Leita í fréttum mbl.is

Furðulegir Íslendingar!

  • Við vorum ekki að æsa okkur svo yfir að Geysir Green væri að kaupa hluta í Hitaveitu Suðurnesja. Við vorum ekki að æsa okkur yfir því þó að Orkuveita Reykjavíkur væri að kaupa hluta í Hitaveitunni þó að fólk ætti að gera sér grein fyrir að OR var að kaupa hluta í samkeppnisaðila.
  • Við erum búin að setja lög sem tryggja að orkuauðlindir eru í almannaeign. HS orka hefur aðeins nýtingar rétt í afmarkaðan tíma.
  • Við erum til í selja Álverum orku sem er alveg sambærilegt því t.d. öll orka Kárahnjúka er bundin Reyðaráli í 30 til 40 ár.
  • Við erum að vonast eftir erlendum fjárfestingum en við við bönnum að það sé í sjávarútvegi, er verið að reyna að koma í veg fyrir að það verði í landbúnaði.  Hvað mundir fólk segja ef að einhver vildi kaupa Eimskip. Þá held ég að menn yrðu brjálaðir.
  • Man fólk eftir því þegar að:
    • Irvin olíufélagi vildi koma hingað?
    • Hvernig að allir neituðu Bauhaus um lóð hér í lengri tíma?
  •  Það eins sem útlendingar hafa virkilega fengið að fjárfest í er stóriðja. En það gengur ekki til lengdar.
  • Fólk vill kannski frekar að snillingarnir sem settu hér allt á höfuðið séu þeir einu sem fjárfesta hér til framtíðar.
  • Fólk búið að gleyma að GeysirGreen á nú meirihluta í HS orku. Og það skilgetin afurð snillingana í bönkunum hér fyrir hrun.

Get ekki skilið ef að Magma er fyrirtæki sem við skoðun reynist almennilegt og með raunhæfar áætlanir sé eitthvað verra en hálf sturlaðir Íslenskir fjárfestar. Eða að ríkið þurfi að skaffa um 12 milljarða til að kaupa þennan hlut OR.

Ef að málið er að útlendingar megi bara fárfesta hér á einhverjum sviðum sem við höfum ekki áhuga á þá kemur ekkert fjármagn hingað eða við þurfum að gefa þeim eitthvað í staðinn eins og orku til stóriðju.

Er ekki frekar ráð að tryggja hagsmuni almennings með lögum reglum. Gera ríkar kröfur til fjárfesta um orðspor og reynslu og hætta þessari sveitamennsku.

Auðvita á ekki að leyfa þeim að vaða hér yfir okkur á skítugum skónum en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.

Síðan má benda fólki á að það telur ekkert óeðlilegt að Íslensk fyrirtæki fari í framkvæmdir á orkusviðinu í öðrum löndum.


mbl.is Segir óraunhæft að ríkið kaupi hlut í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lykilsetningin í þessari færslu þinni er: "Get ekki skilið ef að Magma er fyrirtæki sem við skoðun reynist almennilegt og með raunhæfar áætlanir sé eitthvað verra en hálf sturlaðir Íslenskir fjárfestar."

Heimasíða þessa fyrirtækis minnir helst á Remax-útibú í Árbænum (með fyllstu virðingu fyrir Árbænum). þarna eru gífuryrði um að fyrirtækið ætli að verða það stærsta á sviði fjárfestinga í jarðvarmanýtingu í heiminum.

En þegar raunveruleg umsvif fyrirtækisins í dag eru skoðuð, þá reynast þau algjört grín. Smotterí. Tilfallandi smáfjárfestingar hér og þar. Ekkert sem nær máli.

Allt varðandi þetta Magmakompaní minnir á FL Group eða viðlíka lukkuriddarafyrirtæki.

Við það bætist að innan orkugeirans hérna heima er þrálátur orðrómur um að tilteknir einstaklingar úr íslensku útrásinni séu með puttana í þessu.

- Maður hefði haldið að hrunið hérna fyrir fáeinum mánuðum hefði átt að verða til þess að við færum varlegar í að treysta svona gæjum...

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 11:51

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Stefán það væri nú gaman að vita hvort að eitthvað erlent fyrirtæki standist skoðun skv. þessu. Bendi nú að að vandræðin í þessu máli eru nú að stórum hluta til vegna OR. Sem ég held að þú þekkir. Í eigu Reykjavíkur að mestu en hefur farið um landið og keypt upp alla hugsanlega samkeppnisaðila.  Rauk í að kaupa í HS orku og kaupa hlut Hafnarfjaraðar áður en þeir vissu hvort þeir máttu það skv. samkeppnislögum.

Ég er á því að önnur orkufyrirtæi eigi að verja en spurning hvort að HS orka sé eitthvað sem þurfi að verja og þá frá hverju? Nú á þetta Magna ekki meirihluta í HS orku? Og því þarf að spyrja sig hvernig ætlar Ríkið að ganga inn í svon samning? Ef að kostnaður við það verður 12 milljarðar. Hvar á þá að skera niður á móti. Minni þig á að rekstur Hafnafjarðar sem á í raun þessa peninga er 4 til 5 milljaðrar hugsa ég.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.8.2009 kl. 12:00

3 identicon

Ég er sammála því að stóru mistökin í málinu voru gerð í tengslum við einkavæðinguna á HS.

Orkuveitan átti heldur ekkert með að reyna að kaupa þennan hlut í fyrirtækinu. Varðandi uppkaup OR á litlum veitufyrirtækjum annars staðar á landinu sýnist mér hins vegar að frumkvæðið hafi frekar komið frá heimamönnum.

Stóra vandamálið er samt að hugmyndin um samkeppni á orkumarkaði eins og reynt er að praktísera hana hér heima, er í grundvallaratriðum röng. Þessi viðleitni til að hluta niður orkukerfið og dreifa stjórnun þess og uppbyggingu á hendur margra óskyldra aðila í innri samkeppni er dæmd til að skila okkur dýrari og ótryggari orku.

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband