Leita í fréttum mbl.is

Ágætu "útrásarvíkingar"

Ágætu útrásarvíkingar!

Um leið og ég harma að það skuli vera til fólk sem ræðst að fjölskyldum ykkar og skemmi eignir ykkar þá langar mig að benda ykkur á leið sem þið gætuð farið til að draga úr líkum á að þetta endurtaki sig.

Nú vitið þið að það er hafin rannsókn á öllum ykkar fjármálum. Það er leitað að öllum þeim peningum sem þið hafið hafið hugsanlega falið. M.a. á aflandseyjum! Þið hljótið að gera ykkur grein fyrir því að þessir peningar finnast á endanum eða hvert þeir fóru. 

Væri nú ekki leið fyrir ykkur, ef að það er staðreynd að þið eigið peninga sem þið hafið stungið til hliðar, fyrir ykkur að kaupa ykkur smá velvild með því að koma með þessa peninga heim. Semja við ríkið að þeir peningar sem þið eigið í raun og veru ekki verði skilað formlega og þeir eyrnamerktir upp í Icesave skuldirnar. Ef þið til samans eigið t.d. 6 milljarða þá nemur það um 1% af icesave skuldum okkar. Ef þið eigið 60 milljarða þá eru það 10% af icesave skuldinni. Og ég tala ekki um ef það er meira! Með því að þið sem einstaklingar eða hópur tækjuð ykkur saman um að greiða þessar skuldir niður fyrir okkur, hversu mikið sem það er mundi kaupa ykkur smá velvild. En ef að þið ætlið að bíða og sjá hvort að við finnum peningana þá verði þið að sætta ykkur við það að hér á landi er hópur fólks sem er mjög reytt og kemur ekki til með að láta ykkur í friði. Eins þá er hér vaxandi rannsóknarstofnun (saksóknari) með sérfræðingum sem finna þessa peninga að lokum.

Um leið og ég mótmæli að fólk sé að ráðast að heimilum fólks þá legg ég þessa tillögu fyrir ykkur sem hluti af lausninni fyrir ykkur. Minni ykkur á að ef þið hafið brotið lög þá eigið þið kannski eftir að lenda í fangelsi og þar hafa menn fengið að finna fyrir því ef þeir hafa reiði þjóðarinnar á baki sér.

Virðingarfyllst.

Magnús Helgi Björgvinsson


mbl.is Hús máluð í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langar að taka undir þessa áskorun þína af heilum hug. 

ASE (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband