Leita í fréttum mbl.is

Nú er keppast allir við að lofa James Brown

Það er eru allir búnir að gleyma því þegar hann var ítrekað tekinn fastur fyrir að berja konur, dópneyslu hans og almenn rugl líferni.

Vissulega markaði hann spor í musiklandslagið á sínum tíma upp úr 1960 en síðan hefur hann mest lifað á fornri frægð. Hæst finnst mér hann samt hafa komist þegar hann lék í blus brothers þar sem hann lék prest að mig minnir og komst vel frá því.


mbl.is Bush minnist James Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn hafa að mínu mati alltaf svigrúm til að gera mistök en spurningin er hvort þeir geri eitthvað gott á móti. James Brown var á sínum tíma mikil hvatning fyrir réttindarbaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum og í eðli sínu mikill leiðtogi. Tónlistin hans hefur hinsvegar gert miklu meira heldur en að reynast forn frægð þar sem stór hópur fólks um heim allan hlustar enn á tónlist hans reglulega og tónlist hans hafði áhrif á marga tónlistarmenn s.l. áratugi.

Þetta var í raun merkur maður sem á sannarlega lof skilið fyrir sín störf en syndirnar mun hann þurfa að svara fyrir annar staðar.

Helgi Þór (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 06:06

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ekki að draga úr því að karlinn vakti athygli á soul og funk tónlist. Og með því að gera það vinsælt útfyrir hóp blökkumanna vann hann náttúrulega mikið verk í mannréttindamálum. Og í upphafi var þetta allt nýtt. En seinustu áratugina var hann eins og fleiri frægur af ósköpum að mestu. Eins og Elvis, M. Jakson og svo margir.

Hef heyrt nokkur viðtöl við hann og mest af þeim var nú óttalegt rugl og maðurinn auðsjáanlega skemmdur af líferninu.Þessvegna er ég að segja að hann hafi lifað á fornri frægð.

Tónleikar sem ég hef heyrt og séð með honum minntu nú meira á gospel messur og æsingasamkomur eins og sjá má út um allt í USA. Enda var hans stíll upprunin þaðan þ.e. úr kirkjunni sem hann söng í sem barn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.12.2006 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband