Leita í fréttum mbl.is

Björn Bjarnason telur að lækkað lánshæfismat S/P á lánshæfi sé hugsanlega stjórnarandstöðunni að kenna.

Það er með ólíkindum hvað ríkisstjórnin ber alltaf fyrir sér ókunnugleika erlendra matsfyrirtækja á Íslenskum aðstæðum á sæmum spám og mötum frá þeim. Það mætti halda að þessi virtu fyrirtæki kýkji bar við á mbl.is og setji síðan fram spár. Ætli þessi fyrirtæki séu ekki með fleiri fræðinga í vinnu en íslenska Fjármálaráðuneytið í heild sinni. Og svo les ég færslu á blogginu hans Björns Bjarnasonar þar sem hann líkur greininni með því að kannski sé S/M að reikna með slæmum áhrifum ef að stjórnarandstaðan komist til valda.

Af www.bjorn.is

Efnahagsþróun ræðst ekki síður af sálarástandi en hagfræðilegum kröftum og takist að fóðra þá skoðun, að ekki sé unnt að treysta á efnahagslega velgengni Íslendinga eða hún standi á veikum grunni, leiðir það eitt til ófarnaðar. Afstaða til íslensks efnahagslífs ræðst auðvitað af þekkingu á því - ef allir, sem best þekkja til mála hér, eru þeirrar skoðunar, að niðurstaða S/P komi á óvart, kunna hinir fávísu að spyrja: Byggist niðurstaða S/P á sömu þekkingu og reynslu þeirra, sem eru undrandi?

Að útgjöld ríkisins aukist við afgreiðslu alþingis á fjárlagafrumvarpi er ekkert einsdæmi og gerist, hvort sem kosningar eru á næsta leiti eða ekki.  Hafi sérfræðingur S/P hrokkið við vegna þessa, ber það ekki vott um djúpstæða þekkingu.

Kannski hefur hugtakið „kosningafjárlög“ ruglað einhvern í ríminu, en stjórnarandstaða notaði það talsvert í umræðum á alþingi. Hitt kann einnig að vera, að sérfræðingur S/P telji hugsanlegt, að stjórnarandstaðan nái sér á strik á kosningaári og komi að því eftir kosningar að móta efnahagsstefnuna - þess vegna sé talin ástæða til að bæta hag lánveitenda með ákvörðunum, sem leiði til verri lánskjara fyrir Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband