Leita í fréttum mbl.is

"Flutum sofandi að feigðarósi"

Haflið Helgason skrifar grein unir heitinu  Flutum sofandi að feigðarósi í Fréttablaðinu í dag þar sem hann segir m.a.:

Sá vandi sem nú hefur verið stimplaður af Standard og Poor's liggur ekki síst í því að umræða og aðgerðir stjórnmálamanna hafa ekki fylgt eftir þeim róttæku þjóðfélagsbreytinum sem orðið hafa á undra skömmum tíma. Íslenskt atvinnulíf er fullgildur þátttakandi í alþjóðavæðingunni.

Stjórnmálaumræðan er hins vegar föst í heimóttarlegum farvegi þar sem skellt er skollaeyrum við því sem almennt er talið boðlegt í hinum siðmenntaða heimi. Lokað ósýnilegt hagkerfi á heimskortinu gat hagað sér nokkurn veginn að vild. Opið hagkerfi sem vakið hefur eftirtekt í alþjóðlegum viðskiptaheimi getur ekki leyft sér slíkan munað, ef munað skyldi kalla.

Þannig voru augljóslega tímaskekkja og mistök að ráða stjórnmálamann í embætti Seðlabankastjóra. Ekki síst þegar sá hinn sami var holdgervingur þeirra sjónamiða sérstakra íslenskrar efnahagshegðunar sem nú hefur leitt til þess að traust okkar á alþjóðavettvangi hefur beðið hnekki.

Í ljósi þess hversu illa við höfum haldið á málum á methagvaxtarskeiði síðustu ára, getur farið svo að kostir okkar verði engir aðrir þegar upp er staðið, en að kasta núverandi gjaldmiðli og taka upp evru. Það væri kaldhæðni sögunnar ef afleiðingar efnahagsstjórnarinnar yrðu þessar í ljósi þess að í forystu efnahagsstjórnarinnar sitt hvorum megin borðs, fyrst sem forsætisráðherra og síðan Seðlabankastjóri, sat á þessum tíma einn eindregnasti andstæðingur evrunnar.

En það sem mér fannst fyndið voru athugasemndir sem birtast við greininna hans inn á visir.is:

23. desember 2006 kl. 08:48
maggimur@visir.is
Ertu að byrja á að átta þig á þessu vinur. Fyrir hálfu ári var helst á skrifum þínum að skilja að viðvaranir um að málin þróuðus í þessa veru, væru runnar undan rifjum erlendra greinigardelda sem skildu ekki íslenskt efnahagslíf, ef ekki, þá af hreinni öfund.
23. desember 2006 kl. 15:44
baldurmcqueen.com
Því fer fjarri að allir hafi flotið sofandi.
Þannig má nefna Þorvald Gylfason sem margítrekað varaði við ráðningu Oddssonar í embætti Seðlabankastjóra og hefur enn oftar skrifað rökstuddar greinar um hvert stefndi.
Fyrir vikið hefur maðurinn verið lagður í einelti og stimplaður "nöldurseggur" af þorra þjóðarinnar.

Nei, það eru kjósendur apakattana sem sváfu og þeir bera fulla ábyrgð á því hvernig komið er; ekki síður en ríkisstjórnin sjálf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband