun segir okkur að auk þess að við erum að berjast við fjárlagagat nú upp á 200 milljarða þá þurfum við í raun áfram að draga úr kostnaði hins opinbera til að styrkja eða verja krónuna.

Væri ekki ráð að fara að skoða einhliða upptöku evru eða semja við ESB um algjöran forgang. M.a. má benda á að Svartfellingar komust upp með það að taka upp evru áður en þeir gengu í ESB þar sem þeir höfðu enga mynnt. Og í raun má segja sama um okkur. Krónan er jafnvel verri en engin eins og bent er á:

Seðlabankinn segir að frá 1920 hafi öllum tilraunum missjálfstæðrar peningastefnu lokið með rýrnun kaupmáttar krónunnar


mbl.is Ekki hagkvæmt gjaldmiðilssvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband