Leita í fréttum mbl.is

Bíddu Bjarni er það ekki frekar þú sem átt að víkja?

„Verði fyrirvörunum við ríkisábyrgð á Icesave-samning ríkisstjórnarinnar hafnað, verði ekki fallist á skilaboðin frá Alþingi, er ég jafnframt þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin eigi að segja af sér,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á opnum fundi í Valhöll í morgun

Bíddu var það  ekki Alþingi sem  setti þessa fyrirvara? Og m.a. farið að stórumhluta að tillögum stjórnarandstöðunar. Er það ekki þá stjórnarandstaðan sem hefur gjörsamlega vanmetið möguleika okkar varðandi þessa samninga? Og er það ekki ljóst að það eru sér í lagi þessir auka fyrirvarar sem settir voru inn allra síðast sem eru að ergja menn þarna erlendis?Sbr:

Sérstaka gremju vekja fyrirvarar sem tengja afborganir hagvexti og fyrirvari þar sem segir að sé skuldin ekki fullgreidd 2024 verði eftirstöðvarnar afskrifaðar. Blaðamaðurinn skrifar að með fyrirvörum Alþingis sé allsendis óvíst hvort skuldin fáist nokkurn tíma að fullu innheimt. 

Þarna segir líka

Frans Weekers, frjálslyndur demókrati sem situr á þingi fyrir Flokk fólksins, segir að upphæðin verði öll að skila sér til baka til hollenskra skattgreiðenda. Það sé óásættanlegt að þeir borgi brúsann.

Og svona skil ég ekki:

Bjarni sagði að sjálfstæðismenn hefðu tekið ákvörðun um að starfa með nýjum meirihluta í Icesave-málinu. Hann hafi samanstaðið af stjórnarandstöðu og nokkrum úr andspyrnuhreyfingunni í Vinstri grænum. Ekki hafi komið til greina að veita ríkisábyrgð á Icesave-samning ríkisstjórnarinnar.

Sér í lagi þegar hann segir svo síðar:

Andspyrnuhreyfingin og aðrir stjórnarliðar hefðu náð saman að lokum og það hefði leitt til miklu verri niðurstöðu á frumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Og hvar ætlar hann að finna "Hlutlausan dómsstól"

Þá ættum við að lýsa því yfir að Íslendingar ættu ekki að sæta þvingunarskilmálum heldur fara fram á hlutlausa dómsmálameðferð.

Og hvað ætlar hann að gera ef að dómstóll ákveður að við eigum að borga allar innistæður eða á harðari kjörum en við höfum í dag? Verður það þá viðbrögð Sjálfstæðisflokksins að "Íslendingar eiga ekki að hlýta neinum dómstól heldur"

Held að vanti í stjórnarandstöðuna raunveruleikagenin. Því í dag láta þeir eins og þetta sé einhver stjórnmálaleikur. Þeir verða að gera sér grein fyrir að þetta er dauðans alvara og getur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir okkur næstu mánuði ef allt fer á versta veg.


mbl.is Víki verði fyrirvörum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Bjarni Ben er bara fótboltastrákur.  Það er ágætt að hann sé formaður sjálftökuflokksins, það tekur enginn mark á honum.

Guðmundur Pétursson, 29.8.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þeim mun meira sem þú skirfar Magnús, þeim mun sauðskara verður innihaldið. Lærðuð þið enga rökhyggju í þroskaþjálfarafræðinni? 

Sigurður Þorsteinsson, 29.8.2009 kl. 13:20

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki sérstaklega Sigurður! Enda snúast rökræður ekki um að gera lítið úr persónum sem verið er að rökræða við

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.8.2009 kl. 13:48

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fók á ekki að láta þetta koma sérá óvart.  BB er lýðskrumari per exelance.

Tilgangurinn allan tíman var vonast til að bretar höfnuðu, allt fari uppí loft og Sjallar geti komist til valda.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.8.2009 kl. 14:06

5 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Betra er að þjóðin fái lagalegan úrskurð um það að henni beri  að bera skuldir einkaaðila við aðrar þjóðir.  Gott er að vita hvort lög virka í ESB eða ekki.

Eggert Guðmundsson, 29.8.2009 kl. 16:43

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sorry Eggert ég skil ekki svona rök. Nú hefur ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að allar innistæður í Íslenskum bönkum sé tryggðar og þá skiptir engu hvort það sé á laugarvegi eða í London. Eins segja EES tilskipanir að stjórnvöld eigi að sjá um að lágmarksinnistæður í innlendum bönkum séu tryggðar. Með því að koma upp einu eða fleiri kerfum. Og það hlýtur að þýða að ef að kerfið sem ríkið kemur sér upp dugar ekki þá hefur ríkið ekki gætt að því að kerfið henti stærð innistæðna og því á ríkið að koma inn með stuðning. T.d. tók Hollenska ríkið lán til að tryggja innistæður upp að 100 þúsundum evra hjá sér. Og það er að rukka okkur um 20 þúsund evra sem við lofuðum upp í þessari innistæður.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.8.2009 kl. 17:44

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er mjög skýrt í ESB lögum að ríki megi ekki að tryggja innistæður banka, heldur eigi tryggingasjóður sem er gildandi í hverju landi að standa við þær skuldbindingar.  Icesave samingurinn  og sú ríkisábyrgð sem er í honum er veitt til tryggingasjóðsins en ekki til Breta og Hollendinga.  

Það þarf lagabreytingar til þess að veita þessa ábyrgð og stoð í Stjórnarskrá. Stoðin í stjórnarskrá vantar, og því má ætla að meirihluti Alþingis hafi framið landráð.  

Það kemur íslendingum ekkert við hvort Bretar og Hollendingar hafi valið það að "hunsa við " eigum Landsbankans í sínum löndum og greitt "án skilyrða" bankainnistæður sinna þegna.  Þeir verða einungis að bíta úr nálinni með þær gjörðir sínar.

Íslensk þjóð á eikki að þurfa að greiða fyrir geðþótta ákvarðanir Breta og Hollendinga.

Eggert Guðmundsson, 29.8.2009 kl. 18:50

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Magnús þú gerir fyrst og fremst lítið úr þér sjálfur með því að rugla um hluti sem þú hefur enga þekkingu á.

Menn hafa líkt þeim samningi sem lagður var fyrir Alþingi við landráð.

Hverjir vildu samþykkja þennan samning óbreyttan? Samfylkingin eins og hún lagði sig og Steingrímur Sigfússon ásamt nokkrum flokksauðum VG, aðrir þingmenn VG stóðu í lappirnar og neituðu að samþykkja ófögnuðinn?

Magnús hefur þú orðið var við að þeir þingmenn og ráðherrar sem vildu samþykkja samninginn óbreyttan hafi beðið þjóðina afsökunar?

Vildir þú Magnús að þessi samningur yrði samþykktur, og bloggðir þú um það? Ef svo ert þú búinn að biðja bloggheim afsökunar á bullinu?

Nokkrir fagmenn eins og Ragnar Hall og Eva Joly bentu á alvarlega ágalla í þessum samningi. Lítið var gert með rök þeirra af flokksauðunum. Nú hafa allir viðurkennt þessi rök og þessu fólki hampað? Varst þú einn af þeim flokkssauðum sem gerðir lítið úr mótrökum þessa fólks? Ef svo ert þú búinn að biðjast afsökunar?

Sigurður Þorsteinsson, 29.8.2009 kl. 21:20

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður ég hef alltaf talað fyrir eðlilegum fyrirvörum. En einnig verið á því að Hollendingar og Bretar væru í rétti að rukka okkur á þeirri forsendurm að þetta bankadrasla starfaði undir Íslenskum leyfum og eftirliti. Og því bar okkur að vera hér með kerfi sem tryggði allar innistæður upp að 20 þúsund evrum en vorum það ekki. Innistæðutryggingarsjóður var ekki nógu öflugur en það var okkar að sjá um að kerfið yxi honum ekki yfirhöfuð eða gera ráð fyrir að styðja hann ef að allt færi á versta veg. EES tilskipunin segir að við eigum að vera hér með kerfi sem Tryggir innistæður upp að 20.800 evrur.  Og önnur ríki gerðu ráð fyrir að við stór bankahrun gengju stjónvöld til aðstoðar innistæðurtryggingarsjóðum.

Fólk hefur bent á að Bretar og Hollendingar hefðu í raun getað farið fram á við greiddum allar innistæður á Icesave vegna jafnræðisreglunar sem gerir ráðfyrir að innistæðueigendur séu meðhöndlaðir eins óháð ríkisfangi innan EES.

Ragnar er eins og ég hef sagt áður ágætur lögfræðingur eflaust. En aðrir hafa ekki verið sammála honum. Og ég held nokkuð ljóst að hann sé ekki óskeikull því þá hefði hann væntanlega aldrei tapað máli og væri væntanlega í starfi annarstaðar. Eva Joly var nú aðallega að benda á slæma stöðu okkar. Hún var að vekja athygli á að smæð okkar gerðu okkur erfitt fyrir. Og því hélt hún fram að við gætum ekki greitt þetta. Sem sérfræðingar segja að sé ekki rétt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.8.2009 kl. 23:23

10 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er greinilegt að þú sért tilbúinn að greiða skuldir annarra. Það er ekki íslenskum stjórnvöldum að kenna að tryggingasjóðurinn hafi ekki verið nógu sterkur til að mæta hruni íslenska banka. Þú getur einnig álasað bresk og hollendk yfirvöld um sama hlut.

Lög og reglur í ESB bannaði með afgerandi hætti að viðkomandi ríki gæfu ríkisábyrgð á innistæðum bankannar

Íslensk stjórnvöld voru að samþykkja ríkisábyrgð fyrir tryggingasjóð bankanna í trássi við lög ESB. 

Bretar vissu að þeir gætu ekki notað jafnræðisregluna vegna þjóðarrétts í nauð, og því foru þeir í þennan samning, vitandi um að við yrðum að samþykkja hann. Þeir beittu þrýstingi i gegnum IMF og ESB og íslensk stjórnvöld kiknuðu undan því álagi.

Eggert Guðmundsson, 29.8.2009 kl. 23:44

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Skv. skilningi og yfirlýsingum allara þjóða innan EES þar sem uppkom bankakreppa lýstu allar þjóðir yfir að þær ábyrgðust innistæður í bönkum upp á upphæðir langt umfram innistæðutryggingar. Eins segir í lögum og reglum ESB og EES að innstæður upp að 20.800 evrum eigi að vera tryggðar. Og um leið þá gerðu menn ráð fyrir að ef að um kerfishrun yrði að ræða mundu stjórnvöld koma inn og tryggja þessar lágmarks innistæður

Ég vildi gjarnan losna við að greiða þessar skuldir en tel að því miður þá séum við skyldug til þess. Og það eru allar aðrar þjóðir innan ESB og EES sömu skoðunar. Þannig að við getum reynt að þrjóskast við en það kemur að því að lokum að við verðum að borga þetta. Enda held ég að nær allir þingmenn þjóðarinnar séu búnir að viðurkenna þetta. Þó sumir telji að við ættum að fá annan samning þá tala allir um að við munum standa við skuldbindingar okkar.

Við komum þessu máli í gerðardóm þar sem fulltrúar EFTA, ESB og fleiri voru í sl. haust en sögðum okkur frá honum því það voru taldar líkur á því að við mundum tapa því máli.

Því ákváðum við að samþykkja að við mundum greiða þessar lágmarkstryggingar og við erum bundin af því samkomulagi.  Því höfum við um ekkert að velja. Margir erlendir sérfræðingar telja að við höfum fengið óvenju hagstæðan samning. Enda erum við t.d. að borga lægri vexti af þessu láni heldur en lánum fár AGS og Norðurlöndum. Auk þess er okkur frjálst að borga inna á þennan samning hvenær sem er og þar á meðal af eignum Landsbankans jafn óðum og þær innheimtast.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.8.2009 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband