Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Hvernig kemur sagan til með að dæma stjórnarandstöðuna?!
Finnst þessi frétt um að menn vilji fyrirvara við ríkisábyrgð á þessu ekki vera neina frétt jafnvel þó þá sé í Samfylkingunni!
En þingmenn stjórnarandstöðunnar hljóta að gera sér grein fyrir að þetta mál fer að lokum í gegn með þeim fyrirvörum sem fulltrúar þeirra í fjárlaganefnd vinna með stjórnarliðum við að skoða. Því fer maður að velta fyrir sér hvort að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi hugsað út í það að miðað við nú fyrstu mánuði þá er ekki víst að saga þessa kjörtímabils eigi eftir að fara fögrum orðum um orð og gerðir þeirra. Manni finnst að það hljóti að verða stór kafli í mati fólks hvernig þeir hafa talað um stjórnvöld, embættamenn og starfsfólk ráðuneyta og stofnana ríkisins. Þar sem allar gerðir hafa verið rengdar, skrumskældar og rangfærðar. Eins verður horft til þess að í stað þess að taka þátt í að hefja endurreisn þá hafa öll mál sem sérfræðingar hafa bent á sem nauðsyn verði gangrýnd. T.d. tillögur um stofnun Bankaumsýslunar. En það var einmitt gert til að færa ákvarðanir frá ríkisstjórninni.
Þá verður horft til þess að í stað þess að fagna því að í stærri málum hefur aldrei áður verið birt eins mikið af upplýsingum þá er stjórnarandstaðan í því að halda því fram að mikilvæg gögn séu falin sem reynast svo ekki skipta neinu máli.
Held samt helst að stjórnarandstaðan eigi eftir að sjá eftir að í stað þess að stunda uppbyggilega gagnrýni og standa með stjórnvöldum þá haf þau stundað niðurrif, svartsýni og reynt markvisst að draga kjark úr þjóðinni. Og ekki komið neinar uppbyggilegar tillögur sem hafa verið raunhæfar.
Þetta verður nú ekki falleg eftirmæli ef að allt fer eins og reiknað er með og við förum á næsta að hefja leiðina út úr kreppunni.
Andstaða líka í Samfylkingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.10.2017 Nokkrar staðreyndir um skattaþróun í tíð hægristjórna
- 29.11.2016 Auðvita er leiðiinlegt að fyrirtækið skuli vera lent í þessu!...
- 7.11.2016 Á meðan að almenningur almennt á ekki kost á svona fyrirkomul...
- 6.11.2016 Garðabær er nú ekki til fyrirmyndar í málefnum þeirra sem þur...
- 1.11.2016 Halló er ekki allt í lagi á Mogganum?
- 30.10.2016 En jafnaðarmennskan hverfur ekkert!
- 29.10.2016 Hönd flokksins
- 29.10.2016 Þetta á erindi við kjósendur
Eldri færslur
- Október 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
- Mars 2006
- Febrúar 2006
Tenglar
ESB
Samfylkingin
Maggi B er flokksbundinn samfylkingarmaður í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi
Teljari
Tenging við twitter
Um bloggið
Vettvangur Magga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 969573
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
RSS-straumar
RSS
Hvað er nýtt
RUV
- Augnablik - sæki gögn...
DV
- Augnablik - sæki gögn...
Visir.is
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan
- Augnablik - sæki gögn...
Pressan Kaffistofa
- Augnablik - sæki gögn...
Af Eyjunni fréttir
- Augnablik - sæki gögn...
Bloggvinir
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Guðni Már Henningsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli Tryggvason
- Guðríður Arnardóttir
- Guðmundur Magnússon
- Hlynur Hallsson
- Kristján Pétursson
- Vefritid
- Bjarni Harðarson
- Davíð
- Ólöf Ýrr Atladóttir
- Björn Benedikt Guðnason
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Hlynur Halldórsson
- Tómas Þóroddsson
- Adda bloggar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Þórður Steinn Guðmunds
- Kolbrún Jónsdóttir
- íd
- Haukur Nikulásson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Bleika Eldingin
- Sigurður Sigurðsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Björn Emil Traustason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Björn Heiðdal
- krossgata
- Þröstur Friðþjófsson.
- S. Lúther Gestsson
- Sigurjón Sigurðsson
- Guðrún Helgadóttir
- Jón Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Jakob Falur Kristinsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Alfreð Símonarson
- Hlekkur
- Þorsteinn Briem
- Jonni
- Torfusamtökin
- Gulli litli
- Sigurður Sigurðsson
- Helena Sigurbergsdóttir
- Elías Stefáns.
- viddi
- Oddrún
- Jón Gunnar Bjarkan
- Heimir Eyvindarson
- Himmalingur
- Eygló
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Ólafur Ingólfsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Styrmir Reynisson
- Helga Kristjánsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Ingimundur Bergmann
- Loftslag.is
- Kjartan Jónsson
- Brattur
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Högni Snær Hauksson
- Jack Daniel's
- Kama Sutra
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Ómar Bjarki Smárason
- Stefán Júlíusson
Athugasemdir
Magnús, spuninn er orðinn slíkur að það er hreinlega orðið erfitt að skilja þig.
Samfylkingin vildi að Icesave samningurinn færi í gegnum þingið óbreyttur, helst án þess að þingmenn fengju að sjá hann.
Stjórnarandstaðan og nokkrir kjarkmiklir þingmenn VG komu í veg fyrir það og virðast vera að tryggja að fyrirvarar verði settir vegna greiðslugetu þjóðarinnar, svo það verði a.m.k. tryggt að við getum staðið undir þessum greiðslum.
Hvers vegna ætti stjórnarandstaðan að sjá eftir því?
Sigurður (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 15:17
Hvaða stjórnarandstöðu talar þú um?
Alvöru stjórnarandstaða er stjórninni til aðhalds. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru í einhverju bulli. Það virðist engin skynsemi ráða för og flokksmenn virðast alveg búnir að gleyma hverjir komu okkur í þetta klúður. Nú þurfaalvöru menn í öllum flokkum að taka sig saman og leita sameiginlega að lausn fyrir land og þjóð. Flokkspólitískur skæruhernaður er fyrir liðna tíma.
Sveinn (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 15:29
Alvöru menn úr öllum flokkum hafa leitað sameiginlega að lausn á Icesave málinu síðustu daga og vikur. Því miður hefur Samfylkingin spyrnt við fótum í öllu því ferli og hótað stjórnarslitum við hvert fótmál.
Sem betur fer virðist Ögmundi hafa tekist að koma vitinu fyrir Jóhönnu, ef marka má viðtalið við hana í gær og er það vel.
Hvað varðar ábyrgð á því hver staðan er þykir mér merkilegt hve Samfylkingin er fljót að gleyma því að hún hefur setið í ríkisstjórn í á þriðja ár.
Sigurður (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 15:38
Ég er ekki að tala um Icesave eingöngu heldur nær allt sem hefur verið gert. Ég veit að það þarf að laga Icesave. Og það var í sjálfusér ágætt hjá stórnarandstöðunni að benda á það en hún hefur ekki komið með neinar lausnir í þessu máli. Hafði heyrt viðtöl t.d. við Bjarna Ben. Hann er ítrekað spurður um hverju og hvernig eigi að breyta Icesave. Hann hefur ekki svarða því enn þá . Og í stað þess að vinna af heiðarleika að því að bæta málið er hlaupið í fjölmiðla og ræðustól alþingins og embættismönnum úthúðað, sérfræðingar rengdir og allt gert til að tefja og afvegleiða málið.
Magnús Helgi Björgvinsson, 12.8.2009 kl. 15:38
Ég hef verið að reyna að rifja upp jákvæði innlegg frá stjórnarandstöunni sem vert hafi verið að skoða. Ég man eftir tillögum frá Tryggva Þór um innsköttun í greiðslum í lífeyrisstjóði sem mér fannst vel þess virði að skoða. En mættu svo andstöðu sér í lagi hjá lifeyrissjóðum og stéttarfélögum. Mann líka eftir óraunhæfum tillögum um 20% flatan niðurskurð á öllum lánum sem ekki er til fé fyrir. Örðu man ég ekki eftir.
Magnús Helgi Björgvinsson, 12.8.2009 kl. 15:49
Sigurður kerfi sem hrundi var búið til, stjórnað og fylgt eftir af Sjálfstæðisflokknum. Hannnes Hólmsteinn fór um heiminn og kynnti þetta kerfi sem fullkomið. Eftirlit var talið algjör peningareyðsla þar sem fyrirtæki áttu að beita innra efirliti. Og þau áttu að sjá sér hag í þvi að fara eftir öllum reglum. Það er hægt að finna margar ræður Sjálfstæðismanna þar sem þeir tala um opinberan eftirlitsiðnað og vilja skera niður t.d. samkeppnisstofnun og eins FME. Það eru allir sammála um að lítið hafi verið hægt að gera 2007 þegar Samfylkingn var komin í stjórn því þá var lánshæfi og lánamöguleikar bankana horfnið.
Magnús Helgi Björgvinsson, 12.8.2009 kl. 15:55
"Það eru allir sammála um að lítið hafi verið hægt að gera 2007 þegar Samfylkingn var komin í stjórn því þá var lánshæfi og lánamöguleikar bankana horfnið."
Allir hverjir? Ég er nú alls ekki viss um að "allir" kvitti upp á þetta hjá þér.
Sigurður (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 17:37
"Mann líka eftir óraunhæfum tillögum um 20% flatan niðurskurð á öllum lánum sem ekki er til fé fyrir."
Það er nú bara komið í ljós að þessi tillaga var meira en raunhæf. Afskriftir yfir 50% munu væntanlega lenda að meira og minna leyti á ríkissjóði, en í stað þess að skila sér áfram til lántakenda munu þeir peningar fara í milljarða afskriftir stórfyrirtækja og í vasa erlendra kröfuhafa.
Þar er nú öll skjaldborgin...
Sigurður (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 17:39
"Ég hef verið að reyna að rifja upp jákvæði innlegg frá stjórnarandstöunni sem vert hafi verið að skoða."
Það er nú líka þannig að ýmsum tillögum hefur verið velt upp inni á Alþingi, sem ekki hefur endilega verið hlaupið með beint í fjölmiðla. Staðan hefur bara verið þannig að stjórnin hefur ekki viljað ræða neitt annað en þennan samning sem liggur á borðinu. Aðrar lausnir á málinu hefur hún ekki viljað ræða.
Má þar nefna tillögur á borð við að taka lán hjá lífeyrissjóðunum og nota erlendar eignir þeirra, auk þess sem skilar sér úr Landsbankanum, til að staðgreiða Icesave skuldina. Þannig værum við ekki upp á Breta og Hollendinga komin, gætum leitað réttar okkar kjósum við það, gætum greitt skuldina (við lífeyrissjóðina) til baka í íslenskum krónum, t.d. með hækkuðum iðgjöldum í sjóðina, sem aftur skiluðu sér ekki út í verðlagið auk fleiri kosta.
Þetta hefur stjórnin bara ekki viljað ræða, því hún er föst í þessum blessaða nauðasamningi.
Þannig að það er ansi einfeldningslegt hjá þér að ætla að klína öllu á blessaða stjórnarandstöðuna, sem nota bena er í minnihluta á Alþingi.
Sigurður (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 17:47
Flatur niðurskurður á öllum lánum hefði þýtt að kostnaðn upp á um 900 milljaðra og þeim kostnaði var ekki hægt að velta yfir að kröfuhafa. Þetta voru eignir bankanna og menn sjá nú hvað kröfuhafar eru viðkvæmir þá er er nóg að skipta um fulltrúa í skilanefnd þá hóta þeir að slíta viðræðum. Minni á að raun eiga þeir öll þessi útlán ef að neyðarlögum væri mótmælt. Og eins að við erum að setja um 280 milljarða ínn í nýju bankana en hefðum þurft að bæta við einhverjum hundruðum milljarða í vðbót því að erlendir kröfuhafar mundu ekki taka allar þessar afskriftir á sig flatt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 12.8.2009 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.