Leita í fréttum mbl.is

Nú er stjórnarandstöðunar að semja um raunhæfa fyrirvara eða ramma um Icesave

Nú er að koma upp sú staða að ef að stjórnarandstaðan ætlar vera með í uppbyggingu og endurreisn, þá verður hún að koma að því að samþykkja þessa fyrirvara eða ramma um þessa ábyrgð. Því nú eru líkur á því að stjórnarliðar séu að semja um framgang málsins. Væri ekki betra fyrir Sjálfstæðismenn og framsókn að vera með á bátnum svo að þetta verði sameignleg niðurstaða sem kemur okkur vel þegar rætt verður við Breta og Hollendinga um þessar fyrirvara Alþingis.

Annars verður það algjör ósigur stjórnarandstöðu sem verður grafskrift þeirra eftir þetta kjörtímabil. Enda alltaf ljóst að það þurfti að semja um þetta og drauma samningur var aldrei í boði.


mbl.is Icesave líklega úr nefnd fyrir vikulok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú svo merkilegt að síðustu daga og vikur hefur átt sér stað gríðarleg vinna innan Alþingis við að koma saman fyrirvörum við ríkisábyrgð til að mynda þverpólitíska samstöðu um málið. Að henni hafa komið þingmenn allra flokka, nema Samfylkingar. Það var ekki fyrr en í gær að Jóhanna ljáði máls á þeim möguleika að einhverjir fyrirvarar yrðu settir við ábyrgðina.

Það er því ljóst að um málið ríkir þverpólitísk sátt hjá öllum flokkum nema Samfylkingu og einstaka þingmönnum VG.

Að tala um að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eigi "ð vera með á bátnum svo að þetta verði sameignleg niðurstaða" er náttúrulega hlægilegt þegar það er Samfylkingin og Steingrímur sem hafa spyrnt við fótum allan tímann.

Sigurður (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband