Leita í fréttum mbl.is

Verði ykkur að góðu Reykjavíkurbúar: Leikskólagjöld hækka um áramót

Sé ekki alveg að almennar verðlagshækkanir kalli á þessa hækkun. En einhvernveginn fannst mér að Sjálfstæðisflokkurinn og örflokkurinn sem þeim fylgir hafi lofað allt öðru síðasta vor.

 

Rvk: Leikskólagjöld hækka um áramót

Leikskólagjöld í Reykjavík munu hækka um tæp 9% um áramótin. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður Leikskólaráðs, segir hækkunina koma til vegna almennra verðlagshækkana.

Mikið var rætt um lækkun leikskólagjalda fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Eftir að nýr meirihluti komst til valda voru gjöldin lækkuð um 25% frá og með 1. september sl. En nú hafa gjöldin hækkað aftur um 8,8%. Þorbjörg Helga bendir einnig á að laun leikskólastarfsfólks hafi hækkað um 16-20% á þessu ári og hluti hækkunarinnar nú komi til vegna þess. Fyrir lækkunina í september voru hjón með tvö börn að borga tæpar 40.000 krónur á mánuði í leikskólagjöld fyrir átta klukkustunda vistun fyrir tvö börn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Ef menn lesa þess frétt þá lækkuðu þau fyrst um 25% og hækka svo um 8,8%.  Eigum við ekki að vera réttláttir og viðurkenna heildar lækkun?

TómasHa, 26.12.2006 kl. 00:52

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En hvurslags loforð um lækkanir eru það að lækka gjöldin um 25% og fara svo 6 mánuðum síðar að hækka þau? Er það þá sem búast má við að öll loforð sem gefin eru í kosningum glildi þá fyrsta korterið eftir að viðkomandi flokkur hefur náð völdum. Einnig er rétt að nefna þá hugmynd sem þessir flokkar komu með um að hækka þjónustugjöld félagsþjónustu Reykjavík við öryrkja og fatlaða. Þar átti að hækka gjöld fyrir að aðstoða við þrif og hreinlækti um 10% hjá fólki sem er algjörlega háð aðstoð. Ég held því fram að innan árs verði leikskólagjöld í Reykjavík orðin hærri en þau voru fyrir kosningar.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.12.2006 kl. 01:00

3 Smámynd: TómasHa

Ég er bara að benda á það að að hafa þetta réttan málflutning og halda því til haga að gjöldin hafa í heildina lækkað.

Það getur vel verið að þú haldir að þau verði hærri, en staðan sem er núna er sú að þau hafa lækkað og það talsvert.

TómasHa, 26.12.2006 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband